Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.2000, Page 22

Bjarmi - 01.11.2000, Page 22
Hákirkjufólk á strigaskóm Molar úr námsferó til Englands vorió 2000 Vigfús Ingvar Ingvarsson Það er að verða þægilega hlýtt á Englandi þegar við - um 25 manna hópur víða að á Norðurlöndum - höld- um í langferðabíl noróur hraðbrautina í átt til Birmingham. Við höfóum verið í Chelmsform, austan Lundúna, og kynnt okkur ensku þjóókirkjuna og sérstaklega fulloróinsfræðslu hennar. Skipulagið var í höndum Nordisk Kirkelig Studierád og þessara biskupsdæma. Brátt erum við komin á fagurt svæói við suóurmörk Birmingham. Ekið er að ráðstefnusetri sem kaþólsk hjúkrunar- regla rekur en systurnar verða brátt að selja því þær eru orðnar of fáar til að geta sinnt öllu á staðnum. Allt andar af fegurð og friði. Inni á milli húsanna glitt- ir í litfagran páfuglinn og ég sé hvíta dúfu steypa sér yfir einn þátttakanda. Upp í hugann kemur frásögn af sendi- boðum þjóóhöfðingja Rússa fyrir nær 1000 árum er þeir lýstu helgihaldinu í Miklagarói með þessum orðum: „Vér vissum eigi gjörla hvort vér vorum á himni eóur jörðu.“ Þriggja daga dvöl þarna, sem endaði með kirkjuferð, verð- ur ógleymanleg og skilur eftir drjúgan lærdóm um fræóslu og þjálfun leikfólks, á þessu svæði, og innleiðslu þess í þjón- ustu í söfnuðum. Það er Ijúflega tekið á móti okkur við skráningu af dr. Pam de Wit og fyrirliði systranna segir nokkur orð um aóstæður á staðnum, Hegralæk (Heronbrook). Von er á Brian Russell sem ásamt Pam er leiðandi í svokölluðu Birmingham-mód- eli og þau ætla að vera með okkur þessa þrjá daga. Hann hefur farió að ná í ein- hvern prófessor sem boðinn var með á kynningarkvöldið. Svo birtast þeir, Brian, dökklæddur meó prestaflibba, leiðir há- vaxinn, dálítið luralegan mann, prófessor John Hull, sem reynist vera algerlega blindur og það í marga áratugi. En ann- að vekur athygli mína og fær brátt tákn- ræna merkingu í huga mínum - prestur- inn svartklæddi er á strigaskóm. Saga Birmingham og andlegt líf þar er kynnt í máli og myndum, allt frá því eng- ilsaxinn Beowormur setti niður heimili sitt (ham) þarna vió ána. Síðar braust iðnbyltingin fram meó fyrirtækjum og söfnuóum fólks annarra kirkjudeilda en anglikana (ensku þjóókirkjunnar) í farar- broddi því ekki þurfti sérstakt predikun- arleyfi þarna. Loks kemur að nútímanum með miklum fjölda innflytjenda af marg- víslegum trúarbakgrunni, alþjóðavæð- ingu og blikum á lofti í bílaiðnaðinum. Blindur prófessor Svo erjohn Hull allt í einu tekinn til máls og trúin og sagan fléttast saman með hrífandi hætti og kallið til að lifa og starfa undir merkjum Krists í nýju þjóófé- lagi og nýrri Evrópu skilur mig eftir berg- numinn. Eg reyni hér að tæpa á fáeinum atriðum sem hann fjallaði um en hann hafói ekki verið beóinn aó fjalla um neitt sérstakt. Hann talaói um mikilvægi þess að fræða og þjálfa leikfólk til þjónustu og í því sambandi sérstaklega um þörfina á að leiða fólk út úr þjáningu sinni og gera því kleift að geta með Kristi horfst í augu við þjáningu heimsins. Og aó Ijóst sé, inn í hvers konar kirkju við viljum leióa fólk. Til hvers erum við aó fræða og þjálfa leikfólk til kirkjulegar þjónustu? Jú, við þurfum aó leiða fólk inn í þríþætta kirkju, heilaga, almenna og postullega. Heilögu kirkjunni kynnumst við með hlutdeild í staðbundnum söfnuði þar sem við komumst í snertingu við trúar- legar rætur og upplifum helgi guðsþjón- ustunnar og sakramentanna á stað sem er okkur heilagur. En vió megum ekki verða sjálfhverf og eigingjörn. Vió verð- um að upplifa kirkjuna jafnframt sem al- menna - að henni tilheyrir fólk af ýmsu þjóðerni og mörgum kirkjudeildum. I þriðja lagi verður að Ijúka því upp fýrir fólki að kirkjan er postulleg, þ.e. hún er send, hún hefur hlutverk, þjónustu í heiminum. Og eins og þaó er mikilvægt að hver kristin manneskja finni sig heima í staðbundnum söfnuði og upplifi sig sem lærisvein Jesú Krists með hlutdeild í hinni stóru kirkju um víða veröld þá er einnig brýnt að sem flestir finni sér hlut- verk í þeirri þjónustu sem kirkjunni er fal- in af frelsara sínum og Drottni, Jesú Kristi. Kirkjuleg fræðsla og uppbygging á að laóa til þjónustu í hlýóni við vilja Guós. Þjálfun leikfólks Vió fengum þessa daga að heyra um tví- ræðar aðstæóur sem enska kirkjan býr við. I hugum margra er hún tengd heims- veldi fortíðarinnar og bliknandi vegsemd 22

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.