Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 28
í fiskabúri
ski/ur mikiö eftir s/g
Þann 31. ágúst síðastliðinn lagói
hópur tíu ungmenna úr Kristilegu
skólahreyfingunni af stað til Eþíópíu.
Leiðsögumaóur var Guðlaugur Gunnars-
son (Gulli) en hann hefur verið kristni-
boði í Eþíópíu í 13 ár. Þessi ferð tók 25
daga og ferðuðumst við vítt og breitt um
Suðvestur-Eþíópíu.
Þessi ferð var engin skyndiákvörðun
heldur má segja að hugmyndin hafi
vaknað árið 1997. Þá fór hópur til Kenýu
undir leiðsögn Kjartans Jónssonar
kristniboóa. Þau kölluðu sig KRUNG,
eða Kristniboósferð unga fólksins. Hóp-
urinn var gríðarlega ánægður með ferð-
ina og talað var um að svona ferð þyrfti
að fara aftur.
Haustió 1999 tók Samband íslenskra
kristniboðsfélaga (SÍK) þá ákvöróun að
standa aftur fyrir KRUNG-ferð en aó
þessu sinni til Eþíópíu. Byrjað var að
auglýsa ferðina í samvinnu við Kristilegu
skólahreyfinguna og skráðu sig 15
manns á aldrinum 18-34 ára.
Þá hófst undirbúningurinn á fullu. Við
hittumst reglulega um veturinn og hlýdd-
um á fræðsluerindi um kristniboðið og
Eþíópíu. Við borðuðum einnig eþíópsk-
an mat og skipulögðum fjáröflun sem
við stóðum í jafnt og þétt yfir veturinn.
Því mióur heltust nokkrir úr lestinni en
aðrir bættust vió svo lokatala þátttak-
enda í feróinni var eins og áður segir tíu
manns auk fararstjóra.
Loks rann hinn langþráði dagur upp,
31. ágúst. Eftirvæntingin var gríðarleg.
Rétt fyrir klukkan 11 um kvöldið lögðum
vió af stað á einkabílum og komum að
Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hittumst við
þar. Þar var einnig staddur annar hópur,
Rafiki-hópurinn, sem var að fara í sömu
erindagjörðum og við en til Kenýu. Eftir
innritun og langar kveójustundir fórum
við inn fýrir hliðið og við fórum í loftið
klukkan tvö um nóttina.
Við áttum eftir að eyða löngum tíma í
flugi. Fyrst flugum við til Kaupmanna-
hafnar, síðan til Amsterdam og þaðan til
Nairóbí í Kenýu. Þar sóttu Ragnar Gunn-
arsson og Kristín Bjarnadóttir okkur á
flugvöllinn og fóru með báða hópana á
kristniboðsstöðina. Eftir smáblund fór-
um við í Nairóbí-þjóðgarðinn þar sem
við skoðuðum sebrahesta, gíraffa, nas-
hyming, Ijón, gasellur og mörg fleiri villt
dýr. Eftir gómsæta sebra-máltíð fórum
við út ájomo Kenyatta-flugvöllinn í
Nairóbí en þaðan flugum við til Addis
Abeba í Eþíópíu.
Við vorum komin til Addis að kvöldi 2.
ágúst og fórum suður á bóginn tveimur
dögum síðar. í Addis skiptum við pening-
unum okkar yfir í birr sem er gjaldmiðill
Eþíópíu. Einnig notuóum við tímann til
að kynnast landinu aðeins. Við litum í
búðir til að leggja drög að seinni tíma
verslun og borðuðum eþíópskan mat á
veitingahúsi. Þetta var góður endapunkt-
28