Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 24
V
ið mennirnir sjáum svo
skammt, höfum ekki innsýn
í framtíðina hvað þá eilífð-
ina. Við erum eins og ferða-
maður á óþekktum vegi eða
troðningi, vitum ekki hvað bíður handan
við næstu beygju eða hvort vegurinn
mun liggja um grösuga velli eða mýrar.
Hvernig skyldi það vera að geta virt
fyrir sér veginn og vegferðina að ofan?
Það er ekki á færi okkar mannanna, það
getur aðeins sá sem stendur utan við
hið skapaða, sá sem breytist ekki en er
alltaf hinn sami. Drottinn einn þekkir
vegu mannsins en í Sálmi 1 fáum við
vissa innsýn í það hvernig Guð sér veg-
ferð mannsins.
Sæll er sá maður,
er eigi fer að ráðum óguðlegra,
eigi gengur á vegi syndaranna
og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð
að háði,
heldur hefir yndi af lögmáli Drottins
og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.
Hann er sem tré, gróðursett hjá
rennandi lækjum,
er ber ávöxt sinn á réttum tíma,
og blöð þess visna ekki.
Allt er hann gjörir lánast honum.
Svo fer eigi hinum óguðlega,
heldur sem sáðum, er vindur feykir.
Þess vegna munu hinir óguðlegu eigi
standast í dóminum
og syndugir eigi í söfnuði réttlátra.
Því að Drottinn þekkir veg réttlátra,
en vegur óguðlegra endar í vegleysu.
Á rangri leið
Hvað er það að vera sæll? í hverju er það
fólgið? Við sjáum af samhenginu hér að
það þýðir að hafa það sem skiptir máli.
Þar skilur milli feigs og ófeigs. Mönnun-
um er hreinlega skipt í tvo hópa eftir því
hvort þeir eru sælir eða ekki.
Hvernig er svo sá sem er sæll? Við
fáum fyrst að heyra hvernig hann er
ekki. Um leið fáum við lýsingu á þeim
sem tilheyra hinum hópnum. Þetta er
sett fram í þremur liðum, sem sýna
ákveðna stigmögnun.
Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum
óguðlegra. Þetta er fyrsta stigið. Hvað er
það að fara að ráðum óguðlegra? Hver
eru „ráð óguðlegra" í okkar samtíð? Þau
geta birst á svo margan hátt. Þau geta
komið undir yfirskini visinda eða þekk-
ingar. Þau geta komið sem freistandi til-
boð auglýsinganna: „Þú átt það skilið."
Þau geta jafnvel sótt rökstuðning í Biblí-
una. Frægasta dæmi um óguðleg ráð af
því tagi er eílaust ritningartilvitnanir
djöfulsins í eyðimörkinni. Ráð óguðlegra
eru í andstöðu við vilja Guðs. Sá sem
hlýðir þeim tekur fyrsta skrefið burtu
frá skapara sínum. Kannski koma þessi
ráð stundum til okkar án þess að við
tökum eftir þeim. Það er kannski eitt-
hvað í umhverfinu sem hefur áhrif á
okkur, skoðanir vina og vinnufélaga,
einhæfur fréttaílutningur eða atriði í
sjónvarpsmynd sem gerir það að verk-
um að okkur finnst við ekki geta fylgt
gamaldags ráðleggingum sem virðast út
í hött í nútímasamfélagi.
Sæll er sá maður, er eigi gengur á vegi
syndaranna. Þetta er næsta skref. Nú er
ekki eingöngu farið eftir einni og einni
ráðleggingu sem stríðir gegn vilja Guðs,
nú hefur verið tekin ný stefna, valinn
nýr vegur. Nú er það ekki bara ein og
ein freisting sem fallið er fyrir, kannski
meira og minna ómeðvitað. Nei, nú er
stefnan tekin burt frá Guði og vilja hans.
Þá er maðurinn á eigin vegum.
Hvernig birtist þetta á okkar tímum?
Ef það að fara að ráðum óguðlegra er
að víkja frá vilja Drottins stöku sinn-
um þegar þannig stendur á, þá er það
að ganga á vegi syndaranna að tileinka
sér ákveðinn lífsstíl eða lífsstefnu sem
er á skjön við vilja Guðs. Það getur ver-
ið um að ræða markviss skattsvik eða
íjármálamisf'erli, framhjáhald eða eig-
inhagsmunapot, sviksemi eða ótrú-
mennsku. En það getur líka verið að
hafna kristnum gildum á minna áber-
andi hátt. Til dæmis með því að nota
svo mikinn tíma til að horfa á sjón-
varp, lesa blöð eða vinna yfirvinnu að
það verður enginn tími til að lesa Biblí-
una og rækja samfélag trúaðra. Áður
en við vitum af erum við farin að gera
allt eins og allir aðrir. Heimspeki nú-
tímans, sem birtist einna skýrast í íjöl-
miðlunum, hefur sömu áhrif á okkur
og alla hina.
Sæll er sá maður, er eigi situr í hópi
þeirra sem hafa Guð að háði. Þetta er
lokastigið. Nú er ekki nóg með að farið
séð að ráðum óguðlegra og gengið á vegi
syndaranna. Hér er verið að tala um þá
sem eru komnir í innsta hring þeirra
sem afneita Guði, hæðast að honum og
vinna jafnvel markvisst gegn ríki hans,
leiða aðra til glötunar.
Hér er ekki lengur verið að ræða um
hið ómeðvitaða eða skeytingarleysið.
Nei, hér er verið að ræða um markvissa
og úthugsaða afstöðu, tekna með köldu
blóði. Viðkomandi vill ekki vita af neinu
sem Guðs er hvað þá beygja sig fyrir
honum. Það verður ekki þolað að skap-
arinn sé vegsamaður hvað þá að frelsar-
inn sé tilbeðinn.