Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 12
svigrúm til að finna nema örlítið brot af
þeim fikniefnum sem berast til landsins
en álitið er að það sé innan við 10 % af
heildarmagni eða jafnvel minna.
Mér finnst þeir fjórir tollverðir sem ég
sá í tveimur hliðum flugstöðvarinnar
um daginn vinna mikilvægt forvarnar-
starf. En aumingja mennirnir voru svo
fáir að aðeins tvö hlið voru opin. Á
sömu einni og hálfri klukkustund var
nær öllum flugflota millilandaflugsins
sigað inn til lendingar. Ef þessir ágætu
tollverðir hefðu átt að sinna starfi sínu
eins og þeir eílaust hefðu viljað þá væri
ég sjálfsagt ennþá þar að bíða eftir eig-
inkonunni frá London.
Miðbæjarstarf
Forvamarstarf er að sjálfsögðu unnið af
fleirum en tollvörðum okkar ágæta
lands. Miðbæjarstarf KFUM og KFUK er
starf sem er fólgið í þvi að nálgast ung-
linginn á þann hátt að honum sé sýnd
virðing og traust. Grundvöllurinn er
Kristur. Miðbæjarstarfið eins og það er
starfrækt nú hófst haustið 1996. Þrem-
ur ámm áður en það gerðist hafði Helga
Hróbjartsdóttir kallað saman hóp til að
biðja fyrir miðbænum og ástandinu þar.
Þá var innréttuð bænastofa í húsnæði
KFUM og KFUK niðri í Austurstræti 20.
í þessum bænahópi var Gisli Friðgeirs-
son. í kjölfarið af þessu bænastarfi kvikn-
aði löngun hjá honum til að hrinda meira
og virkara starfi í framkvæmd til að ná
betur til unglingana.
Hugmynd Gísla er einnig fengin frá
starfi séra Friðriks Friðrikssonar. Rétt
íyrir aldamótin síðustu hafði séra Friðrik
verið beðinn um að líta eftir sjómönnum
hér í Reykjavík. Þeir voru ungir aðkomu-
menn sem í landlegum sínum stunduðu
krámar og eyddu fé sínu þar. Séra Frið-
rik gekk á milli kráa talaði við menn og
bað fyrir þeim. Má segja að þetta hafi
verið vísir að miðbæjarstaríinu.
Á föstudagskvöldum er rabbloftið eða
loftstofan eins og hún er oft kölluð opin
í húsnæði KFUM og KFUK. Það er varla
hægt að hugsa sér betri stað til slikrar
starfsemi. í miðju „partýinu" mikla eins
og ég nefndi i upphafi.
Unglingarnir byrja að tínast inn til
okkar um hálf-ellefu leytið. Mörg eru
farin að þekkja okkur og við þau. Það
liggur misvel á þeim og sum eru drukk-
in en önnur ekki. Sum em glöð og kát
og önnur eru sorgmædd. Við heilsum
þeim og bjóðum þau velkomin og einnig
er þeim boðið uppá heitt kELkó og kex og
er það alltaf kærkomið.
Reynt er að fylgja þeim eftir til sætis og
opna umræður. Það gengur reyndar mis-
jafnlega vel að ná sambandi við þau enda
er sjálfsagt misjafn tilgEmgur heimsóknar
þeirra til okkar. Umræðumar em oftast
almennar í byrjun en þegar slciknar á fer
að verða gaman. Undir niðri býr mikið
fróðleikshungur og umræðumar beinast
nær alltaf að trúmálum. Á þvi sviði virð-
ist vera mikið næringarleysi. Spuming-
um rignir yfir. Hver skóp eðlurnar og
hver eyddi þeim? Er djöfullinn og Guð
einn og hinn sami? Af hveiju fæðist mað-
urinn syndugur? Er synd að vera kyn-
villtur? Af hverju má maður ekki hefna
sin? Þannig mætti lengi telja. Jafnvel
Biblían hefur ekki öll svörin.
Það er miklu erfiðara og meiri kúnst
að hlusta heldur en að tala. Það sem við
gerum er að sýna kærleika og reyna að
koma þvi inn hjá unglingunum að ekk-
ert þeirra sé minna mikilvægt en annað
og að þau séu jafnmikilvæg og við öll.
