Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 5
en sækir samkomur hjá nokkrum frjáls- um söfnuðum. Oftast fer hann þó í KFUM eða Hjálpræóisherinn. Sem drengur tók hann þátt í starfi KFUM og fór ÍVatnaskóg. Á unglingsárunum hætti hann aó stunda trúna f þeim mæli sem hann hafði vanist og síðar hóf hann leit að lífsfýllingu á nýjum slóðum. „Eg fór að lesa mikið um spíritisma og kynnti mér hann vel en fann ekki þaó sem ég leitaói að. Ég var því enn leitandi þegar ég kynntist trúuóum manni í lögreglunni sem var þá í Krossinum. Hann hafði áhrif á mig án þess þó aó þröngva trú sinni upp á mig á nokkurn hátt. Það sem hann hafði að segja við mig vakti hjá mér forvitni.“ Forvitnin leiddi Helga áfram í leitinni að lífsfýllingu, hann hóf aó sækja samkomur hjá Fríkirkjunni Veginum og í dag er hann endurfæddur og finnst þaó skylda sfn að segja öðrum frá trú sinni. Lítió um árekstra Vífill segist vita um trúað fólk sem gegnir ábyrgóastöðum í viðskiptalífinu og Helgi tekur undir aó svo sé. Helgi segir reyndar að það sé mikið um það þó að þeir hinir sömu hafi ekki hátt um trú sína. Margir urðu hissa þegar formaður bankaráðs Landsbankans fór aó ræða trú sína opin- berlega. „Ég tel það skyldu mína aó segja frá, trúin getur aldrei verið einka- mál kristins manns þar sem það er skylda okkar að boða trúna. Mér fannst sjálfsagt að segja frá trú minni þar sem það vekur athygli þegar maður í minni stöðu ræðir þessi mál. Almennt held ég þó að fólk í stjórnunarstöóum vilji fara mjög varlega í að ræða trú sína, þeir halda e.t.v. að þaó sé veikleikamerki að vera kristinn. En í raun er það styrkur að segja frá sinni trú. Það færi betur ef menn í ráðastöðum myndu segja frá trú sinni því þá væru þeir að gera það sem aðrir hugsa um og langar að gera. Marg- ir ráðamenn hafa komið að máli við mig og sagt mér að þeir bióji sínar bænir. Maður verður hins vegar að viróa það ef fólk vill eiga þetta fýrir sig. Þó er það nú þannig aó við megum eiginlega ekki Þegja, við verðum að segja frá. Ef við gerum það ekki þá breióist kristin trú ekki út.“ Eg efa það ekki að Helgi og Vífill hafa báðirfundið áþreifanlega fýrir góóærinu í störfum sínum undanfarið. Þeir umgang- ast báðir mikið af fólki úr atvinnulífinu sem gengur vel í störfum sínum og gefa því fólki ráð. En fýrst þeir félagarnir hafa kosið að fýlgja Kristi þá velti ég því fýrir mér hvort trúin og vinnan rekist ekki á. Vífill segir að hagfræðin og Biblían eigi ýmislegt sameiginlegt. „Það verða ekki oft árekstar á milli hagfræðingsins og lærisveinsins og sambúð þeirra gengur vel. Hagfræðin fjallar m.a. um hegðun mannsins gagnvart veraldlegum gæóum. Eitt svió hennar, velferðarhagfræóin, fjallar um það hvernig hagkvæmast er að deila verðmætum jaróar á sem flestar hendur svo þaó er ekki í neinu ósam- ræmi við trúna.“ Helgi tekur í sama streng og segir að trúin og vinnan fari vel saman. „Það eru engin átök þar á milli. I þessu starfi eru ákveðnar reglur sem þarf aó fara eftir. Að ég sé kristinn maður truflar mig ekk- ert í starfi. Hugsaðu þér kristinn kaup- mann, hann getur ekki gefið vöru sína. Hann þarf að fá peninga fýrir, vióskiptin eru hans vinna. Þaó sama gildir hér í bankanum, við erum aó lána peninga og við þurfum að fá peninga fýrir það. Það sem tekur mest á í þessu starfi er að horfa upp á fjölskyldur sem eru f upp- lausn vegna peningavandræða. Það get- ur verið vegna ofneyslu, veikinda eða vegna þess að fólk hefur gengist í ábyrgð fýrir aðra og þarf svo að axla ábyrgðina." Fégirndin — rót alls ills í bréfi sínu til Tímóteusar fer Páll postuli allt annað en fögrum orðum um fégirnd- ina. Hann kallar hana rót alls þess sem illt er. Eru viðmælendur mínir sammála Páli? Vffill segir fégirnd ekki endilega fara saman við ríkidæmi. „Maður getur orðið ríkur án þess að stjórnast af fégirnd. Fá- tæklingur getur stjórnast af fégirnd þó aó hann eigi ekki krónu. Fólk getur öðl- ast gnægð veraldlegra auóæfa fýrir til- stilli Guðs blessunar, sbr. niðurlag sög- unnar um Job, en ef söfnun veraldlegs auðs verður aóalmarkmið í lífi fólks kunna tvær megindyggðir Guðs orðs, „elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu hjarta“ og „elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig“, að þurfa að láta í minni pokann fýrir fégirndinni því þetta tvennt fer ekki vel saman." „Það fer ekki fram hjá mér frekar en öðrum borgurum að það eru í gangi miklar væntingar hjá fólki að verða ríkt,“ segir Helgi. „En við vitum að peningar einir og sér skapa ekki hamingju. Mjög margir hugsa þannig að þeir vilja verða ríkir á stuttum tíma og ganga svo langt að taka jafnvel lán til hlutabréfakaupa. En það er auóvitað eins og hvert annað fjárhættuspil. Ég held reyndar að þetta 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.