Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.2000, Qupperneq 23

Bjarmi - 01.11.2000, Qupperneq 23
kóngafólks. Hún býr líka við mjög erfió- an fjárhag í samanburði við það sem við þekkjum frá Norðurlöndum. Skortur er auk þess á prestum um þessar mundir. Oll sókn kirkjunnar byggist því á auknu sjálfboðastarfi. Þetta fer saman við guð- fræðilega áherslu á að söfnuðurinn byggist upp við að hver þjóni öðrum í kærleika. Vitnaó var til þess biblíulega skilnings að þjónustan sé Guðs verk sem hann felur söfnuðinum en ekki prestin- um einum. Fjórði kafli Efesusbréfsins er góð lesning í þessu samhengi. Gengið er út frá því að Guó hafi gefið fólki gjafir sem hægt er að laða fram og þroska. Hegralœkur (Heronbrook), ráðstefnusetrið. I Birmingham, sérstaklega, fannst mér markvisst unnið að fræðslu og þjálfun leikfólks til kirkjulegrar þjónustu út frá skýrri heildarsýn (Birmingham-módelið). Inn í þessa mynd kemur starfsþjálfun presta með áherslu á hópvinnu og þjón- ustuhugsun innan kirkjunnar. Vissulega gætir óöryggis meðal sumra presta varó- andi stöðu þeirra þegar aukinn fjöldi leikmanna kemur til starfa við hlið þeirra og þá jafnframt með vaxandi menntun og þjálfun. Lykilatriði er að prestar átti sig á að staða þeirra versnar ekki heldur breytist. Tilsjón með þeim sem þjóna og samhæfing kraftanna verður stærri þátt- ur prestsstarfsins og það að greina gjafir fólks og hvetja það til að þroska þær. I Bretlandi er boðið upp á ýmis kirkju- leg grunn-fræðslunámskeið sem standa jafnvel í eitt til tvö ár (t.d. með vikulegri samveru) og síðan styttri þjálfunarnám- skeið fyrir þá sem vilja. Reynslan sýnir hve fólki er dýrmætt að geta haldið áfram en enda ekki í blindgötu eftir að áhugi hefur vaknaó á frekara námi eða þjálfun sem opnar möguleika til aó gefa af sér í þjónustu. Viö þjálfun er rík áhersla á að samtím- is fari af stað í söfnuði ferli sem miðar að því að taka við viðkomandi leikmanni í þjónustu. Presti og sóknarnefnd er gert aó vinna saman ákveóna vinnu og skuld- binda sig formlega. Þjónustan getur tengst helgihaldinu, einhvers konar fræðslustarfi eða heimsóknar- og líknar- þjónustu. Við lok meiriháttar námskeiða afhendir biskupinn skírteini í dómkirkj- unni og með fleiri aðferðum er leikfólki og forráðamönnum safnaóa sýnt að fræðsla og þjálfun leikfólks er viður- kennd. M.a. eru ýmis embætti leikfólks í söfnuðum sem tiltekin menntun er aó baki, svo sem lesarar (readers). Reynslan sýnir að við fulloróinsfræðsl- una hentar síður að leggja einhliða áherslu á beina kennslu, fremur að fólk uppgötvi sannindin saman, t.d. með því að glíma við biblíutexta eða leita upplýs- inga um hverfið sitt sem lið í námskeiði um heimsóknarþjónustu. Fólki er gefið tækifæri til að læra og á því hafa margir áhuga. Líka reynist mikilvægt aó per- sónuleg uppbygging og sjálfsstyrking sé fléttuð inn í svona námskeió. Góð að- ferð virðist að láta fólk draga lífssögu sína inn í verkefnin. Hjálpa fólki til að sjá gjafir sínar og að Guð hefur, þrátt fyrir allt með ýmsu móti, verið að vinna í lífi þess. 23

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.