Þegar börnin finna að það er einhver
sem nennir að hlusta og er gott að tala
við taka stundum stíflur tilfinninga
þeirra að bresta. En ég tek það fram að
það em íleiri en við í miðbæjarstarfinu
sem kunn að hlusta.
Trúin gefur von og styrk
Unglingar eru mjög þakklátt fólk og
hafa mjög frjótt ímyndunarafl en ung-
lingamir sem hér um ræðir hafa veikari
varnir og er hættara við freistingum.
Kristur er fullkomin og djöfullinn sá
ekki við honum en hann sér við okkur
mannfólkinu. Við uppi á rabbloftinu
viljum vera sáðmenn Drottins og sá í
akur hans, akurinn sem hann elskar,
sá fræunum sem hann gefur okkur. Sá
trú, von og kærleika.
Unglingar standa oft frammi fyrir sið-
ferðisspumingum alveg eins og við full-
orðna fólkið. Þeir þurfa að geta þekkt sitt
innra eðli, sinn innri slyrk, vegið og metið
hvað sé rétt og rangt, hvað sé freisting og
hvað ekki. Helsta verk hins illa er að sá
efa í hjörtu fólks. Það er að fá fólk til að
efast um að rétt sé rétt, að aivegaleiða frá
sannleikanum, eigin trú og sannfæringu.
Það er sú trú sem við reynum að sá í
hjörtu unglinganna, trúin á Jesú Krist.
Það er okkar sannfæring að mikill trú-
arstyrkur sé besta vörn unglingsins
gegn öllum þeim hættum og freistingum
sem að honum steðja. Trúin gefur von
og styrk.
í þessu sambandi langar mig til segja
frá tilraun sem gerð var af nokkrum sál-
fræðingum í Bandaríkjunum á síðasta
áratug. Tilraunin fjallaði um hversu
langt væri mögulegt að fá fólk til að gefa
öðmm einstaklingi rafstraum upp íýrir
hættumörk. Aðstæður voru þannig að
þeir sem gáfu rafstrauminn héldu að
einhver væri tengdur við straumgjafa
sem hann stjórnaði. Síðan voru allir
hvattir til að gefa straum. 70% af þeim
sem gáfu strauminn var hægt að fá til
að gefa svo mikið rafmagn, samkvæmt
mæli sem allir höfðu fyrir framan sig, að
viðkomandi straumþoli hefði látist af
völdum hans. 30% prósentin sem ekki
fengust til að gefa straum upp fyrir
hættumörkin voru síðan rannsökuð.
Það var eitt sem þau áttu sameiginlegt.
Þau áttu trú, trú á Jesú Krist. Þessi til-
raun segir meðal annars hversu mikil-
væg trú manna er þegar reynir á sið-
ferðilega ákvörðun.
Það ríkir víða upplausn hjá ungling-
um í þessum efnum. Margir frægir
hljómlistarmenn og aðrar fyrirmyndir
þeirra eru yfirlýstir trúleysingjar og
stunda ýmis konar djöíladýrkun. Þessu
fáum við að kynnast uppi á rabbloftinu.
Sumir unglinganna eru hreinlega
satanistar, dýrka hið illa og vonda i
heimi hér. Þau afneita hinu góða og eru
mjög reið út í alla. Einhvem tima á lífs-
leið þeirra hefur eitthvað mikið farið úr-
skeiðis.
Við unglinga sem þannig er ástatt íýr-
ir er mjög erfitt að skylmast þótt það sé
með sverði Krists. Við slíkar aðstæður
verðum við einnig að vera vopnuð skildi
hans. Við sáum en við vitum ekki hvað
við uppskerum. Við þurfum kannski
ekki að vita það. Það nægir okkur að
starfa í vilja Drottins og fela afganginn í
hans hendur.
Grein þessi byggir á erindi sem flutt var á ráðstefnu
Biblíuskólans við Holtaveg 24. október 1998
undir yfirskriftinni: „Unglingar í vanda“.