Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 29
Undir rdðhúsþakskeggi í Konsó.
A samkomu í kirkju með gisnum veggjum.
Skrýtið fólk,
þessir hvítu
komumenn.
Akrar á báðar
hendur. Þó
hafa þurrkar
víða hindrað
sprettu að
undanfbrnu.
ur á dvölinni í Addis og fannst okkur öll-
um maturinn góður. Við reyndum að
taka upp þann sið heimamanna að
mata hvert annað með höndunum en
þaó vakti hlátur á næsta borði.
Þann 4. ágúst lögðum við af stað til
Avasa sem var næsti áfangastaður okkar.
Avasa er stærsta borgin í S-Eþíópíu
þannig að við vorum enn í borgarmenn-
ingu og gátum boróað fínan kvöldmat á
flottu hóteli. I Avasa er orlofsstaður fýrir
kristniboða. Þar var mikið af
moskítóflugum og var það mikil upplif-
un að heyra suðið í þeim á nóttunni og
einnig kvakið í froskunum; nokkrir
heyrðu einnig í hýenu um nóttina. Það
var ekki um að villast, við vorum komin
til Afríku!
Næsta dag lögðum við af stað til Arba
Minch, en þar höfðu Gulli og og kona
hans Valgerður Gísladóttir verið seinustu
árin áður en þau komu heim. I Arba
Minch er skrifstofa fyrir suðvestursýnódu
Mekane Yesus-kirkjunnar og hafði Gulli
verið fjármálastjóri hennar. í Arba Minch
fórum við í kirkju. Hún var troðfull og
auk þess sátu margir úti. Fólkið þar tók
mjög vel á móti okkur eins og reyndar
alls staðar þar sem við fórum. I Arba
Minch kynntumst við einnig yndislegum,
norskum kristniboðahjónum sem heita
Asbjorn og Guri Arsland. Hann er skurö-
læknir á sjúkrahúsinu á staðnum. Þau
vildu allt fyrir okkur gera og fór okkur
öllum að þykja rosalega vænt um þau. I
Arba Minch fórum vió einnig í einu
sundlaugina sem við fundum í Eþíópíu
en hún er við vatnstækniháskólann.
Sumum fannst óþægilegt að finna fyrir
öllu lífríkinu í vatninu en öðrum fannst
þessi félagsskapur bara vera til að auka
þessa Afríkutilfinningu sem var að byggj-
ast upp jafnt og þétt í hópnum.
Frá Arba Minch héldum við líka í okk-
ar fyrstu ferð með kristniboða út til
fólksins. Við fórum með heimamanni að
nafni Tagasse og fjölskyldu hans til Gúd-
sjífólksins. Þar fórum við inn í kofa sem
var kirkja heimafólksins og hlustuðum á
Gulla predika eins og við áttum eftir aó
gera oft í þessari ferð. Einn úr hópnum
flutti vitnisburð. Eftir messuna fórum við
í safaríferð inn að Tsjamóvatninu og rif-
um upp húðina okkar á þyrnum sem
voru allsstaðar innan um 2-3 metra hátt
sefið. Eg held reyndar að það hafi alveg
verið þess virói því við sáum þar stórar
hjarðir af flóðhestum og krókódílum í
ótrúlegu návígi og munaði litlu að annar
leiðsögumaðurinn yrði fyrir hlaupandi
flóðhesti. Meó einstakri snerpu tókst
honum þó að stökkva undan. Að morgni
7. ágúst bjuggumst vió til brottferðar.
29