Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 31
vel og kostur er: „Ekki alltaf bókstaflega
en með fullri virðingu íyrir sögunni eins
og hún kemur fyrir í Biblíunni og
þannig að áhrif hennar skili sér.“
Söguþráðurinn er kunnur þeim sem
þekkja fásögn 2. Mósebókar. Kvikmvnd-
in hefst með því að Móse er lagður í
körfu í Nílaríljót. Hann elst síðan upp
með Ramses, syni Setis, Faraós í Eg-
yptalandi. Þeir lifa saman sem bræður í
góðu vinfengi þar til Móse fær að vita að
hann er ekki Egypti heldur tilheyri
hann hinni kúguðu þjóð Hebrea. Þegar
Guð kallar hann til að leiða þjóð sína úr
ánauðinni í Egyptalandi til Kanaan-
lands neyðist hann til að berjast við
Ramses, besta vin sinn og bróður, sem
þá var orðinn Faraó. Myndinni lýkur
síðan þegar Móse hefur tekið við
steintöflunum með boðorðunum tíu á
Sínaífjalli.
Eins og sjá má er það öðru fremur í
tengslum þeirra uppeldisbræðra Móse
og Ramsesar sem þeir „Draumasmiðju-
menn“ taka sér skáldaleyfið. Það felur
þó ekki í sér slik frávik frá biblíusög-
unni að orð sé á gerandi. í öllum megin-
atriðum er frásögn 2. Mósebókar fylgt.
Myndin dregur fram þá illsku sem fylgir
misbeitingu valds og sýnir að Guð fyrir-
lítur kúgun og ánauð. Hún flytur einnig
þann boðskap að Guð lætur sér annt
um hina kúguðu og niðurbeygðu og
heyrir bænir þeirra.
Nútíminn er tími myndarinnar. Við
verðum stöðugt fyrir áreiti myndefnis
bæði í blöðum, sjónvarpi og tölvum.
Biblíuefni hefur í mörg ár verið sett
fram i formi teiknimynda bæði fyrir blöð
og sjónvarp, vissulega með misgóðum
árangri. Framleiðendum Egypska prins-
ins hefur tekist að gera sögu Biblíunnar
af Móse og flóttanum frá Egyptalandi
spennandi fyrir „vídeókynslóðina" sem
hefur mótast meira af myndefni en
skrifuðum texta. Teiknimynd kemur
aldrei í staðinn fyrir sjálfan biblíutext-
ann, ekkert frekar en önnur form sem
notuð eru til að túlka hann. En hún
getur vakið áhuga á efni Biblíunnar og
miðlað boðskap hennar rétt eins og góð
predikun eða hugvekja. Þess vegna er
fengur að alvöru teiknimynd um Móse
og frelsunina frá Egyptalandi.
Trúboðssjóður Bjarma
Taktu þátt í að senda Bjarma víðar
Bjarmi þarf að ná sem víðast og blaðið
þarf á öílugum stuðningi að halda. Fjár-
hagur blaðsins er bágborinn um þessar
mundir en þó vilja ílestir sem kaupa
það að það haldi áfram að koma út.
Kristján Einarsson, ljósmyndari blaðs-
ins hefur sett fram hugmynd um það
sem hann kallar Trúboðssjóð Bjarma.
Hugmyndin felur í sér að Bjarmi nái til
íleira fólks um leið og fjárhagurinn styrk-
ist. Einstaklingum og fýrirtækjum býðst
að vera með í að mynda trúboðssjóðinn.
Þeir sem vilja vera með greiða ákveðna
upphæð á mánuði eða ári. Sjóðurinn
stendur síðan straum af kostnaði við að
senda eintök af Bjarma á sjúkrahús, bið-
stofur, bókasöfn, skóla, elliheimili og víð-
ar, eða ef vill til einstaklinga eða á staði
sem viðkomandi óskar eftir. Með þessu
móti berst boðskapurinn sem blaðið flyt-
ur viðar og þeir sem leggja fram framlög í
sóðinn verða þannig óbeinir þátttakend-
ur í boðun trúarinnar.
Áskrifendur og velunnarar Bjarma eru
hvattir til að leggja sitt af mörkum og
vera með í trúboðssjóðnum. Upphæðin
sem hver og einn leggur í sjóðinn þarf
ekki að vera há, t.d. nokkur hundruð á
mánuði. En hvert framlag stuðlar að
þvi að Bjarmi berist viðar og boðskap-
urinn um Jesú Krist þar með. Auk þess
styrkir þetta íjárhagsgrundvöll blaðsins
og gerir það fýsilegri kost fyrir aug-
lýsendur þar sem upplagið stækkar.
Verum því með.
Ég vil vera með í „Trúboðssjóði Bjarma“
Naln:
Kennitala:
Heimilislang:
Upphæð kr.:
Póstnr. og staður:
| Mánaðarlega | | Ársljórðungslega | | Tvisvaráári | | Einusinniá
| Vinsamlegast skuldfæriö Kortanúmer: [~
á greiðslukort mitt
Gildistími: □□□□ « - ^
Vinsamlegast innheimtið með gíróseðli
ári
Krlstilegt tfmarlt
Póstfang: Bjarmi - tímarit um trúmól
Pósthólf 4060 124 Reykjavík