Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 15
Lindsay túlkaði heimsfréttirnar í Ijósi spádóma ritningarinnar og hann var sannfærður um að heimsendir væri í nánd. Enn í dag er Lindsay með öflugt boðunarstarf er lýtur að sama markmiði. Dylan tók hann á orðinu og talaði oft og iðulega um heimsendi á milli laga á tónleikum. Þessi afstaða er því áberandi á plötunni og hennar er einna helst minnst fyrir það. Ari síðar kom platan „Sa- ved“ út. Á umslagi plötunnar lét Dylan birta vers úr spá- dómsbók Jeremía: „Sjá, þeir dagar koma — segir Drottinn — að ég mun gjöra nýjan sátt- mála við Israels hús ogjúda hús" (31:31). Titillag plötunn- ar fjallar um afturhvarf hans. Hann er frelsaður fyrir blóð lambsins, náð Guðs og orð Guðs hafa breytt lífi hans. Honum var bjargað úr glötun- argröfinni og frá reiðinni. Hann er dýru verði keyptur og gerir mun á verkaréttlætingu og trú. Ljóðið endar síðan á einfaldri þakkargjörð. Á þess- ari plötu er mótaðri hugsun en á þeirri fyrri, hún er persónu- legri og sýnir að hann er ekki barn í trúnni lengur. „Saving grace“ er söngur um náðina. Eingöngu fyrir náð Guðs og fýrirgefningu er Dylan á lífi. Hún vakir yfir honum og hann ætlar að setja a111 sitt traust á hana. „In the Garden“ fjallar um ævi og störfjesú og hvert hlutverk hans var: „When they came for Him in the Gar- den, did they know? Did they know He was the Son of God? Did they know that He was Lord?“ Þriðja og síðasta boðunarplatan, „Shot of Love“, kom út 1981. Hún var ekki eins afgerandi í afstöðu og hinar tvær en engu að síður má finna margt forvitnilegt á henni. „Every grain of sand“ er Ijóð um sköpun Guðs og hvern- 'g hann telur höfuðhárin, vakir yfir hverj- um smáfugli og laufi sem skelfur. Lagið er undurfallegt og í raun mun líkara sálmatónlist en poppi. Aódáendur hans tóku eftir því að hann var ekki jafn-ákafur lengur og fengu endanlega staðfestingu á því 1983 þegar platan „Infidels" kom út. Á henni var ekki að frnna rödd hrópanda í eyði- mörk. Þó svo að margir textanna verði ekki skoðaóir öðruvísi en með ritninguna til hliðsjónar var ekkert jafn-augljóst og áður. í viðtali sama ár talaði hann um aó tímabili boðunarinnar væri lokið. Þegar á því hefði staðið hefði hann hellt sér af fullum krafti út í það en nú voru þau ár orðin hluti af reynslunni. OBob Dylan hefur aldrei gefið út plötu með afgerandi iörunar- boóskap aftur. Hann hefur ekki heldur afneitað kristindómnum eða Biblíunni. Því eru þeir margir sem velta fyrir sér hvar hann standi í dag. Er hann kristinn? Hefur hann snúið aftur til gyð- ingdómsins? Eða hefur hann gefið upp alla von? I viðtali árió 1985 talar Dylan um mik- ilvægi Biblíunnar og hvernig hún hefur gegnsýrt menningu Bandaríkjanna og að hann noti hana alltaf aó einhverju leyti í listsköpun sinni. Ári síóar gengur hann lengra og segist trúa á upprisuna en sé einnig trúr gyðinglegum uppruna sínum. I þessu sama viótali er hann spurður út í þátttöku sína í „We are the world-ævintýr- inu.“ (En þá lögðust margir tónlistarmenn á eitt til styrktar bágstöddum meó því að taka upp lag með þessum titli). Hann svaraði því til aó málefnið væri gott en texti lagsins væri varasamur þar sem mað- urinn gæti ekki frelsaó sig sjálfur. Þeir sem vilja meina að Dylan gangi enn á Guós vegum nefna til stuðnings máli sínu að hann syngi söngvana enn á tónleikum. Eitt lag sem hefur fýlgt hon- um alla tíð er fyrrnefnt „In the Garden“. Hann kynnti það á tónleikum 1984 með því aó tala um að allir ættu sér hetju eða fyrirmynd og nefndi til sögunnar John Wayne, Ronald Reagan, Richard Nixon, Clark Gable, Michael Jackson og Bruce Springsteen. Þetta eru ekki hetjurnar mínar, sagði hann. Eg á mér hetju sem ég ætla að syngja um núna. Annað sem þeir nefna er að hann hafi róast og sé yfirvegaðri gagnvart fagnað- arerindinu. Það er margt sem styður þaó í viðtölum við hann og í Ijóðum hans. En þó ber að hafa í huga að Dylan hefur sagt ýmislegt í viðtölum og virðist oft vera í mótsögn við sjálfan sig. En efvið snúum okkur að Ijóðunum þá hafa plöt- urnar „Oh, Mercy” (1989) og „Under the red sky“ (1990) mest gildi. Eins vil ég minnast á Ijóðið „Death is not the end” af „Down in the Groove“. Dylan málar mynd afvonleysinu sem við fyllumst stundum af. Þegar stormurinn æðir og draumarnir eru horfnir. Þegar allt sem þú hefur haldið í heiðri virðist ekki skipta nokkru máli lengur. Ekki gefast upp, það er von þrátt fyrir allt og dauðinn er hvorki lausn né endalok. Oh the tree of life is growing Where the spirit never dies And the bright light of salvation shines In dark and empty skies. Þetta er huggunin. Þó svo að Jesús sé ekki nefndur á nafn syngur hann um skært Ijós fagnaðarerindisins og lífsins tré. Þetta er staðan í dag. Það er ekki hægt aó gefa afgerandi svar við spurningunni um hvort Dylan sé kristinn í dag en það er forvitnilegt að fýlgjast með ferli hans með hliðsjón af þessum pælingum. Aó öllum líkindum er niðustaðan þessi: „The answer, my friend, is blowing in the wind.“ 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.