Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 17
að velja aó gera hið góða (Wigen,1987).
Bænaherbergi eru víðs vegar um borg-
ir, á flugvöllum, í höllum mammons, á
fótboltavelli, og vígðir þjónar kirkjunnar
setja upp altari á fjölförnum göngugöt-
um og bjóöa altarissakramenti og bless-
un. Þetta eru frábær tækifæri fyrir ein-
staklinga að biðja til Jesú, að eiga samtal
við Jesú. Jafnvel gerist það að Jesús er til-
beóinn í lotningu og lífið tekur nýja
stefnu, líf í fylgd með Jesú. En trúhneigó,
íklædd kristnum búningi og sett inn í
ramma sjálfsdýrkunnar, getur alveg eins
verið tæki til að deyfa samviskuna. Hún
getur verið tæki til að verjast sannleikan-
um og forðast Jesú og styrkir trúna á að
hver og einn sé sæll í sinni trú
(Malm,1999).
Bæn og trú eru orð sem ekki geta stað-
ið ein sér. Þaó sem er afgerandi er sá
sem bænin og trúin beinist að. Þjóðina
þyrstir í andlegan veruleika en þessi veru-
leiki er gjarnan óskilgreindur og það er á
valdi hvers og eins að fylla hinn andlega
veruleika meó hugmyndum sem honum
líkar og hjálpa honum. Tvennt illt hefur
þjóð mín aðhafst, segir í bók Jeremía:
„Þeir hafa yfirgefió mig, uppsprettu hins
lifandi vatns, til þess að grafa sér
brunna, brunna með sprungum, sem
ekki halda vatni.“ Það er hægt að fara
með bænir, iðka trú og eiga sterkar, yfir-
náttúrulegar upplifanir án þess að hug-
urinn beinist aðjesú. Við verðum að tala
skýrt og fara varlega með að nota andleg
orð sem hver og einn gefur merkingu að
vild sinni. Takmark tilbeiðslu okkar og
trúar er Jesús Kristur, samfélag og sam-
tal við hin lifandi Guð, og því má ekki
rugla saman við þokukennda trúhneigð
án innihalds og raunveruleika.
Bæn og nærvera Guós
Við segjum gjarnan eitthvað á þá leið að
það sé gott að vera í þessu herbergi því
að hér sé svo góður andi og ályktum að
hér hljóti aó vera mikið beðið. Við tölum
um ákveóna staði þar sem okkur finnst
nálægð Guðs vera áþreifanlegri en ann-
ars staðar. Kannski hef ég rangt fyrir mér
(og ég geri mér grein fyrir aó ákveðnum
einstaklingum hefur verið gefin sérstök
náðargjöf að greina anda) en ég held að
hér sé oft um sálrænt fyrirbæri að ræða
tengt góðum upplifunum eða frásögn-
um frá þessum ákveðna stað. Guð er alls
staðar nálægur hvort sem við biðjum
eða ekki því að kærleiki hans og um-
hyggja þekkir engin takmörk. Sálm.
139,7-12 segir: „Hvert get ég farið frá
anda þínum og hvert get ég flúið frá
augliti þínu? Þótt ég stigi upp í himin-
inn, þá ertu þar, þótt ég gjörði undir-
heima að hvílu minni, sjá, þú ert þar.
Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans
og settist við hið ysta haf, einnig þar
mundi hönd þín leióa mig og hægri
hönd þín halda mér. Og þótt ég segði:
„Myrkrið hylji mig og Ijósið í kringum
mig verði nótt,“ þá myndi þó myrkrið
eigi verða þér of myrkt og nóttin lýsa
eins og dagur, myrkur og Ijós eru jöfn
fyrir þér.“
Guð hefur ekki bundið nærveru sína
við kapelluna íVatnaskógi, Grátmúrinn í
Jerúsalem eða kirkjubyggingar landsins.
