Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 23
Hvemig lýsti það sér?
„Ég velti því fyrir mér þennan vetur
hvað ég ætti taka mér fyrir hendur í líf-
inu og að hverju ég ætti að stefna. Ég
varð að taka einhverja ákvörðun í því
sambandi. Ég tókst á við spuninguna
um það hvers vegna við lifum á þessari
jörð og hvernig við eigum að nota líf
okkar. Þegar ég mat það með augum
Biblíunnar fannst mér kristniboð vera
æðst alls. Hvað getur maður gert betur
með líf sitt en að þjóna Guði sem
kristniboði? Það er erfitt að útskýra
þetta en fyrir mér var enginn annar
möguleiki til. Kristniboðsköllunin varð
svo sterk að ég komst ekki undan henni
og tók þá erfiðu ákvörðun að verða
kristniboði. Þess vegna fór ég líka í
kristniboðsskólann. “
Tíminn á kristniboðaskólanum var
lærdómsríkur en einnig erfiður því að
Leifur fann sig knúinn til að taka af-
stöðu til margra mála sem fjallað var
um í náminu. Stundum voru nemend-
urnir sendir í prédikunarferðir út á
land. Það hafði áhrif á hann að hitta
fólk sem lifði íyrir það að aðrir eignuð-
ust trú á Jesú Krist.
„Við vorum 15 í bekknum. Nú eru
bekkjarfélagamir að dreifast út um allan
heim sem kristniboðar. Það verður fróð-
legt að fylgjast með þeim á næstu árum.
Stundum sótti að mér efi og ég spurði
sjálfan mig hvort ég hefði tekið rétta
ákvörðun. Ýmsar spurningar leituðu á
mig: Er Guð raunverlega að kalla á mig?
Er ég nógu góður til að fara í þetta
starf? Hvað með allar hætturnar? Af
hverju ekki að starfa heima og fara í
betur launað starf?
Það var gott að eiga bekkjarfélagana
að. Við hjálpuðum hver öðrum."
Hvaða þýðingu hajði kristniboðavígslan
Jyrirþig?
„Mjög mikla. Vígsludagurinn hefur verið
mér fjarlægur í fimm ár en nú er komið
að því að halda af stað til Afríku. Vígslan
var staðfesting á köllun minni, bæði fyrir
sjálfan mig og þá sem senda mig. At-
höfnin var mjög góð og innileg. Ég er
mjög ánægður með að biskupinn okkar
skyldi hafa vígt mig. Það var einnig gott
að heyra hvemig hann talaði um kristni-
boðið. Stundin hafði mikil áhrif á mig.
Það er mikilvægt að hafa fólk heima
sem biður fyrir manni og stendur að
baki starfinu úti á kristniboðsakrinum.
Án þess er ekki hægt að reka kristni-
boð. Vonandi tekst mér að halda góðu
sambandi við kristniboðsvini og vera
duglegur að skrifa."
Kirkjan er alþjóðleg
Er ekki nóg að gera hér heima á íslandi?
„Jú, auðvitað. Ég kom heim úr ensku-
námi í Englandi rétt fyrir jólin. Margir
nemendanna vom að undirbúa sig und-
ir að fara til starfa sem kristniboðar.
Það var gott að kynnast þessu fólki. Þá
kynntist maður á nýjan hátt hinni al-
þjóðlegu kirkju Krists. Guð hefur kallað
okkur til að fara og gera allar þjóðir að
lærisveinum. Þeirri skipun er hlýtt um
allan heim nú á tímum. Fólk fer frá ótal
mörgum löndum til annarra þjóða með
hinn kristna boðskap. Ef við glötum
tengslunum við hina alþjóðlegu kirkju
og kristniboð kirkjunnar þá held ég að
við týnumst í naflaskoðun. Það er mjög
slæmt að missa tengslin við kristna
bræður og systur í öðmm löndum.
