Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 8
Unglingurinn
og samfélagið
egar rætt skal um trú, kirkju
og unglinga er mikilvægt að
beina sjónum að þeim menn-
ingar- og felagslegu aðstæðum
sem unglingar búa við hverju
sinni. Við erum öll og alla ævi næm fyrir
umhverfi okkar og mótumst af þvi bæði
meðvitað og ómeðvitað. Aldrei erum við
þó viðkvæmari í þessu efni en á ungl-
ingsárum. í raun má færa fyrir þvi rök
að unglingurinn sé bókstaílega skapað-
ur af því samfélagi og menningu sem
hann býr við. Þar á ég við hinn einstaka
ungling sem er fljótt á litið - en bara
fljótt á litið - alveg eins og allir hinir
unglingarnir en er þó aðeins til í einu
eintaki og er þvi ómetanlegur. Ég á þó
ekki síður við unglinginn sem slíkan eða
hugtakið, fyrirbærið sem orðið vísar til.
Unglingur er nefnilega ekki náttúrulegt
eða líffræðilegt fyrirbæri. Mannvera á
ákveðnu aldursbili (segjum 13-18 ára)
er ekki alltaf og alls staðar unglingur.
Hér er fyrst og fremst um félags- og
menningarlegt fyrirbæri að ræða og það
er meira að segja fremur nýtt.
Unglingur verður til
í samfélögum á borð við það sem hér
var við lýði fram um síðustu aldamót og
raunar enn lengur víða um land skiptist
mannsævin í fá og vel aðgreind aldurs-
skeið. Oft eru þau talin Ijögur: Bemska,
ungdómsár, fullorðinsár og elli. Þá var
litið svo á að bemskunni lyki við fjórtán
til fimmtán ára aldur eða um svipað
leyti og unglingsárin hefjast nú. Ung-
dómsárin stóðu hins vegar mun lengur
eða a. m. k. langt fram á þrítugsaldur.
Ellin hófst aftur á móti mun fyrr en nú
eða um fimmtugt, þ. e. á þeim aldri sem
er ugglaust talinn með bestu ámm æv-
innar nú á dögum.
Hver einstaklingur fetaði sig hægt og
örugglega gegnum þetta tiltölulega ein-
falda lífshlaup. Þegar að skilum tveggja
æviskeiða kom var þessi áfangi á lífs-
leiðinni meira að segja markaður með
sérstakri, kirkjulegri athöfn. Fæðing og
skírn mörkuðu upphaf bernskunnar,
ferming upphaf ungdómsáranna, brúð-
kaupið var til marks um að fullorðinsár-
in væm hafin og ellinni lauk með dauða
og kristilegri útför. Einna helst má segja
að mörkin milli fullorðinsára og elli hafi
verið á floti. Þau voru þó oft líka vörðuð
helgiathöfn, þ. e. greftrun eiginmanns
eða eiginkonu, en oft leiddi makamissir
til þess að fólk brá búi og vék þar með
fyrir yngri kynslóð. Þessi „ævisaga" á þó
aðeins við um þá sem gengu í hjóna-
band. Það átti hins vegar ekki við um
alla. Stofnun hjónabands krafðist jarð-
næðis og eigna. Það voru þvi hlutfalls-
lega mun færri sem giftust í „den tid“ en
nú gerist. Þeir sem ekki höfðu bolmagn
til þess töldust hins vegar til ungdóms-
ins mun lengur en fyrr greinir, jafnvel
allt fram undir fertugt. Þeir vom a. m.
k. ekki sjálfs sín ráðandi. Ungdómsárin
náðu þannig beint eða óbeint yfir alla
þá sem lutu stjórn annarra eða voru
vinnuhjú. Það var þvi félagsstaðan en
ekki aldurinn sem réð úrslitum. Hér er
það þvi félagsfræðin en ekki líffræðin
sem sker úr um skilgreiningar.
Þannig leit ævin út í samfélögum með
einfalda innviði og litla yfirbyggingu. At-
vinnuvegurinn var raunar aðeins einn,
landbúnaður, og menn lærðu til verka
með þátttöku í bústörfum. Nú er öldin
önnur. Æviskeiðunum hefur fjölgað og
mörk þeirra orðið óljósari. Ef til vill er
ekki fjarri lagi að skifta ævinni fram til
þess er ungmenni verða lögráða niður í
eftirfarandi skeið:
Yngstu börnin til 3 ára
Forskólaaldur 3-6 ára
Bemska 6-9 ára
„TlT'-aldur 10-12 ára
Unglingsár 13-18 ára.
í sumum tilvikum er þó óljóst hvenær
einstaklingurinn færist af einu aldurs-
þrepi til hins næsta. Umfram allt er ein-
staklingsbundið hvenær barn verður
unglingur og þar ræður lífefnafræðilegt
jafnvægi í vefjum líkamans aðeins
nokkru um. Það sem meiru veldur eru
kröfur umhverfisins til einstaklingsins,
væntingar hans til þess og hugmyndir
hans um sjálfan sig. Allt leiðir þetta til
þess að þegar einstaklingur fer að sýna
ákveðna „takta“ eða atferli - fer að
hegða sér eins og „gelgja“ - telst hann
unglingur. Líkamsþroski getur síðan
verið með ýmsu móti. Hann verður síð-
an fullorðinn er hann leggur af hegðun-
armunstur unglingsins.
Breyttar aðstæður
Það sem helst skýrir þá miklu Ijreytingu
sem orðið hefur á lífsmunstri bama fram
til 18 ára aldurs og hefur í raun „skapað"
unglinginn í nútímamerkingu eru fýrst
og fremst þær þjóðfélagsbreytingar sem
gengið hafa yflr s.l. 100 ár eða svo. Fýrr
á öldum mynduðu tvær altækar stofn-
anir íyrirferðarmikinn ramma utan um
gjörvallt líf fólks. Þar á ég við heimilin til
hversdags og kirkjuna til spari.
Fyrr á tíð voru heimili vissulega mis-
stór. Mikill ungbarnadauði, lágur með-
alaldur og smæð búa ollu þvi að ilest ís-
lensk heimili voru fámenn. Stór heimili
voru þó einnig til og samanstóðu þau af
hjónum, börnum þeirra, hugsanlega
foreldrum eða a. m. k. foreldri annars
hvors hjóna, hjúum og hugsanlega öðr-
um með óbeinni tengsl við heimilið,
húsfólki, niðursetningum eða enn öðr-
um. Hvort sem heimilið var fámennt eða