Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 4
XfslDS Rætt vió tvo fjármálamenn um samband trúar og auós MAMMON Ragnar Schram Mig langar í upphækkaðan jeppa, sumarbústað, fellihýsi, DVD spil- ara, tölvu, síma, einbýlishús, heimsreisu og verðbréf. Ef ég á eitthvað af þessu fýr- ir, þá vil ég fá stærra, betra og meira. Þessi ósk hljómar e.t.v. eins og óska- listi frá bráðþroska barni til jólasveins- ins. En þegar betur er að gáó er hún í raun lýsing á hugsunarhætti fólks í vest- rænu samfélagi, t.d. á Islandi. Þenslan og góðærið sem við höfum fundið mis- mikió fyrir undanfarið er í raun gróðrar- stía fýrir efnishyggjuna og færir fólki á nýjar og áður ókannaðar slóðir til að afla og eyða fjármunum. Reyndar er það nú svo að ekki hefur þurft góðæri til að landinn taki þátt í lífsgæðakapphlaupinu mikla. Margur hlauparinn hleypur nokk- uð geyst þrátt fýrir bágan efnahag, enda vill enginn reka lestina í kapphlaupinu um lífsgæóin. Á sama tíma og við tökum þátt í þessu lífsgæóakapphlaupi af meira kappi en fýrr fögnum við aó þúsund ár eru liðin frá kristnitöku. Vió erum enn kristin þjóó, er þaó ekki? Nýlega settist ég nióur og skoðaói þá ritningarstaði sem fjalla um peninga og annan veraldlegan auó. Dæmi um þessa staði má sjá á bls 6. Eft- ir að hafa lesió orð Guós um þessi mál ákvaó ég að leita til tveggja trúaðra manna sem báóir hafa þekkingu á fjár- málaheiminum og viðskiptalífinu. Hvað skyldu þeir segja um samband trúar og auós, Guós og mammóns? Hagfræóingurinn og bankaráósfor- maóurinn Vífill Karlsson er lektor við vióskiptahá- skólann á Bifröst ásamt því að starfa hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands. Vífill er hag- fræðingur og stundaði framhaldsnám í Bergen. Þar kynntist hann og kona hans lítilli kirkju sem þau störfuðu í meðan á Noregsdvöl þeirra stóð. Eftir að þau komu heim hafa þau verió í fríkirkjunni Veginum. Aóspuróur um ástæðu þess vals segir Vífill: „Vegurinn er með svipað- ar áherslur og vió höfðum kynnst í litlu kirkjunni okkar í Bergen. Það er þó ákveðin áskorun að taka þátt í starfi Vegarins og búa í Borgarnesi en það hef- ur gengió." Helgi S. Guðmundsson er fram- kvæmdastjóri rekstarsviós Heilsugæsl- unnar í Reykjavík ásamt því aö vera for- maður bankaráðs Landsbanka Islands. Áður hafði hann m.a. starfað í lögregl- unni og hjá VÍS. Helgi er í Þjóðkirkjunni 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.