Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 3
Hvaó stoðar þaó manninn...? Guðfræðingurinn Paul Tillich mun hafa sagt: „Það sem varðar manninn mestu eru trúarbrögó hans.“ Ekki er víst að allir taki undir þetta og finnist ef til vill full- mikið sagt að tala um trúarbrögð í þessu sambandi. Þetta má þó til sanns vegar færa og benda á að það sem er mönnum mikilvægast í lífinu verður þeim gjarnan ástríða og jafnvel ígildi trúar- bragóa. Eitt af því sem hefur löngum orð- ió mönnum hugleikið eru peningar og auðæfi. Eftirsóknin eftir auói og efnisleg- um gæðum hefur á stundum heltekið menn svo að fátt annað hefur komist að nema þaó að græða sem mest. Eignir og auðæfi varða þá mestu og verður í raun að trú- arbrögóum þeirra. Nútíminn á Vesturlöndum einkennist mjög af markaðs- og neysluhyggju. Lögmál markaðarins eiga að ráða. Fólk sækist öðru fremur eftir veraldlegum gæðum. Það trúir á verðbréfasjóðina samkvæmt auglýsingu frá einu verðbréfafyrirtækjanna. Allt miðar að því að græða sem mest. Því fylgir svo oft eigingirni og stöðug umhugsun um eigin hag þannig að náung- inn og þarfir hans gleymast. Jesús varaói við hættum auðæfanna. Oró hans í Fjallræðunni eiga enn þá við: „Enginn getur þjónaö tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýóist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guói og mamrnón" (Matt. 6:24). Hættan er sem sé sú að í stað þess að treysta Guði og þjóna honum tökum við að treysta á peninga og efnis- leg gæði og leggja allt í sölurnar fýrir þau. Hér má einnig minna á önnur oró Jesú: „Hvaó stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni“ (Mt. 16:26). \ Hér er ekki verið aó tala gegn því að sýna ráðdeild og skynsemi í fjármálum eða mæla með því hafna öllum efn- islegum gæðum. Hér snýst málið um það hverjum við þjónum. Guó gefur okkur margvíslegar og góóar gjafir. Þær ber okkur að þakka fyrir og fara vel með og nota þær til aó þjóna honum. Við getum glaðst yfir afrakstri vinnu okkar og notið gæðanna sem hann veitir. En á tímum markaóshyggju, neysluæðis og lífsgæóa- kapphalups er hins vegar auðvelt að láta glepjast og helga sig algjörlega þjónustunni við mammón. Jesús áminnir okkur hins vegar og segir okkur að leita fýrst ríkis Guðs og réttlæt- is, þá muni það sem við þörfnumst í efn- islegu tilliti veitast okkur að auki. Ef til vill þurfum við að temja okkur hina hóg- væru bæn í Oróskviðunum (30:8): „Gef tnér hvorki fátækt né auðæfi, en veit mér minn deildan verð.“ «0 • H > «o nj 2 Oj t/1 . /Cj, //WWWl4K>V Tv kos Eftirlaetis ritningar- JLm I staðurinn Magnea Sverrisdóttir, hugleiðir einn afeftirlcetis ritningarstöðunum 4Guó og mammón Ragnar Schram rceðir við tvo kristna fja'rmálamenn um trú og fja'r- mál ogspurninguna um pjónustu við Cuð eða mammón. 8l<vikmyndin um Jesú Árið 7 979 var frumsýnd kvik- mynd um Jesú Krist. Hún hefur verið sýnd víða um heim ogjafnvel talið að prír og hálfur milljarður manna hafi séð hana. Ragnar Schram kynnir myndina fýrir lesendum Bjarma. Hákirkjumenn á jLmAm strigaskóm Sr. Vigfús Ingyar Ingvarsson segir frá ferð sem hann fór til að kynna sér fullorðinsfrœðslu íensku kirkjunni. Guðfræði Lúthers fcU Nýlega kom út bók eftir dr. Sigurjón Árna Eyjólfsson um guðfrœði Marteins Lúthers. CunnarJ. Cunn- arsson tók Sigurjón tali afpessu til- efni. ^QÁ feró til Afríku ^iO Ungt fólk heimsótti kristni- boðssvceðin ÍEpíópíu íágústsl. Við fáum að slást í fór með peim. Auk þess: «<g Bob Dylan I Henning E. Magnússon fjallar um bandaríska tónlistar- manninn Bob Dylan og kannar hvernig Biblían og kristin trú hef- ur birst ílíp hans og Ijóðum. 16 Biblíufræóslan Margrét Jóhannesdóttir fjall- Tónlistarkynning, umfjöllun um nokkrar vefsíður og fréttir afkristni og trúmálum um víða veröld. ar um bcenina og mátt hennar. ■ Tímarit um kristna ti ™ 94. árg. 4. tbl. nóvember 2000 Útgefendur: Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Henning Emit Magnússon. Kjartan Jónsson og Ragnar Schram. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavik, sími 588 8899, fax 588 8840, vefslóðir www.kfum.is og sik.is. Árgjald: 2.800 kr. innanlands, 3.300 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu 590 kr. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson o.fl. Prentun: Prentmet. Ragnar Schram Henrímg Emil Friðrik Jensen Margrét Magnússon Jóhannesdóttir Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.