Bjarmi - 01.05.2000, Page 25
Flesta daga gengur hann langar leiðir til að
vitja um biblíuleshópana og 50 km er ekki
mikið í hans augum.
Þú sagðir að þið bœðuð fyrir þörfum fólks -
hverjar eru þœr helstar?
- Vandamál fólks eru mörg. Sumir eru
fátækir, aðrir veikir, enn aðrir haldnir ill-
um öndum. Ef svo er rekum við þá út,
biðjum fyrir fólkinu og skipum öndunum
að hafa sig á brott.
Hverniggreinið þið að fólk sé haldið illum önd-
um en eigi ekki við sálræna eða geðrœna erfið-
leika að glíma?
- Sumir hafa þá gjöf að geta greint
þetta. Vió sjáum oft að þessu fólki fer að
líða illa þegar við syngum lofsöngva um
Jesú og sumir fara að tala eða muldra án
þess að hafa stjórn á því. Fólkinu veróur
illt um allan líkaman vegna alls kyns
verkja sem engin skýring er á. Þá tökum
við þessa einstaklinga til hlióar, biðjum
fyrir þeim og skipum öndunum á brott.
Þetta er ósköp hversdagslegt fyrir okkur
og engin læti í kringum það. Jesús er sig-
urvegarinn, hann hefur keypt þetta fólk
með blóði sínu og margir hafa leyst und-
an illu valdi og læknast af sjúkdómum.
Hvaða ástceðurgcetu verið fýrir þessu?
- Þær geta verió margs konar. Hjá mörg-
um tengist þetta forfeðradýrkun sem
fólk hefur tekið þátt í eða að það hefur
leitað til töfralækna. Sumir virðast jafn-
vel vera undir einhverri bölvun, annað
hvort vegna einhvers sem forfeðurnir
hafa gert eða vegna þess að bölvun hef-
ur verió kastað á þá. Hjá öðrum viróist
engin augljós ástæða. Ég tek fram að
þetta er þá fólk sem ekki er kristió eða
fólk sem hefur snúið baki við trúnni. En
vald hins illa þarf aó brjóta og það get-
um við aðeins gert í nafni Jesú.
Ljóst er að trúin er líf og barátta. Er einhver
sérstök minningsem þú átt íþvísambandi?
- Já, ég hef lent í ýmsu og margir hafa
valið aó vera óvinir mínir, líklegast vegna
þess að Guð hefur blessað þetta starf og
óvinurinn vill stöóva það. I fyrra fyrir
tæpu ári var eitrað fyrir mér. Ég veit ekki
hverjir það voru en grunar að einhverjir
af leiðtogum kirkjunnar hafi staðið að
baki. Ég var meðvitundarlaus í 12 daga.
En síðustu nóttina dreymdi mig draum.
Ég var staddur á stóru, opnu svæði eins
og íþróttavelli með fjölda fólks af alls
kyns kynkvíslum og allir voru veikir. Þeir
virtust bíða dauðans. Þá kom ég auga á
engil sem kallaði á mig og spurði hvers
vegna ég væri hér. Ég svaraði því til að
þaó hlytu að vera einhver mistök. Þá
sagði hann mér að fara út. Ég sagóist
ekki geta opnað hliðin en hann svaraói
þá að hann skyldi hjálpa mér og fórum
við saman til þess. Stuttu síðar vaknaði
ég alheill. Læknirinn var hissa og hélt
ásamt konunni minni að ég væri orðinn
skrýtinn þegar ég sagðist ætla að
skreppa út í bæ. En þetta er eitt af mörg-
um dæmum um mátt Guðs í lífi þeirra
sem fylgja Jesú og þrá að vera hans.
Nú þekkir þú talsvert til ÍEvrópu, hvað sérð þú
sem helstan mun á Evrópubúum og Afríkubú-
um?
