Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 25
Hljómar kynna Jaci Velasquez Hrönn Svansdóttir Ung er hún. Þó var hún mun yngri þegar hæfileikar hennar komu fýrst í Ijós. Það var áður er hún lærði að ganga og tala er foreldrar hennar tóku fyrst eftir því að hún smellti fingrunum í takt við þá tónlist sem þau voru aó spila. Jaci Velasquez er fædd 15. október 1979 í Houston Texas í Bandaríkjunum. Hún var vön að koma fram með fjöl- skyldu sinni. Eitt sinn er the Velasquez Family Band kom fram í Houston hringdi einhver í „Mike Atkins Mana- gement", og tveimur árum seinna varð Atkins umboðsmaður hennar og þá leið ekki á löngu uns hún var komin á samn- ing hjá Myrrh Records og nú er hún hjá systurfýrirtækinu Word Records. Þegarjaci var 16 ára kom út fyrsti sólógeisladiskur hennar og bar hann nafnið „Heavenly Place“. Það má segja aó þessi diskur hafi lagt línuna fyrir það sem koma skyldi. Hann varð strax mjög vinsæll og aflaði henni bæði heimsviður- kenningar og fyrstu og annarra Dove verðlauna hennar er hún var valin „New Artist of the Year“ árið 1997 og lagið „On My Knees" var valið „Song of the Year“ árið 1998. Þessi diskur var 83 vikur á He- artseekers lista hjá Billboard enda höfðu fáir selt sinn fyrsta disk eins mikið og hratt og raun varð með „Heavenly Place“. Það leió ekki aó löngu þar til markað- urinn kallaói á meira og 1998 kom disk- ur frá henni sem heitir einfaldlega Jaci Velasquez". Þar var lagið „God So Loved“ bæði á ensku og spænsku og gafst það vel. Það var svo ári seinna aó hún gerði disk einungis á spænku, „Leg- ar A Ti“. Þennan disk gerði hún til að heióra afa sinn og ömmu og til að minna á mexíkanska/spænska arfleið sína. Þetta opnaði einnig dyr að nýjum áheyrendum sem tóku henni mjög vel. í ) Jaci hefur lagt áherslu á einn ákveðinn boðskap og hefur fjallað um hann á tónleikum, í viótölum og einnig í söngnum. Hér er átt við það sem kallað er „True Love Waits“ og gengur út á það að sambönd koma og fara en það borgar sig að bíða eftir sannri ást og það sem skiptir mestu máli er langtíma samband þitt vió Guð. Þetta hefurjaci, sem er ung og einhleyp, til- einkað sér. Nú í september kom út í Bandaríkjun- um nýjasti diskurjaci Velasquez, „Crys- tal Clear“. Þar er góð tónlistarblanda, poppið sem hún hefur haft en enn meiri mið- og suður-amerísk áhrif en hingað til og þar setur gítarleikur George Cocchinis mjög sterkan svip á. Diskurinn inniheldur ellefu lög ogjaci samdi tvö þeirra ásamt Mark Heimerman. Annað þeirra er lagió „Escuchame" (Hlustaðu á mig) og er það blanda af Santana og R&B tónlist. Eitt lag hefur nú þegar náð miklum vin sældum og það er lagið „Imagine Me Without You“. Jaci hefur náó athygli víða og ekki einungis innan kristna geirans sérstaklega þar sem hún hefur farið á markað í Mið- og Suður-Ameríku. Hún hefurstaðið frammi fyr- ir því að þurfa að aðlaga sig aö þessu en afstaóa hennar er skýr: „Ég er tilbúin að miðla málum með klæóa- burð eða það sem ég segi, þið vitið hver ég er. Fyrst og fremst er ég kristin og þar á eftir kemur allt annað.“ framhaldi fékk hún verðlaunin „Promio Lo Nuestro" (Besti nýliðinn) árió 2000. ■1

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.