Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 7
Helgi segist stundum hafa hugleitt lík- inguna um úlfaldann og nálaraugaó. „Það er alveg klárt að í alltof mörgum tilfellum er erfitt að vera ríkur. Ríkur maður verður valdamikill og það versta er að fólkið sem er í kringum hann kem- ur aldrei eðlilega fram við hann vegna ríkidæmis hans og valda. Það þýðir að ríki maðurinn heyrir aldrei skoðanir fólks og það verður aldrei neinn sem leiðréttir hann. Við þessar aðstæóur er hætta á því að ríki maðurinn afvegaleiðist. Hann veit ekki hvar hann stendur og kompásinn vanstillist. Það er hins vegar fjöldinn allur af ríku fólki sem hefur áhuga á kristinni trú. Það lendir í erfið- leikum eins og annað fólk. Veikindi sækja aó því, þaó gengur ekki allt upp hjá börnum þess og fólkió sér strax að peningarnir ráða ekki við þessar aóstæó- ur. Hvert á þetta fólk þá að leita? Þá leitar það í trúna eins og aðrir.“ Fjársjóóur á jöróu? Nýlega hringdi síminn heima að kvöldi til og spurt var um mig. Konan sem hringdi hafði augljóslega mikinn áhuga á velferð fjölskyldu minnar og vildi tryggja að ég hefði nægt fé milli handa í ellinni. Hún vildi leiðbeina mér hvar væri best að geyma lífeyrissparnaðinn. Þessi kona er ekki sú fyrsta sem hringir heim í þessum erindagjörðum og þykist ég viss um að þú, lesandi góður, getir sagt svip- aða sögu. Hvernig skyldi þeim sem hringir verða við ef ég segði að Biblían banni mér að safna fjársjóðum á jörðu vegna þess aö mölur og ryð eyði slíkum fjársjóóum? Þess í stað sé ég að safna fjársjóði á himni. Ber okkur að taka þetta vers bókstaflega? Vífill segir að Guð hafi gefið okkur góða gjöf sem sé skynsemin. „Viö þurf- um að nota þessa gjöf. Með því að fara vel meö, leggja til hliðar og ávaxta spari- féó erum við í raun að bæta nýtingu tak- markaðra gæða, veraldlegra gæða. Ég get ekki séð annað en að þaó sé vilji Guðs ef litið er til dæmisögunnar um ráósmennina í Matt. 25:14-30. Ég heid engu að síður að það sé varhugavert að vera of upptekinn af þessum hlutum. Þaó er auðvelt að fá einhvern sem mað- ur treystir til að sjá um þessi mál fyrir mann. Þannig losar maður sig við mestu áhyggjurnar og treystir Guði og góðum mönnum fyrir fjármunum sínum og framtíðinni. Það er mjög mikilvægt aó forðast öfgarnar í þessu sem öðru. Höf- um í huga að við þurfum peninga til að lifa og mat til að geta þjónað Guði. Hann sér okkur fýrir þessum hlutum og við megum ekki halda að þeir séu slæmir f eðli sínu. Þaó er hegðun okkar sem skiptir máli.“ Helgi vitnar í Matt.6:19 og segir að þar sé verið aó tala um að menn megi ekki blindast. „Kristnir menn þurfa að eiga sín heimili og bíl og þeir þurfa aó vinna og mennta sig. Við höfum öll skyldur, en það sem Kristur er að segja er fýrst og fremst þetta: Við megum ekki fórna lífinu í þessa hluti og sleppa Guði. Við megum ekki hugsa bara um það sem er forgengilegt. Jesús er ekki að tala um að við eigum að gefa allt frá okkur og vera á framfæri einhvers annars, það gengur ekki upp.“ Helgi bætir við að oft geti Bibli'an verið torskilin og til þess aó skilja hana þurfi hjálp frá Guði. Að þessum orðum þeirra félaga sögð- um er eðlilegt að þeir gefi trúbæðrum sínum og systrum góó ráð varðandi fjár- sjóðssöfnun. Vífill leggur aftur áherslu á skynsemina sem Guð gaf okkur. „Svo er mjög mikilvægt að taka sig annað slagið til fjárhagslegar skoðunar. Stundum vanrækir maður einhvern þátt lífsins og þá stefnir í óefni. Þetta getur verið í trú- málum eða fjármálum. Maður hefur kannski vanrækt Guð um tíma og þarf þá að taka sig á í þeim efnum til að bæta trúarlífið. Eins getur maður þurft að taka sig á í fjármálunum.“ Helgi leggur áherslu á sparnað. „Ungt fólk ætti að spara eins og þaó getur. Það kemur aó því að fólk hættir að vinna og þarf á því að halda að hafa góð eftir- laun. Fólk getur líka oróið sjúklingar og öryrkjar, þá er gott að hafa lagt til hlið- ar. Ég hef alls ekkert á móti hlutabréfum eða slíku, en fólk þarf þó að passa sig að gera það með þeim hætti að gefa sér tíma, ætla sér ekki að græða allt strax. Hlutabréfakaup eru oftast langtímafjár- festing og fólk ætti að reyna að veðja á traust fyrirtæki eða sjóði. Við kristnir menn þurfum bara aó passa okkur á því serru Kristur varaói við, þ.e. græðgi og ágirnd,“ segir bankaráðsformaðurinn að lokum. Ein króna eóa milljón Peningar hafa alltaf verió og verða alltaf ágreiningsefni. Þetta vissi Kristur. Hluta- bréfasjóðir og rafrænar greiðslur voru að vísu ekki hluti af fjármálaheiminum þeg- ar Jesús gekk um í heitum sandi mið- austurlanda. Engu aó síður eru orð hans um fjársjóói í fullu gildi og eiga að vera okkur öllum leiðarljós í völundarhúsi fjármála og kristni þar sem rétt leið get- ur verió vandrötuð. Alvarlegri umræðu ber svo aó Ijúka á léttum nótum. Eitt sinn var ég á bæn og spurði Guó hve ein milljón króna væri mikils virði. Hann svaraöi: Ein milljón er fyrir mér sem ein króna. Þá spurði ég hvað milljón ár væru í hans huga og hann sagði: Milljón ár eru fýrir mér sem ein sekúnda. Þá spurði ég hvort hann ætti eina krónu handa mér og hann svaraði: Alveg sjálfsagt, en gætirðu beðið í eina sek- úndu?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.