Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 21
Þegar þeir bræður eru komnir til Nangijala kemur þó brátt í ljós að lífið þar er ekki eintóm sæla og áhyggjuleysi. Þar sem þeir búa, í Kirsuberjadal, er að vísu gott að vera en í hinum dalnum í Nangijala, Þymirósadal, er fólkið óham- ingjusamt vegna þess að það er ekki lengur frjálst, þar ríkir harðstjórinn Þengill, grimmur og ógurlegur. Það ríkir því barátta milli góðs og ills, barátta sem er upp á líf og dauða. Þegar Karl litli spyr um orsakir þess að Þengill kom til Nangijala og „eyðilagði allt" á Jónatan engin svör önnur en þessi: „Sá sem gæti nú svarað þessu, hann væri mikils vís- ari. Ég veit ekki hvers vegna hann þarf endilega að eyðileggja allt sem íyrir er. Það er bara þannig" (55). Það er margt fleira sem Karl litli á erfitt með að skilja, t.d. hvers vegna Jónatan verður að fara einn í hættulega för til Þyrnirósadals þegeir hann gæti aiveg eins setið heima við eldinn í Riddaragarði og látið sér líða vel. Jónatan svarar því að til sé ýmislegt sem maður verði að gera jafnvel þótt það sé erfitt og hættulegt vegna þess að „annars er maður ekki manneskja held- ur bara lítið skítseiði" (62). Jónatan vill fara einn í þessa hættulegu ferð og eftir harðvítugar deilur þeirra Snúðs nær Jónatan að sefa litla bróður sinn og fá hann til að sætta sig við þessa ákvörð- un: „Sefa mig svona nokkurn veginn. En auðvitað endaði það með þvi að allt fór eins og hann vildi. Ég vissi að hann skildi allt betur en ég“ (62). En þegar Jónatan vitjar hans nokkru síðar í draumi, greiniiega í hættu stadd- ur, tekur Snúður litli ákvörðun um að leita hann uppi. Sú ferð er meginefni sögunnar. í þeirri ferð kemst Snúður m.a. að því hver er í raun og veru svik- arinn í dalnum, hann lærir lausnarorðið sem þarf að kunna til að komast inn í Þyrnirósardal og umfram allt, hann sigrast á eigin ótta og hugleysi og á ómetanlegan þátt í því að Jónatan tekst að frelsa dalinn undan hinni ægilegu harðstjórn. Það kemur nefnilega í ljós að Jónatan þarf á litla bróður sínum að halda sem verður að velja hvort hann vill vera manneskja eða „bara lítið skílseiði“. Það blandast engum hugur um að sag- an er skrifuð af óvenju snjöllum rithöf- undi sem hefur fuiikomið vafd á efni sínu og kann að skrifa þannig að lesandi bæði grætur og hlær með söguhetjunum auk þess sem sagan er á köflum æsispenn- andi. Þess ber líka að geta að þýðing Þor- leifs Haukssonar er afbragðsgóð. Það sem gerir söguna óvenjulega sem barnabók er sennilega einkum það að hin illu öfl eru mjög skelfileg og raun- veruleg, ríki Þengils kemur kunnuglega fyrir sjónir eins og við þekkjum af af- spurn Þýskaland nasismans og harð- stjórn kommúnismans svo tvö þekkt dæmi séu tekin, dæmi sem mörg böm hafa heyrt um og jafnvel kynnst á viss- an hátt í sjónvarpi og kvikmyndum. Hið illa er blákaldur veruleiki í sögunni og það er barist upp á líf og dauða. Einmitt þess vegna verða söguhetjumar að sýna sanna dyggð í verki. Og sagan snýst að miklu leyti um siðferðilega afstöðu, hvernig maður bregst við vanda. Karl litli er í upphafi sögunnar huglaus að eigin mati en hann breytist og vex við hverja raun. Hugleysi er löstur sem gel- ur haft afdrikaríkar afleiðingar eins og ljóst verður þegar sögunni vindur fram — en svikult hjarta er þó miklu verra. Sá sem svikur góða málstaðinn er fyrir- litlegur í augum allra, hann á engan vin. Þó em það ekki lestir og syndir sem er aðalefni sögunnar heldur þvert á móli dyggð alira dyggða, kærleikurinn. ímynd kærleikans er Jónatan Ljóns- hjarta og hann er líka ímynd Krists eins og áður segir. Hann er hin sigrandi hetja og hann er líka bróðirinn besti sem engum bregst. Hann bjargar ekki aðeins lífi litla bróður síns heldur leggur hann einnig sjálfan sig í lífshættu til að bjarga lífi óvinar síns. Dúfan, tákn heilags anda, kemur einnig við sögu. Það kemur dúfa til Snúðs þegar Jónat- an er dáinn og hann veit að það er Jón- atan sjálfur kominn til að hugga hann. Þegar Snúður er leiddur inn i Þymirósa- dal af hermönnum Þengils, alveg á barmi örvæntingar, verður það honum til bjargar að hann sér hús með dúfum fyrir utan og meðal þeirra er ein hvít. Dúfan verður honum visbending um að leita skjóls einmitt þama og það reynist nákvæmlega rétti staðurinn. Þama bíð- ur hans hinn gamli og góði Matthías sem verður þykjustu-afi hans og er einmitt í náinni samvinnu við Jónatan. Eflaust má sjá í sögunni fleiri tákn, t.d. hinn hættulega Karmafoss sem svelgir menn í sig. Ég efast um að nokkm bami sem les þessa bók detti í hug að hún (jalli um trúarlegar hugmyndir og trúarlegan veruleika. Ef til vill má spyrja hver sé tilgangurinn með því að skrifa sögu fyrir börn þar sem hið trúarlega er dulbúið á þennan hátt. Þvi er til að svara að mörg trúarleg sannindi eru oft sett fram á óhlutbundinn (abstrakt) hátt sem böm hafa engan þroska eða forsendur til að skilja. í þessari sögu em persónur sem höfða til barna og sagt frá atburðum sem hvert barn getur séð fyrir sér. Til að komast að kjarna eða raunverulegu innihaldi trúarlegra fyrirbæra getur ver- ið nauðsynlegt að flysja utan af þeim ýmiss konar aukamerkingu sem hefur hlaðist utan um þau í aldanna rás og reyna þannig að sjá þau í nýju sam- hengi. Það er sú listræna aðferð sem hér er beitt og hún hefur oft miklu dýpri og meiri áhrif en nokkur predikun. Ekki má heldur gleyma því að sú skynjun og reynsla sem barnið verður fyrir meðan það hlustar og les jafn innihaldsríka sögu og þessa getur síðar borið ríkuleg- an ávöxt nýs skilnings.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.