Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 22
„Fólkið þarfnast hins kristna
boðskapar ekkert síður en við“
Rætt við Leif Sigurðsson, nývígðan kristniboða
Kirkja sem ekki sinnir krist-
niboði verður ekki langlíf
og kristniboð sem ekki á
sér athvarf og sækir sér
ekki næringu í samfélagi
kristins safnaðar um orð Guðs og borð
dagar uppi," sagði biskup íslands, herra
Karl Sigurbjömsson, í prédikun sinni er
hann vigði Leif Sigurðsson i Dómkirkj-
unni til kristniboðsstarfa í Kenýu 3.
janúar síðast liðinn. Hann sagðist enn
fremur vona að þessi vigsla boðaði nýja
tíma þar sem kristniboðshreyfingin og
kirkjan á íslandi vöknuðu til aukinnar
vitundar um að standa saman um
þessa grundvallarköllun kristinnar
kirkju, að stunda kristniboð.
Síðasta kristniboðavígsla var árið
1992 er Karl Jónas Gislason og Ragn-
heiður Guðmundsdóttir voru vígð til
starfa í Eþíópíu. Það var því tími til
kominn að nýr liðsmaður bættist í hóp
kristniboðanna. Leifur er fæddur í
Reykjavík 8. ágúst 1970 en ólst upp á
Patreksfirði fram yfir fermingu er hann
fluttist með fjölskyldu sinni til Reykja-
vikur. Hann lítur á sig sem Vestfirðing.
Foreldrar hans eru Fjóla Guðleifsdóttir,
hjúkmnarfræðingur og Sigurður Jóns-
son, apótekari.
Áhrifavaldar
Móðir Leifs kenndi honum bænir og gaf
honum kristið uppeldi. Hún var í Kristi-
legum skólasamtökum á yngri ámm og
þekkti til starfs Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga, SÍK. En lítið var fjall-
að um kristniboð í uppvextinum þó að
móðursystir hans, Kristín Guðleifsdóttir
(d. 1996), og maður hennar, sr. Felix
Ólafsson, sem búið hafa um áratuga-
skeið í Danmörku, hafi verið fyrstu ís-
lensku kristniboðamir í Konsó í Suður-
Eþíópíu (fóm þangað árið 1953). Frændi
Leifs, sr. Ólafur Felixson, prestur í
Hirtshals í Danmörku, var um skeið
kristniboði á eyjunni Bahrain í
Persaflóa. En þetta fólk bjó of langl i
burtu til að hafa mikill áhrif á Leif.
Leifur kynntist starfi SÍK eftir að hann
fluttist til Reykjavikur. Þá ók hann móður
sinni á samkomur samtakanna og var á
þeim á meðan hann beið eftir henni.
Kristindómur og kristniboð hafði litið gildi
fyrir honum á menntaskólaárunum. Þó
gekk hann í KFUM.
„Ég fór á Biblíuskóla á Fjellhaug i
Osló,“ segir Leifur, „að afloknu stúdents-
prófí að áeggjan móður minnar. Þar var
ég í einn vetur. Sá tími varð mjög afdrifa-
ríkur fyrir mig. Ég öðlaðist meiri skilning
á kristindómnum og stóð frammi íýrir því
að þurfa að taka afstöðu til hans og
ákveða hvað ég ætlaði að gera við hann. Á
þessum tíma vaknaði trú mín og varð lif-
andi. Fram að þvi hafði kristindómurinn
bara verið þurr kenning sem hafði lítið
gildi fyrir mig þrátt fyrir að ég hafði sótt
sunnudagaskóla og verið fermdur þó að
án efa hafi fræjum verið sáð þar sem
báru nú ávöxt. Það hefur gífurleg áhrif á
mann að mæta hinum lifandi, upprisna
frelsara, Jesú Kristi. Þetta var mjög gott
ár og ég eignaðist marga af mínum bestu
vinum."
Kristniboðsköllun
Á Fjellhaug eru Biblíuskóli og kristni-
boðaskóli hlið við hlið. Kennaramir em
flestir fyrrverandi kristniboðar og töluðu
óhjákvæmilega um kristniboð er þeir
miðluðu af lífsreynslu sinni í kennslunni.
Kristniboð var samofið þeim krístindómi
sem kenndur var á skólanum.
„Það hafði þó mest áhrif á mig að sjá og
hitta stráka á mínum aldri sem vom á
kristniboðaskólanum. Þeir voru ekkert
ólíkir mér og hugsuðu ekkert öðm vísi en
ég en höfðu fengið köllun til að gerast
kristniboðar. Ég talaði oft við marga
þeirra. Þetta varð til þess að ég fór að líta
á kristniboð sem meira en litskyggnusýn-
ingu á kristniboðssamkomu. Ég fann iýr-
ir innra kalli Guðs til kristniboðs."