Nálægð Guðs er ekki meiri inni í bæna-
herberginu á Loftstofunni í Reykjavík
heldur en á götunni fyrir utan þar sem
glerbrotin og lætin eru. Jesús átti engan
stað sem hann gæti hallað höfði sínu að
þegar hann lifði hér á jöró, og heldur
ekki núna þarf hann á samastað að
halda. Guó er alls staóar nálægur. Hann
er aó finna hjá þeim sem veita honum
viðtöku, og umhverfið sem einstaklingur-
inn er í eða ytri umgjörð breytir ekki
þeirri staðreynd. „Sá sem elskar mig,“
segirjesús, „varóveitir mitt orð, og faðir
minn mun elska hann. Til hans munum
við koma og gjöra okkur bústað hjá
honum“(Jóh. 14,23). Guð er nálægur
faðir sem ber umhyggju fyrir okkur og
þess vegna biðjum við til hans með
djörfung. Bæn okkar er ekki forsenda fyr-
ir nærveru Guðs og elsku hans heldur er
bæn okkar og traust andsvar við ástar-
játningu hans.
Ég vil einnig bæta við að bæn er heldur
ekki tækni til að upplifa og finna fyrir
nærveru Guðs. Akveðnir straumar í sögu
kirkjunnar hafa lagt áherslu á íhugun og
bæn sem leið til að komast í snertingu
við Guð og finna fyrir heilögum anda
innra með sér. Aóferóin er að tæma hug-
ann þannig að ekkert í persónuleikanum
standi í vegi fyrir Guði. í Gamla testa-
mentinu snýst íhugun hins vegar um at-
hafnir og stórvirki Guós í sögunni og um
lögmál hans og í Nýja testamentinu
erum við hvött til að láta orð Krists búa
ríkulega hjá okkur (Kól. 3,16). Kristin
íhugun er því andstæða þess aó tæma
hugann. Hún felur í sér að fylla hugann
afsögulegum staðreyndum, af hugsun-
um sem talaðar hafa verið í tíma og
rúmi af Guði sjálfum, fyrir anda og son
hans. Guó er Guð sögunnar og ekki bara
Guð augnabliksins. Við þurfum ekki að
raungera Guð með trú okkar og bæn.
Tilgangur bænarinnar er einfaldlega að
tjá Guði, í máli sem okkur er tamt, lof,
þakkir, játningu, áhyggjur og óskir (Fil.
4,6). Þá er heldur ekki tilfinningin fyrir
nærveru Guðs nauðsynleg til þess að
bænin hafi merkingu. Guð þráir samfé-
lag við börnin sín, við þig og vió mig.
Það skiptir hann máli að við komum til
hans nákvæmlega eins og við erum, meó
allar okkar tilfinningar, hugsanir, allt
sem er að gerast í kringum og innra með
okkur, því aó hann elskar okkur. Bænin
er nefnilega tjáskipti einnar persónu vió
aðra. Að vísu er hér um að ræða sam-
band skaparans og sköpunarinnar en
engu að síður eru það tjáskipti persónu
við persónu. Tjáskipti milli Guðs og mín,
milli Guós og þín, er raunveruleiki nú
þegar, fyrir mátt Jesú Krists, fórnardauóa
hans og upprisu. Og fyrir anda hans
ávörpum við Guð sem pabba, sem föður
(Róm.8,15). Við erum komin heim,
tengslin sem við vorum sköpuð til aó lifa
eru nú þegar til staðar, tengsl sem eitt
sinn voru rofin eru nú órjúfanleg, ekki
vegna afreka í bænalífi heldur vegna
elsku hans.
Bæn og hin yfirnáttúrulega vídd til-
verunnar
Það er mistúlkun á eðli bænarinnar að
líta á bæn sem tæki til að upplifa hina
andlegu eða yfirnáttúrulegu vídd tilver-
unnar. Almennt er það vióurkennt aó
mannkynið og heimurinn þurfi á trú að
halda, hinni andlegu vfdd sem lyftir okk-
ur stöku sinnum upp úr fjötrum efnis-
hyggjunnar. Við erum vitni að trúarlegri
vakningu af ýmsum toga í þjóðfélagi
okkar og þessar áherslur eiga sínar hlið-
stæðurinnan kirkjunnar.
Sumir halda því fram að aðalvanda-
mál heimsins sé ekki móralskt eóa sið-
ferðilegt heldur þörfin fyrir aó vera í
tengslum vió hinn yfirnáttúrulega heim.
Þá er sett samasemmerki milli hinnar
andlegu víddar og heilags anda. Þar af
leiðandi er áherslan í kristilegu líferni og
17