Ég hitti nýlega þrjá Asíubúa sem
voru á leið út sem kristniboðar. Einn
þeirra var frá Suður-Kóreu á leið til
Suður-Afríku, annar Japani á leið til
Indlands og sá þriðji Indónesi á leið til
Kasakstans. Það eru margir þátttak-
endur í kristniboði í hinni alþjóðlegu
kirkju Krists. Ég hvet fólk til að afla sér
upplýsinga um þetta starf þvi að það er
mjög áhugavert."
Til Kenýu
Leifur mun starfa í Pókothéraði í Kenýu.
Ákveðið hefur verið að hann muni búa í
Chepareria, íslensku kristniboðsstöð-
inni, ásamt fyrrverandi bekkjarfélaga frá
kristniboðaskólanum og fjölskyldu hans.
Mikill vöxtur hefur átt sér stað í lúth-
ersku kirkjunni í Pókothéraði undanfar-
in ár. Um þessar mundir eru 98 söfnuð-
ir í héraðinu, auk þess sem starf er unn-
ið á 33 stöðum til viðbótar með það að
markmiði að þar verði einnig stofnaðir
söfnuðir. Leifur mun taka þátt í þessu
starfi með því stofna nýja söfnuði,
byggja þá upp og taka þátt í fræðslu-
starfi Biblíuskólans í Kapenguria.“
Ferðu úl með einhveija drauma?
„Já, þann draum Guðs að breiða ríki
hans út um heim. Lengi var starfað á
meðal Pókotmanna án þess að miklir
ávextir sæjust. Nú er starfið hins vegar
farið að bera ávöxt. Ég sé að draumar
og hugsjónir kristniboðanna sem hafa
starfað á undan mér eru að rætast. Það
er draumur Guðs. Minn draumur er að
halda starfinu áfram og taka þátt í að
flytja nágrannaþjóðflokkunum hinn
kristna boðskap með þvi að efla kristni-
boðshugarfar kristinna Pókotmanna.
Það er bæn mín að augu kirkju ís-
lands og almennings á íslandi rnegi
uppljúkast fyrir því hvað kristniboð er
og mikilvægi þess. Oft er rætt um mik-
ilvægi hjálparstarfs. Það er mikilvægt
og margir vinna mjög gott starf á því
sviði en kristniboð er ekki alveg það
sama. í kristniboði er lögð áhersla á
boðun trúar á Jesú Krist en kristniboð-
ar reka oft hjálparstarf líka. Þegar
kristniboð er rekið í Japan þarf ekki að
stunda hjálparstarf þar vegna þess að
þjóðin hefur allt lil alls. En fólkið þarfn-
ast hins kristna boðskapar ekkert síður
en við.
Það er einnig bæn mín að fleira ungt
fólk vilji þjóna Guði sem kristniboðar.
Margt af því hefur þegar fengið mennt-
un sem hægt er að nota, t.d. kennara-
menntun og læknismenntun. Það er
mikill uppgangur í Kína og yfirvöld
sækjast eftir fagmenntuðu fólki af ýmsu
tagi, t.d. enskukennurum, fólki í heil-
brigðisstéttum, tölvumenntuðu fólki
o.s.frv. Ég hef heyrt að yfirvöld sækist
sérstaklega eftir kristnu fólki þvi að þau
vita að þvi er hægt að treysta. Hægt er
að jrjóna Guði þar í slíkum störfum.
Ýmsar aðferðir eru notaðar í kristniboði.
Svokallað tjaldgjörðarkristniboð þar sem
kristniboðinn vinnur fyrir lifibrauði sínu i
almennum störfum í kristniboðslandinu,
á án efa eftir að aukast til muna á næstu
árum. Hægt er að stunda kristniboð á
þann hátt í Kina og löndum múhameðs-
trúarmanna.“
Hin alþjóðlega kirkja Krists er marg-
breytileg og það er auðgandi fyrir kristna
kirkju á íslandi að vera í samfélagi við
hana. í kristniboðsstarlinu gerist það á
sérstakan hátt og bræðrabönd eru knýtt
á milli íslensku kirkjunnar og dóttur-
kirknanna. Munum eftir því að biðja
fyrir Leiíi.