Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 30
Vió fórum þó fyrst á sýnóduskrifstofuna þar sem vió fengum annan og vígalegri bíl og vippaði Gulli sér upp á þak og gekk frá farangrinum. Nú var lagt af stað til Gídóle en þaó er bær hátt uppi í fjöllunum. Þar rekur kristniboóið sjúkrahús. Stuttu áður en við komum á spítalann fengum vió okk- ur að boróa indjera og vodd á veitinga- húsi en það er þjóóarréttur Eþíópíu. Þar kom líka að merkilegum tímapunkti í ferðinni því í fyrsta skiptið var ekkert kló- sett á staðnum heldur var bara gat og tvær steinhellur sitt hvoru megin við gat- ið. Þetta var framandi eins og reyndar flest annað í þessari ferð. Við komum síðan á kristniboósstöó- ina og hittum þar dönsku hjúkrunarkon- una Elísu en hún sýndi okkur staðinn. I Gídóle er einnig heimavistarskóli sem var reyndar ekki byrjaður efirir sumarfrí þegar við komum þarna. Eftir þessa skoóunar- ferð um staóinn lögóum við af stað til Konsó. Árió 1954 hófu Felix Ólafsson og Kristín Guðleifsdóttir starf í Konsó og var það fyrsta íslenska kristniboðsstöóin í Eþíópíu. Við fundum fyrir því í Konsó hvað íbúunum þar þykir vænt um þá Is- lendinga sem hafa verið þar. Starfið þar er mjög öflugt og hittum við finnsku kristniboðahjónin Timo og Aiya Katrina Ahlberg. Einnig var gaman að kynnast yfirmanni kirkjunnar í Konsó, honum Kússe. Vió gistum einungis eina nótt í Konsó en þegar við vorum á leiðinni úr bænum hittum við Berrissja Húnde sem er íslenskum kristniboðsvinum að góðu kunnur enda hefur hann þrisvar sinnum komið í heimsókn til Islands. Bauð hann okkur upp á gos og það var gaman að hlusta á þennan mann segja okkur frá starfinu í Konsó og sinni trúarreynslu. Þann 8. ágúst vorum vió komin til Voitó og þar var tekið rosalega vel á móti okkur. Oft heyrðum við kallað „mister Gúlli, mister Gúlli“ og voru það þá gamlir vinir Gulla frá því hann var kristniboði þar. Við gengum um Gis- maþorpió og fólkinu þar fannst mjög gaman að skoða okkur í bak og fyrir. Myndavélarnar okkar heilluóu fólkið upp úr skónum þegar við sýndum þeim hvernig aðdráttarlinsan virkaði. Við vor- um tvær nætur í Voitó og skoðuðum sjúkraskýlið þar, litum til Erbore sem er þorp sunnar í dalnum, litum í Bolaþorp- ið, fórum í messu o.m.fl. Nú lá leiðin til Djinka en þar var í gangi leiðtoganámskeið hjá kirkjunni og litum við þar inn. Við fórum síðan á markaðinn og hafói ég gaman af því þegar ég borgaði andvirði tveggja króna til að spila borðtennisleik þar. Múgur og margmenni þyrptist í kringum borðtenn- isborðið. Eg hélt í smástund að ég væri heimsfrægur íþróttamaður en ég vaknaði upp úr draumnum þegar ég áttaði mig á því að ég væri búinn að tapa leiknum. Þann 12. ágúst komum við til Omó Rate sem er alveg syðst í Eþíópíu. Þar lit- um við á starf sem verið er að vinna meðal Dasenetsj-fólksins. Þar eru þrjár útstöóvar sem eru notaóar sem trú- boðsmióstöðvar og sjúkraskýli. Við fór- um á eintrjánungum yfir Omóána og sáum krókódíla. Þetta var mikið ævintýri. Einnig fórum við nokkrum sinnum til Kenýu en við gengum fram og til baka yfir landamærin sem voru þarna. Við vorum þar fram til 14. ágúst en þá lögð- um við af stað til baka. Eg ætla ekki að vera að orðlengja um heimferðina en hún var ekki síóur lær- dómsrík og skemmtileg. Lokaorð Eftir að hafa flakkað þarna um Eþíópíu get ég fullyrt að við höfum kynnst kristni- boðinu ágætlega og grundvallarhug- myndinni bakvið það. Boóun fagnaðarerindisins um Jesú Krist er það sem þetta snýst allt um. Það sem við sáum þarna úti var starf sem unnió er af óeigingirni og fyrir Guð. Það er mikil neyð þarna úti og hung- ursneyð ríkir á sumum stöóum en það eru fáir til að hjálpa. Það vantar enn kristniboða og vil ég biója lesendur Bjarma um að biðja fyrir starfinu úti. Biðja um fleiri kristniboða til að breiða út fagnaðarerindið og til aó sinna menntunar- og heilbrigðisstörfum þarna úti sem mikil þörf er fyrir. Að lokum vil ég þakka öllum sem veittu okkur stuðn- ing í þessa feró. Guð blessi ykkur öll. EGYPTALAND Enn barist gegn kristninni Aófaranótt 7. júní sl. var AzizTawfik Rezkalah, sem tilheyrir koptísku kirkjunni í Egyptalandi, handtekinn á laun af egypsku lögreglunni. Var hann ákærður fyrir aó hafa boðaó manni aó nafni Zakaría fagnaðarerindið. Var hann færður á lög- reglustöðina til yfirheyrslu og pyntaður þar til hann játaði á sig verknaðinn. Rezkalah spurði lögregluna að því hver þessi Zakaría væri og bað um að fá aó hitta hann en því var hafnað umsvifalaust. Eftir langa nótt með yfirheyrslum og pyntingum var hann loks látinn laus. Þetta er í fjórða sinn síó- an 1996 sem Rezkalah er handtekinn og ákærð- ur fyrir að boða fagnaðarerindið. „Þeir handtóku mig á heimili mínu um miðja nótt í augsýn konu minnar og þriggja dætra. Ástæðan fyrir þessum handtökum er líklega sú aó ég er formaður í stjórn kristi- legra samtaka sem kallast Nour El-lnlil (Ljós fagnaðarerindisins). Starfsemi samtakanna hefur leitt til þess að dregið hefur úr fjölda þeirra Egypta sem snú- ast til islamstrúar." Heimildamaóur í Egyptalandi bendir á að ástæðan fyrir því aó Rezkalah er aftur og aftur handtekinn sé sú að hann er mjög duglegur að fræóa kristna Eg- ypta um trú þeirra. Amnesty International hefur upplýst í nýlegri skýrslu að leynilögreglan í Eg- yptalandi noti pyntingar skipulega við yfirheyrslur. Það gerist á ýmsum stöóum í landinu. Samkvæmt skýrslunni hafa a.m.k. sjö manns verió drepnir í tengslum vió slíkar yfirheyrslur á árinu 1999. umh—p viða' —iverold 30

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.