Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 26
_________________J. Guðfrceði Lúth er sumé Rætt við Sigurjón Árna Eyjólfsson um nýja bók hans um guófræói Marteins Lúthers Viðtal: GunnarJ. Gunnarsson Mðfr** Wartej- L*C - Bókin er í rauninni eólilegt framhald af doktorsrigerðinni minni en í henni fjallaði ég um samband kenningarinnar um réttlætingu af trú við sköpunina. Við þá vinnu vaknaði áhugi minn á að þrengja aðeins sjóndeildarhringinn og huga að einstaklingnum frammi fyrir Guði og heiminum. Hugmyndin var að athuga inntak huggunarboðskapar fagn- aðarerindisins og velja þá einhvern guð- fræóing sem er þekktur úr sögu kirkjunn- ar sem huggunarpredikari. Þá fannst mér eðlilegt að huga að Marteini Lúther og einnig að afmarka mig við eitthvert sér- svió. Þá varð úr að athuga sérstaklega predikanir hans út frá Jóhannesarguð- spjalli. Þær eru frægar en lítt rannsakaðar. Hefur þetta ekki verið margra ára verk? Verkið vatt smam saman upp á sig og ég er búinn að vera að þessu meira og minna undan- farin níu ár. Ég hef verið það heppinn að njóta skilnings og stuðnings fjölskyldunn- ar. Þá hefur mér tekist mjög vel að aðlaga þetta starfi mínu sem héraðs- prestur þar sem ég hef m.a. haft með höndum ýmiss kon- ar fræðslu og einnig predikun- Hið íslenska bókmenntafélag gaf út fyrir skömmu bók eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson um guðfræði Marteins Lúthers. Sigurjón Árni er doktor í guð- fræði frá háskólanum í Kiel og starfar sem héraðsprestur í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra ásamt stundakennslu vió guðfræðideild Háskóla íslands. Bjarma lék forvitni á að vita hvað fær íslenskan guðfræóing til aó ráðast í það stórvirki að skrifa bók um guófræói Lúthers. arklúbb fyrir prestana. Einnig hefur vinn- an við bókina gagnast í stundakennslu sem ég hef haft með höndum í guðfræði- deild Háskólans. Ég fékk enn fremur styrk frá Rannsóknarráði íslands sem ég gat notað til að greiða aðstoðarmönnum fyr- ir vinnu sem þeir lögðu fram. Hvað einkennir guðfræði Lúthers? - Kjarninn í kenningu hans er áherslan á kærleika og náð Guðs sem maðurinn á óskerta í Kristi og meðtekur í trú og þarf sjálfur ekkert að leggja fram til þess að vera þess verður. I Ijósi þess að Guð virðir manninn eins og hann er og tekur við honum sem syndara og veitir honum virðingu sem barn sitt þá lærir maðurinn að virða sjálfan sig, heiminn og náunga sinn. Þetta er kjarninn. Þetta gefur rétta sýn á veruleikann. Þarna er grundvöllur- inn að áherslu Lúthers á lögmál og fagn- aðarerindi. Hefur Lúther verið misskilinn og rang- túlkaður hér á landi? - Það er ekki tilviljun að einn af lengri köflunum í bók minni er túlkunarsagan. Ég hafði kaflann ítarlegan til þess að fólk gæti fengið innsýn í lútherska guðfræði frá dögum Lúthers og til dagsins í dag og hvernig Lúther hefur verið túlkaður eða rangtúlkaður. Ég held að þeir sem lesa þennan kafla geti mjög vel staðsett sína eigin mynd af Lúther innan þessarar túlk- unarsögu. Lúther hefur vissulega bæði verið rétt- og rangtúlkaður eins og gjarn- an vill verða um mikla hugsuði. A

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.