Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 11
Jesú-myndin sýnd á fœðingarstað Stalíns í Georgíu árið 1989. til sýningar hafði hún þegar breytt lífi margra sem að henni komu. Boðskapur hennar og áhrifamikill leikur Brian Deacon í hlutverki Krists sáu til þess. Warner Brothers sáu um dreifingu myndarinnar og var hún frumsýnd árið 1979. Ári síðar höfðu milljónir Banda- ríkjamanna séð hana í yfir eitt þúsund kvikmyndahúsum og í dag er talið að rúmlega þrír og hálfur milljarður jarðar- búa hafi séð myndina! „Okkur finnst ekki að nokkur maður þurfi að læra nýtt tungumál til að kom- ast að því hvernig hann komist til himna,“ segir Paul Eshleman sem er framkvæmdastjóri verkefnisins. Myndin hefur nú verið þýdd á 606 tungumál og sýnd í 233 af 234 löndum heimsins. Sýn- ingar hafa farið fram í kvikmyndahúsum, skólum, fangelsum og stjórnarráðsbygg- ingum. Henni hefur jafnframt verið varp- að á veggi hindúamustera og stór sýn- ingatjöld við moskur múslima. I raun má segja að hvar sem fólk fyrirfmnst er hægt að sýna myndina, jafnvel á sjávarströnd- um og í eyóimörkum. Þegar aðstandendur myndarinnar hafa valið sýningarstað og fengið leyfi fýrir sýn- ingu er hún auglýst og reynt að ná til sem flestra. Sýningarnar eru alltaf ókeypis og fólk á öllum aldri kemur til aó sjá þennan Jesú sem margir eru að heyra um í fyrsta sinn. í lok myndarinnar er fólk hvatt til að taka við Jesú sem frelsara sínum. Síðan eru ráðgjafar til viðtals um boðskap myndarinnar og daginn eftir sýningu er haldinn fyrirlestur um kristna trú til aó hjálpa fólki að stíga fýrstu skrefin. Sú ákvörðun að gera myndina þannig úr garði að allir kristnir hópar gætu sætt sig við hana hefur leitt til þess að fleiri en þúsund kirkjudeildir og kristniboós- samtök víða um heim hafa notað hana til boðunar. Þetta skilyrði sem sett var fýrir gerð myndarinnar hefur því reynst afar mikilvægt fýrir útbreiðslu hennar og víða hafa ólíkir söfnuðir tekið höndum saman um eftirfýlgdina. enn er verið aó þýða myndina á ný tungumál. Heimasíða Jesúmyndarinnar, www.jesusfilm.org, er einnig stór liður í starfinu og nýlega var gerð sérstök barnaútgáfa af myndinni. Jesúmyndin hefur verið gefin út á DVD og hægt er að sækja hana í fullri lengd á fjölmörgum tungumálum á netinu. Því má segja aó á nýrri öld komi ný sóknarfæri fýrir þessa tuttugu ára gömlu kvikmynd um frelsar- ann frá Nasaret. Og nú árið 2000 er loks útlit fýrir að við íslendingar fáum okkar útgáfu af myndinni, þýdda á íslensku. Myndin veróur textuð þar sem íslendingar þekkja varla talsetningu leikinna mynda ef barnaefni er undanskilið. Undanfarið hefur hópur manna úr Þjóðkirkjunni unnió að verkefninu og verið er aó vinna að inngangs- og lokaorðum myndarinn- ar en þar er fólk m.a. hvatt til eftirfýlgdar viðjesú Krist. Textinn sem notaður hefur verió í öðrum þýðingum þótti ekki henta okkar menningarsamfélagi og því var ákveðið að breyta honum. Það hlýtur að vera bæn okkar að verkefnið gangi vel og sem flestir megi hljóta blessun af að því að horfa á myndina. NOREGUR uml: Ný kristniboðshreyfing verður til Norska heimatrúboðið, Det norske lutherske Indremisjonsselskap, og norska Santalmisjonen hafa ákveðið að sameinast og mynda nýja hreyfingu frá og með næstu áramótum undir heitinu Normisjon. Þetta veróur næststærsta kristniboðshreyfingin í _|_ Noregi á eftir Norsk luthersk misjonssamband, sem Samband íslenskra kristniboðsfélaga er í samstarfi vió. Norska heimatrúboóið er stærsta heimatrúboóshreyfingin í Noregi með um 2.500 félög og hópa og 50.000 félaga. Santalmisjonen er með um 1.300 félög og hópa og um 50 kristniboða að störfum erlendis. Saman eiga þessar hreyfingar um 850 samkomuhús. Ákvörðun um sam- einingu var endanlega tekin á aðalfundum beggja hreyfinganna á þessu ári. Aðal- framkvæmdastjóri verður Anfin Skaaheim sem var áður framkvæmdastjóri Norska heimatrúboðsins. víða1 i verold Þó svo að nú séu liðin meira en 20 ár frá frumsýningu myndarinnar um Jesú er Ijóst að verkefninu er hvergi nærri lokið, 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.