Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 18
lausn heimsins það að endurbyggja þessa vídd tilverunnar sem hefur verið hundsuð í kirkju gagntekinni af efnis- hyggju. Gegnum sérstakar yfirnáttúru- legar upplifanir nær einstaklingurinn fyllingu í lífi sínu fyrir verk heilags anda. Samkvæmt þessum trúarskilningi eru það andlegar upplifanir eins og tungu- tal, lækning, spádómsgáfa, draumar, fylling andans, íhugun og geðhreinsun sem tengir einstaklinginn vió heilagan anda (Barrs, 1978). Þetta eru hug- myndir íklæddar kristnum búningi og sprottnar úr kristnum jaróvegi en eru ekki biblíulegar. Biblían kennir okkur að heilagur andi er persóna og ekki hin andlega vídd tilverunnar, ekki bara kraftur og orka. Við eignumst persónu- legt sarnfélag við heilagan anda þegar við tökum á móti Jesú í líf okkar sem frelsara sem dó fyrir syndir okkar. Kristió líferni og starf heilags anda snýst ekki um óvenjulega, yfirnáttúru- lega atburði, um kraftaverk sem vekja athygli, þó að þau gerist lika, heldur snýst andlegt líf um það að elska Guð og hlýóa vilja hans. Virðist þetta kannski leiðinlegt, hversdagslegt, lítió nýstárlegt, líf án frelsis? Nei, þegar vió höfum lært aó þekkja Jesú þá ætti ekk- ert að vera mikilvægara en aó lúta vilja hans. Hann lifði syndlausu lífi í baráttu gegn freistingu og dó á krossi fyrir okk- ur og sigraói dauðann og hió illa. Getur nokkuð verið merkilegra en það að fylgja slíkum manni, slíkum Guói sem elskar og fórnar svona miklu? Við get- um treyst þvf að leiðin sem hann velur er sú besta því aó hún leióir burt frá hinu illa. Að vísu getum vió búist vió að leiðin liggi í gegnum þjáningu og sjálfsafneitun því aó þannig lá leiðin hans. En við vitum að hún leiðir til sig- urs því að hann hefur sigrað. Bæn og vald yfir eigin tilveru Heiðingjar líta á bænina sem tæki til að ávinna sér hylli guðdómsins og fá hann til þess að gefa af guódómlegum nægt- um sínum. Er Guó eða guðirnir ekki til þess aó hjálpa okkur? Til hvers á að biðja til Guðs ef það virkar ekki? Mark- miðið er að ná valdi yfir eigin tilveru, rétturinn til þess að geta lifað eins og hentar okkur (Malm,1999). Bænin er notuð á okkar forsendum, í því augna- miði að Guð styðji okkar takmark, líf í hamingju, velgengni og heilbrigði. Því miður lendum við oft í sama hugsunarhætti og notum bænina sem tæki til að höndla almættið, til aó hafa áhrif á Guð, til að sigrast á eigin tilveru. Vió höldum jafnvel að ef vió biðjum nógu ákaft og innilega og helst í her- bergi þar sem við finnum fýrir nærveru Guðs aukist líkurnar til muna að okkur takist að hreyfa við almættinu. Ekki spillir fyrir ef að auki renna þar nokkur tár og röddin er grátklökk því að þá hlýtur Guð að skilja hversu mikió við elskum eða þráum að eitthvað gerist. Með mismunandi aðferðum reynum við aó vekja áhuga Guós á okkar málstað (Hallesby,1 978). I sumum kristnum hópum fylgir bæn mikill hávaói og ærslagangur. Þeir viróist hafa misst sjónar á hinu persónulega eðli Guðs og nálgast hann eins og sjálfssala. Nálgun- in er eins og Guð sé lokaður inni í búri orsaka og afleiðinga. Fyrir mátt bænarinnar er ekki einung- is leitast við aó ná valdi yfir eigin tilveru heldur líka að útrýma þjáningu og það er reynt að gera með því að reka í trú hið illa í burtu. Aðferðin minnir á sær- ingar í anda þjóðtrúarinnar. I „trúar- stökki" er gengið inn í andaheiminn og baráttan við hin illu öfl tekin upp: „Sjúkdómsandar, hlustið, þið þekkið mig - krabbamein, blinda, lömun. Ég kem ÍJesú nafni. Ég kem í valdi Andans. Ég skipa ykkur, sjúkdómsandar: Farið út úr fólki, farið frá þeim, farið í burtu frá þessum staó.