Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 19
þessi stórkostlegi sýn af mætti og dýrð birtist á fjallinu þá sofnuóu lærisveinarn- ir, að sögn Lúkasar. Kröftug bæn læri- sveinanna kemur því ekki við sögu hér. Síðan heyra þeir rödd úr skýinu: „Þessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann!“ Og snögglega þegar þeir litu í kring um sig sáu þeir engan framar hjá sér nemajesú einan. A sama tíma er annar hópur lærisveina Jesú niðri á sléttunni. Það sem mætir þessum hópi afvinumjesú er afallt öðr- um toga. Það er hin afskræmdi veruleiki sem birtist þeim í þjáningum barns og föður. Faðir einn hefur fært lærisveinun- um einkason sinn, dreng sem frá bernsku hefur verió haldinn óhreinum anda og er kvalinn. Lærisveinarnir eru beónir um að reka andann út. Þeir reyna en árangurslaust. Þetta vekur athygli og fjöldi manns er kringum þá og fræói- menn þrátta við þá. En það tekur skyndilega enda því að þegar fólkið sá Jesú hljóp það til og heilsaði honum. Viðbrögó Jesú við því sem hann sér og heyrir eru: „Ó, þú vantrúa kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yóur? Hversu lengi á ég að umbera yður? Færið hann til mín.“ I úrræðaleysi sínu biður faðir drengs- insjesú um hjálp og leggur hann í mátt- ugar hendur hans. Bæn er aó Ijúka upp fyrir Jesú, að veita Jesú aðgang aó neyð sinni (Hallesby, 1978). Þetta gerir hann ekki vegna sterkrar sannfæringar um hver Jesús er. Hann hefurvarla þekktjesú. En eitt hafði hann svo sárlega þurft að teyna, að lærisveinar hans gátu að minnsta kosti ekki læknað. Hann hafði ekki verió á ummyndunarfjallinu og séó þaó sem lærisveinarnir sáu. Nei, það sem hann sá var sársaukinn í augum barnsins og það er sárt fyrir föóur að horfa upp á son sinn þjást og vera sjálfur svo hjálparlaus. Bæn hans til Jesú snýst því ekki bara um lækningu fýrir son sinn heldur biður hann Jesú að koma inn í sína neyð líka. Bænin er fyrir þá báða: „En ef þú getur nokkuð, þá sjá aumur á okkur og hjálpa okkur!“ Þá sagði Jesús við hann: „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“ Neyð föðurins er ekki bara að geta ekki linað þjáningar drengsins, heldur líka þaó að hann getur ekki einu sinni trúað nógu sterkt fyrir son sinn. Hann vill ekki bregðast honum. Aftur er eina lausnin sem hann sér að opna fyrir Jesú, að hann meó mætti sínum geti einnig umbreytt hjarta hans. „Hjálpa þú vantrú minnil" Þetta er máttug bæn. í vanmætti sín- um opnar hann dyrnar upp á gátt fyrir Jesú og veitir honum og mætti hans að- gang að allri neyð sinni. Jesús hastar þá á óhreina andann og drengurinn verður heill. Lúkas endar þessa frásögu svo fal- lega. Hann segir: „Og allir undruðust stórum veldi Guðs.“ Seinna, þegar Jesús var orðinn einn með lærisveinum srnurn, spurðu þeir hann: „Hvers vegna gátum vér ekki rekið hann út?“ „Þetta kyn verður eigi út rekið nema meó bæn,“ var svarið sem þeir fengu. „Þér eigið ekki, af því að þér biðj- ið ekki,“ segir í Jakobsbréfi og það er kannski það sem var raunin í þessu tilviki hjá lærisveinunum. Þeir hafa ekki fært Jesú vandamálið heldur reynt að lækna drenginn í eigin mætti. Það er ekki bæn. „Færið hann til mín,“ sagði Jesús eftir að hann hafði lýst vonbrigðum sínum yfir hinni vantrúu kynslóð. „Færið hann til min,“ er svarið. Að færa Jesú, að opna fýrir Jesú, er bæn. Eg held að lærisvein- arnir hafi ekki veitt Jesú aógang til að skerast í leikinn, heldur hafi þeir ætlað sér að bjarga þessu sjálfir. Það er bæn í eigin nafni, ekki í nafni Jesú, og þess vegna engin máttug bæn. Frásagan í Markús 9 varpar Ijósi yfir fýrirbærið máttug bæn, samband hjálp- arleysis og valds Jesú. Eg mun áfram hafa þennan biblíutexta til hliösjónar til að undirstrika nokkur atriói sem gerast fýrir bæn. En það er fýrst og fremst sam- tal við Guð, í öðru lagi að elska, máttur og vilji Guós fær aðgang og loks að Guð fær tækifæri til að veita okkur gjafir sín- ar. Samtal vió Guó Það eru tveir gjörólíkir heimar sem birt- ast okkur í þessari frásögu en báðir eru jafnraunverulegir. Atburðirnar gerðust báðir í tíma og rúmi. Annar hópur læri- sveina Jesú verður vitni að dýrð og há- tign Jesú en það eru þjáning, þrætur og vonbrigði sem mæta hinum hópnum. Eitt er þó sameiginlegt og það er að á báðum stöðum er þaójesús sem athygl- in beinist aó. Návist hans skiptir sköpum og er aóalatriðió. Það heyrist rödd úr skýinu: „Þessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann.“ I atburðinum á sléttunni sér mannfjöldinn Guð að verki því aó Lúkas segir um þá: „Og allir undruðust stórum veldi Guðs.“ A báðum stöóum birtist máttur og vald Jesú þótt á ólíkan hátt sé. í bæninni Ijúkum við upp fýrirjesú og það er samfélag við hann sem hió nýja líf snýst um og nærist á. „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldveróar með honum og hann meó mér“ (Op. 3,20). Það eru unaóarstundir þegar tveir góðir vinir setjast saman yfir máltíð til að eiga stund saman og eru uppteknir hvor af öðrum. Jesús vill neyta kvöld- verðar með okkur. í bæninni er þetta raunveruleiki, unaðsríkt trúnaðarsamfé- lag milli Guðs og manns. Jesús dó á krossi til þess aó við mættum eiga sam- félag vió Guð. Það er eingöngu í samfé- lagi við hann sem er uppspretta alls lífs, kærleika og gæsku að við getum lifað sem heilir einstaklingar, sem manneskj- ur. Við erum sköpuó til að lifa í nánu sambandi við Guð, án hans nær líf okkar ekki tilgangi sínum. Þegarjesús læknar drenginn þá vill hann lina þjáningu en hann vill líka að hann fái aó sjá hver Jesús er, læri að þekkja og elska hann. Hann vill andsvarvið elsku sinni. „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á.“ Og hann óskar þess heitt að við opnum fýrir hon- um. Þegar Þétur vill dvelja á fjallinu í hrifningu og vellíðan og byggja bústaði þá kemur ský „og snögglega, þegar þeir Nálcegð Guðs er ekki meiri inni í bcenaherberginu í Loftstofunni í Reykjavík heldur en á götunni fyrir utan þar sem glerbrotin og lcetin eru. 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.