Bjarmi - 01.05.2000, Page 14
Föstudagur um kl. 9
Þegar komið er til Golgata er þvertréð
lagt á jöróina ogjesús látinn leggjast
með axlirnar á grófann viðardrumbinn.
Hermaður þreifar eftir réttum stað á
hönd Jesú og neglir því næst þungan
járnnagla í gegnum höndina og á kaf í
viðinn. Fornleifræóingar hafa fundið
nagla sem notaðir voru til krossfestingar
og eru þeir um 15 sm langir. Hermaður-
inn neglir nú í gegnum hina höndina en
aðgætir að strekkja ekki um of á hönd-
unum, heldur leyfir ákveðinn sveigjan-
leika.
Sérfræðingum ber ekki saman um hvar
neglt var í hendur Jesú. Franski skuró-
læknirinn Pierre Barbet hefur rannsakað
krossfestingar og er virtur á því sviði.
Hann telur að neglt hafi verið á milli
tveggja beina í úlnlió, því ef neglt hefói
verið í lófann hefði naglinn rifnað út úr
lófanum vegna líkamsþungans. Þessu er
Frederick T. Zugibe, prófessor í meina-
fræói við Columbia University, ósam-
mála. Hann fullyrðir að neglt hafi verið í
ákveðinn stað lófans, þar sé besti staður-
inn og að hann haldi vel líkamsþungan-
um.
Föstudagur kl. 9-1 5
Þvertréó er nú híft upp og fest efst á
staurinn. Vinstri fæti er ýtt aftur aó þeim
hægri og með báða fætur rétta fram og
tær niður er nagli rekinn í gegnum rist-
arnar og gætt að því að hné séu ekki
læst. Jesús hangir nú á krossinum og
fljótlega fer líkaminn að síga. Það verður
til þess að aukinn þungi færist á sárin í
höndunum sem leiðir svo til óbærilegs
sársauka fram í fingurgóma og upp eftir
14