“ Meó því að reka hið illa í burtu er talið að þar meó hverfi líkamleg þjáning. Samkvæmt þessum skilningi er hægt að álykta að sá sem þjáist sé meira í greipum hins illa en aðrir og vald hins illa yfir mönnunum sé líkamlegt, ekki andlegt eða móralskt. Barátta góðs og ills er í efnisheiminum eins og í ævintýr- unum (Wigen,1987). Baráttan er milli djöfuls, sjúkdóma og dauða annars veg- ar og Guðs, heilsu og lífs hins vegar. Og það er bænahetjan sem platar tröllið út í dagsbirtuna svo að það breytist í stein og prinsessan verður hamingjusöm upp frá þessu. ... „Köttur út í mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævintýri." „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu,“ sagði Jesús. Vegna þess að Guð er kærleikur forðast hann ekki þjáningu og sársauka heldur leitar hann hana þvert á móti uppi og notar í sína þjón- ustu. Það kostaði son Guðs mikla þján- ingu að frelsa okkur frá valdi hins illa sem er syndin. Þar að auki kostar frels- unin það að tímabundið verður ekki geró nein breyting á almennum lífskjör- um manna í þessum heimi. Guð hefur lagt allt undir til að frelsa okkur frá hinu illa en ekkert til aó frelsa frá þján- ingu. Þjáningin er ekki í andstöðu við hið góða heldur við hið illa - þegar hún er notuð af Guói. „Ég bið ekki, að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú varóveitir þá frá hinu illa“ (Jóh.17,15), var bæn Jesú fyrir kirkju sinni. Bæn, samband máttar og hjálparleysis Frásögnin í Mark. 9,2-29 fjallar um mátt, um bæn, og varpar Ijósi á þessa þverstæðu; mátt bænarinnar. Þrír lærisveinar eru með Jesú uppi á háu fjalli í Galíleu og eru sjónarvottar að hátign Jesú Krists. Fyrir augum þeirra birtist dýró Jesú, dýrð sem hann á frá því fyrir sköpun heimsins. Máttur hans er þeim augljós þó að þeir gerðu sér ekki grein fýrir því þá að það var fyr- ir mátt hans að allur heimurinn var orð- inn til. Lærisveinar Jesú voru í snertingu við öfl og mátt sem getur umbreytt heiminum á svipstundu í fullkomleika. Enda urðu þeir mjög skelfdir, er sagt um þá. Tveir menn birtust og voru þeir á tali við Jesú. Það voru þeir Móse og Elía. Og um hvað snerist umræðan? Það er Lúkas sem segir frá því: „Þeir ræddu um brottför hans, er hann skyldi fullna í Jerúsalem." Umræðuefnið var dauði Jesú. (sjá Lúk. 9,28-36). Hér birtist okkur myndbrot af guðs- ríkinu. Er það ekki undarlegt að á þess- um dýrlega stað og stund snýst samtal- ió um dauðajesú? En það er kannski ekki svo undarlegt, því að allt stendur og fellur meó þeim atburði í hjálpræðis- sögu mannkynsins. Fórnardauói Jesú ræður úrslitum og má fyrir engan mun fara úrskeiðis. Bæói Móse og Elía vita þaó aó ef Jesús fullnar ekki verkið, að deyja fýrir syndirnar, væri allt þeirra Iff og starf, sem þó var hlaðið yfirnáttúru- legum atburóum, til einskis. A meðan 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.