Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 13
Gunnar J. Gunnarsson
Nokkrar niðurstöður úr rannsókn á trú
og trúariðkun barna og unglinga
Unglingsárin eru mikill mót-
unartími í lífi fólks. Bamið
er að breytast í fullorðinn
einstakling og unglingnum
finnst hann gjarnan vera
staddur milli tveggja heima, þ.e. heims
barnsins og hins fullorðna. Unglingsár-
in fela í sér miklar breytingar, meðal
annars endurmat og uppgjör við ýmis-
legt af því sem tilheyrir bernskuárun-
um. Unglingurinn losar sig smám sam-
an undan áhrifavöldum bernskuáranna
og áhrif jafnaldranna aukast á kostnað
foreldranna. Svokölluð unglingamenn-
ing tekur að setja svipmót á hugsun og
lífsstíl. Leit eftir persónulegri og sjálf-
stæðri sjálfsmynd verður æ mikilvægari
og þörfin fyrir að hugsa á sinn eigin
hátt og lifa í samræmi við eigin trú og
lífsskoðun verður sterkari. Trúarlega
em unglingsárin tími breytinga og jafn-
vel ringulreiðar. Unglingurinn tekur að
losa sig undan trúarhugmyndum for-
eldra sinna og barnatrúin er tekin til
endurmats. Þetta getur skapað efa-
semdir og trúarlega togstreitu. Stund-
um leiðir það til afneitunar á fyrri trú
en í öðrum tilvikum lil endurnýjaðrar
og þroskaðri trúarafstöðu.
Unglingar og trú og áhugavert rann-
sóknarefni. Lang flestir unglingar á ís-
landi láta ferma sig í þjóðkirkjunni.
Fermingin fer fram þegar þeir eru í 8.
bekk. Eftir það virðast unglingar ekki
koma mikið við sögu í kirkjunni ef frá er
talinn lítill hópur sem tekur áfram þátt í
æskulýðsstarfi kirkjunnar. Hvað felur
það í sér? Stundum er því slegið föstu
að fermingin sé nánast eins konar út-
skrift úr æskulýðsstarfi kirkjunnar. Fel-
ur það í sér að upp frá þvi skipti trú og
trúariðkun unglinga litlu eða engu máli?
Rannsókn á trúarafstöðu
og trúariðkun
Töluverðar rannsóknir hafa verið gerðar
í nágrannalöndum á trú og lífsskoðun
unglinga. Hér á landi hefur hins vegar
ekki farið mikið fyrir slíkum rannsókn-
um. Skólaárið 1996-97 hófst ég handa
við að kanna trúarviðhorf, trúariðkun og
trúarskilning barna og unglinga í þrem
árgöngum grunnskóla. þ.e. 5., 7. og 9.
bekk. Við val á árgöngum var miðað við
að eitthvert nám hefði farið fram í
kristnum fræðum (5. bekkur), að bömin
stæðu á mótum hlutbundinnar og
óhlutbundinnar hugsunar samkvæmt
kenningum innan þróunarsálarfræði1
(5. og 7. bekkur) og að um væri að ræða
aldurshópa fyrir og eftir fermingu (7. og
9. bekkur). Úrtakið var svokallað klasa-
úrtak þannig að dregnir vom út gmnn-
skólar með þessum þremur árgöngum
af handahóíi í hveiju fræðsluumdæmi í
landinu þar til u.þ.b. 10% af hveijum of-
angreindra árganga var náð. Úrtakið
varð þannig 1311 böm eða rúm 400 úr
hverjum árganganna þriggja. Spurn-
ingalistar með 40 spumingum vom síð-
an lagðir fyrir í þeirn þrettán skólum
sem lentu í úrtakinu og skilaði sér 1101
svar eða 84% af úrtaki. Á spumingalist-
anum var spurt um ýmis atriði sem
tengjast trúarafstöðu og trúariðkun, um
skilning á trúarlegum hugtökum, við-
brögð við sorg og vanlíðan, afstöðu til
kristinfræðikennslu i skólum og hvað er
mikilvægast í lífinu. Hér verður ekki
gerð grein fyrir öllum þeim atriðum sem
spurt var um en í staðinn tekin nokkur
dæmi með það fyrir augum að draga
sérstaklega fram niðurstöður varðandi
trú og trúariðkun unglinga í saman-
burði við yngri aldurshópana. Markmið-
ið er að varpa ljósi á hvað einkennir trú-
arlega afstöðu og iðkun unglinganna.
Stundum er pví slegiðföstu aðfermingin sé nánast
eins konar útskrift úr æskulýðsstarfi kirkjunnar.
Felur pað í sér að uppfrá pví skipti trú
og trúariðkun unglinga litlu eða engu máli?