- I Evrópu eru ekki eins mörg vandamál
og hér og fólk ekki í eins mikilli þörf fyrir
hjálp. Fólki finnst það geta séð um sig
sjálft og hefur ekki þörf fyrir fagnaðarer-
indió. Margir hafa ekki einu sinni þörf
fyrir að biðja. Þar vantar víða kjölfestu
og margir ánetjast eiturlyfjum, mikið ^r
um skilnaði og margir láta sig Guð engu
varða. Hér á Guð enn rými í hjörtum
fólks og margir þrá að þekkja Guð. Það
þráir aó Guó leiði þaó og hjálpi því í öll-
um kringumstæðum. Enn er þorstinn
eftir Guði mikill. Fólk tekur við orði
Guðs. Ég held líka að auóveldara sér fýr-
ir fátækt fólk en ríkt að leita eftir og
þiggja hjálp Guðs. En Evrópubúar eiga
enn von og tækifæri til iðrunnar. Ég hef
sjálfur verið vitni að því að margir hafi
snúið sér til Jesú í Evrópu.
Hvað varóar kirkjuna þá er hún víóast
hvar betur sett í Afríku en í Evrópu. And-
legt ástand er mun betra og meira líf
eins og það kemur mér fyrir sjónir. I Evr-
ópu er mikil þörf fýrir boóun, að ná út til
fólks meó fagnaðarerindið, svo það skilji
og taki vió því sem boðskap fýrir sjálft
sig. Margar kirkjur hér í Afríku eru opnar
fyrir áherslu á náðargjafirnar og þátt-
töku leikmanna. Fólk er opið fýrir krafti
Heilags anda. An hans getum við ekki
staðist í þeirri baráttu sem við eigum í.
Að sjálfsögðu er þörf fýrir heilbrigða og
jákvæða leiðsögn á þessu sviði.
Hvert er helsta vandamál kirknanna ÍAfríku?
- Ég sé einkum tvennt. í fýrsta lagi eru
leiótogar kirkjunnar margir mjög upp-
teknir af fjármunum. Þeir vilja frekar fá
meiri peninga en fleira fólk. Þannig
missa þeir marks og sjónar á því sem er
mikilvægast. I öðru lagi er þátttaka
þeirra í stjórnmálum. Allir þurfa að tjá
sig um allt. Andlegt starf kirkjunnar
lendir á hakanum og hreint og beint
gleymist. Margir leiótogar stóru kirkn-
anna eru fastir í forminu og hefðunum.
Þeir leggjast gegn vakningar- og endur-
nýjunarstraumum sem gætu orðið safn-
aðarlífinu til bjargar. Sumirvilja umfram
allt halda í völdin. Þess vegna brjóta
hópar sig út úr og stofna sjálfstæða
söfnuði.
Hér í Pókot finnst mér frábært að vera.
Kirkjan er opin og fólk er einlægt í
trúnni. Mér finnst hún vera hrein og
ómenguð þó svo ég viti að þið eigið við
ykkar vandamál að stríða. Eldurjesú býr
í hjörtum fólksins. I guðsþjónustunum er
sungið af öllum krafti og allur líkaminn
er með. Maöur kemst ekki hjá því að
hrífast með.
Ebenezer á konu og þrjú börn. Hann
er mikió að heiman, nær alla daga.
Flesta daga gengur hann langar leiðir til
aó vitja um biblíuleshópana og 50 km er
ekki mikið í hans augum. Þú hlýtur að
slíta mörgum skóm á ári? - og ég kíki á
lúna, vel pússaða fótlagaskóna.
Hann brosir út að eyrum og gleðin og
friðurinn streymir frá honum. Hann er
auðmjúkur maður og sjálfsvorkunn er
ekki að finna í fari hans þó svo að hann
hafi engar fastar tekjur. Það er án efa oft
þröngt í búi hjá honum.
Þar með sláum við botn í spjallið. Eb-
eneser er lifandi vottur og baráttumað-
ur. Hann minnir okkur enn og aftur á að
við getum ekki sett traust okkar á neitt
annað en Jesú. Hann er frelsarinn, vinur-
inn í daglegu lífi og Drottinn okkar í
stóru og smáu.
<
25