Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 24
Þjónustuhugsun Söfnuðir ensku þjóðkirkjunnar telja sig bera nokkra ábyrgð á öllum á starfs- svæði sínu, hverrar trúar sem þeir eru, og reyna að mæta hinum mikla fjölda fram- andi nýbúa í borgunum í kærleika. Sam- skotafé úr auðugri úthverfum mætir að hluta til þörfum fátækari safnaða og mikil sjálfboðavinna er unnin á öllum stigum kirkjustarfsins. Reynt er að nýta reynslu, menntun og gjafir sjálfboðalióa sem best og þannig aó þeir vaxi en kulni ekki út. Gjarnan eru geróir eins konar verktakasamningar þar sem verksvið og vinnumagn er skilgreint. Þannig eru þau Brian Russell, sem leiðir starfsþjálfun presta, og Pam de Wit, sem sér um fræðslu og þjálfun leik- fólks, bæði með stóran hóp sjálfboða- liða í kringum sig og búa að því leyti við sömu aðstæður og prestar sem þau vinna meó. Þau fylgjast með öllu ferlinu svo sem skipulagi námskeiða og tengsl- um við söfnuði og stunda síðan mark- vissar rannsóknir á árangri náms og þjálfunar og viðhorfum þeirra sem þessa njóta og hvaó um þetta fólk veróur. Þessi tenging fræðistarfa og vinnu á vett- vangi vakti sérstaka athygli mína og jók á trúverðugleika þess sem við vorum frædd um. Umrædd fræðsla og þjálfun heyrir undir þjónusturáð biskupsdæmisins og þjónustuhugsjóninni sýnist haldió á lofti. Brátt eru frjóir fræðsludagar á enda. Vió Islendingarnir, sem auk mín eru sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur, og Halla Jónsdóttir, fræðslustjóri á Bisk- upssstofu, skiptum okkur niður á þær þrjár kirkjur í nágrenninu sem messu- ferðir bjóðast í. Eg er mættur tímanlega í stóra kirkju frá miðöldum (Knowle). Samt er fjöldi sjálfboóaliða kominn til að undirbúa guðsþjónustuna og margir taka að raða stólum vió enda bekkjaraó- anna sem þó taka greinilega mörg hundruð manns. „Hún veróur full,“ er sagt við mig þegar ég læt í Ijósi undrun og svo tekur fólk á öllum aldri að streyma inn og ég skynja hlýtt samfélag í þessari uppbyggilegu guðsþjónustu en svo vel er tekið undir sönginn að ég heyri aldrei neitt í kyrtilklæddum kórnum. Merkilegir kristniboðaskólar hafa starfað í Birmingham og okkur var sagt af góðri guðfræðideild sem einmitt var aó fagna 100 ára afmæli. Þarna sýnist áhugaverður staóur til námsdvalar fýrir guðfræðing eða guðfræðinema sem jafn- framt setti sig í samband við það ágæta fagfólk sem leióir þjálfun presta og leik- fólks til kirkjulegrar þjónustu í Birming- hambiskupsdæmi. Það sem við heyróum af aðstæðum í Englandi benti til þess að auðvelt væri að hagnýta hérlendis nám- skeið og verklagshætti sem þar hafa ver- ið þróaðir. EVRÓPA Könnun á trúarafstöóu Daninn Oli Riis hefur gert könnun á trúarafstöðu íbúa í Vest- ur-Evrópu. í Ijós kom að um 60% íra og ítala trúa á persónu- legan Guð og er það hæsta hlutfallið. Hlutfallið er hins vegar lægst í Danmörku og Svíþjóð en aðeins 12% Dana og 13% Svía trúa á persónulegan Guð. I Noregi er hlutfallið 26%. Samkvæmt könnuninni virðast margir íbúar Vestur-Evrópu trúa á einhvers konar andlegan kraft. DANMÖRK Meira trúarlegt efni í sjónvarpi Danska útvarps- og sjónvarpsstöðin Danmarks Radio hefur ákveóió aó leggja meiri áherslu á efni um kirkju og kristna trú á komandi árum. Veita á meiri fjármunum í útsendingar af þessum toga og bæði fjölga og þróa útsendingar frá guðs- þjónustum og öðrum trúarlegum vióburðum. Þá á að auka trúarlegt efni í tengslum vió jól og páska og gera þemaþætti um trú og kristilegar trúarhefðir í Danmörku. EVRÓPUSAMBANDIÐ Geta ekki krafist sömu lífsskoóunar Tillaga aó tilskipun frá Evrópusambandinu felur í sér að trúar- legar hreyfingar og stofnanir, s.s. kirkjur og moskur, geti ekki krafist þess að þeir sem ráðnir eru til vinnu séu sömu trúar og hreyfingin. I vissum tilvikum má þó gera undantekningu, t.d. varðandi presta í kirkjum. En tillagan felur t.d. í sér að ekki er hægt að neita guðleysingja um kennarastöðu á kristilegum skóla, sé ekki um kennslu í kristnum fræðum að ræða. Taka á afstöðu til tillögunnar nú í haust og hefur hún vakið sterk við- brögó frá kirkjum í Englandi, Svíþjóó, Finnlandi og Þýskalandi. NOREGUR Múslimar mega kalla til bæna Meirihluti hverfisstjórnar í elsta hluta Oslóar hefur samþykkt aó leyfa múslimum að kalla til föstudagsbæna, en eins og kunnugt er er kallað til bæna úr moskuturnum, oft með hjálp hátalara. Norska heióingjasamfélagið fékk einnig leyfi til aó kalla til sinna samkoma með orðunum „Guó er ekki til“. í báóum tilfellum var þó geró sú krafa aó hrópin færu ekki yfir 60 desibel að hljóðstyrk. Til samanburóar má nefna að kirkjuklukkur hringja oft meó um 110-120 desibela styrk og að hljóó frá nýlegri uppþvottavél eru um 45-52 desibel. Aður en leyfið var veitt áttu sér stað miklar umræður um trúfrelsi. Meira en eitt hundraó kristnir leiðtogar í Noregi skrifuðu undir mótmæli gegn því að leyfið yrói veitt en mörgum öðrum kristnum leiðtogum þóttu mótmæli óheppileg. Biskupinn í Osló og Norska sam- kirkjuráóið voru fýlgjandi umsókn múslima um leyfið. „Vió styrkjum ekki stöðu kristinnar trúar í samfélaginu með því að neita fólki af öðrum trúarbrögðum um að boða trú sína,“ sagði Gunnarjan Eines, leiðtogi í Frikirkenes Globale Information, af þessu tilefni. „Við eigum að mæta vaxandi áhrifum islams í samfélagi okkar með öflugri og skýrari boð- un fagnaðarerindisins.“ Aóalframkvæmdastjóri Baptistasamfélagsins, Billy Tar- anger, styður baráttuna fýrir trúfrelsi. Hann segir: „Eg reikna meó aó múslimar berjist með okkur fýrir trúfrelsi í löndum islams á sama hátt og við höfum stutt frelsi þeirra hér á landi.“ Tranger nefnir í því sambandi sérstaklega Pakistan og Tyrkland sem dæmi um lönd þar sem kristnir menn hafa mætt ofsóknum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.