Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 7
Ég hefpann draum að Biskupsstofa haldi úti gæða- stjórnun á jákvæðum nótum. Þar sé fræðslufulltrúi eða einhver með reynslu í barna- og æskulýðsstarfi semfari á milli kirkna og taki starfið út. Jóhann: Kirkjan þarf fleiri sjálíboðaliða. Ef einhver fullorðinn er fil í að vera með og taka þátt í deild þar sem börn og unglingar hittast í klukkustund í viku, þá er það frábær gjöf til kirkjunnar og æsku þessa lands. Fólk sem jafnvel er til í að koma til að hjálpa til að viðhalda aga, kynnast unglingunum og sýna þann kærleika sem Jesús Kristur sýndi, þá fáum við að sjá meiri vöxt. Jóna: Svo er kirkjan svo lengi að breyta um aðferðir. Það er búið til eitthvað form og þó að það sé gengið sér til húð- ar er stundum eins og hún hafi ekki hugrekki til að brjóta hlutina upp. Það þarf meiri hugmyndavinnu. Ef hlutimir ganga ekki vel á kirkjan að leggja þá niður og fara nýjar leiðir. Jóhann: Þetta er svo sorglegt. Það er byrjað með æskulýðsfélag í kirkjunni með fundi á þriðjudögum. Fýrst koma 10 til 15 unglingar og svo fækkar þeim aðeins. Eftir nokkra fundi koma örfáir. Þá er bara hætt. Er kannski málið að fundirnir voru á slæmu kvöldi? Það er bara reynd ein leið og ef hún virkar ekki er gefist upp. Hjördís: Vantar ekki líka sjálfsgagnrýni hjá okkur í kirkjunni? Ef eitthvað geng- ur ekki upp þurfum við ekki að taka því persónulega. Jóna: Ég hef þann draum að Biskups- stofa haldi úti gæðastjómun á jákvæðum nótum. Þar sé fræðslufulltrúi eða einhver með reynslu í barna- og æskulýðsstarfi sem fari á milli kirkna og taki starlið út. Hann segi hvað fari vel og hvað megi bet- ur fara og fólk taki mark á því. Með þessu fengju leiðtogar leiðsögn og uppörvun. Jóhann: Væri hugsanlegt að sóknar- nefndarmaður tæki að sér að vera tengslamaður við æskulýðsstarí? Jóna: Ég held að það væri betra að ut- anaðkomandi aðili sjái um þessa hluti. Hitt getur orðið svo persónulegt. Tengiliður úr sóknarnefnd gæli hins vegar hvatt leiðtoga til dáða. Málin voru rædd fram og aftur, eða þar til Jóhann sagði ákveðinni röddu: Jóhann: En hefur kirkjan eitthvað að bjóða íyrir unglinga? Jóna: Já, hún hefur fagnaðarerindið um Jesú Krist og það er ekkert sem við getum boðið betur. Jóhann: Ætlumst við þá til þess að unglingar mæti bara í sunnudagsmess- ur og fái þar sitt samfélag eða á æsku- lýðsstarfið að nægja þeim, og eru ung- lingar bara óæskilegir í samfélag trú- aðra eða eru þeir velkomnir þangað? Ef þeir eru velkomnir, mega þeir þá með einhverjum hætti hafa áhrif á það sem þar fer fram eða eiga þeir að sætta sig við og ganga inn í það helgihald sem er til staðar? Jóna: Unglingar lifa í sér menningar- heimi og til hans þarf að höfða. Svo höf- um við poppmessurnar fyrir þá. Þær þurfa að vera reglulega og þannig að unglingarnir geti gengið að þeim vísum. Samstarf getur verið á rnilli sókna og fé- lögin haft poppmessu sem hluta af dag- skránni. Hjördís: Þannig yrðu aðrir viðburðir á vegum ÆSKR meira spennandi í aug- um krakkanna vegna þess að þeir sjá að það eru unglingar á lífi í öðrum sóknum. Hvaða nýjungar mætti nefna sem vel hafa tekist? Hjördís: Listadagar í Hallgrímskirkju í fyrra. Jóhann: Þangað komu unglingar úr nokkrum æskulýðsfélögum og tóku þátt í tveggja vikna dagskrá sem endaði á verki sem var þeirra túlkun á sköpunar- sögunni með leiklist, myndlist og tón- list. Þetta var mjög gaman og til stendur að bjóða aftur upp á listadaga. Jóna: Svo er auðvitað miðbæjarstarf KFUM og KFUK sem er virðingarvert framtak og félögin eiga heiður skilinn fyrir að hafa lagt út í það. Eitthvað að lokum? Jóhann: Fólk veit alltof lítið hvað kirkjan er að gera. Margir í okkar þjóðfélagi hafa þá mynd að það gerist ekkert í kirkjunni nema á sunnudögum kl. 11 og jafnvel að þar séu bara nokkrir kórmeðlimir. Stað- reyndin er hins vegar allt önnur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.