Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 20
litu í kring, sáu þeir engan framar hjá sér nema Jesú einan.“ Það eru ekki krafta- verkin sem eru aðalatriðið og halda okk- ur hjájesú heldur ástarjátning hans: „Eg elska þig.“ Máttur Guðs kemst aó A ummyndunarfjallinu fengu lærisveinar Jesú að upplifa og sjá heim sem er mönnum venjulega ósýnilegur. Þó að við sjáum ekki þennan yfirnáttúrulega heim þá segir Biblían okkur að hann sé jafn- raunverulegur og hinn sýnilegi. Það eru tengsl milli þessara heima. Það sem ger- ist í andaheiminum hefur áhrif á líf okk- ar og öfugt. Og báðum megin eru góð og il! öfl sem takast á. Hvert augnablik lífsins eigum við um tvennt að velja, að ósýnilegur heimur sé til og lifa samkvæmt því eða að ekkert sé utan efnisheimsins og lifa samkvæmt því. Hið sorglega er að margir kristnir menn lifa án þess að gera ráð fyrir hin- um yfirnáttúrulega heimi. Þeir eru endur- fæddir sem er yfirnáttúrulegur atburður en eftir það lifa þeir lífinu í eigin mætti. Það sem gerist því mióur oft er að við missum sjónar á því samhengi sem vió í raun erum í. Það er hægt að vera á kafi í kristilegu starfi og gera ekki ráð fyrir mætti Guðs. Þá verður þetta aldrei ann- aó en mannaverk, þaó skilar einhverju af sér en ekki ávexti sem varir. Jesús stendur við dyrnar og knýr á. I bæn opnum vió fýrir honum, fyrir elsku, mætti og vilja hans. Hann vill fá aðgang að starfi okkar í kristilegu félögunum og í kirkjunni. En hann vill ekki bara fá að komast að, heldurvill hann vera leiótog- inn og hirðirinn. Hann vill fá að koma og þjóna okkur og gera okkur hæf í bar- áttunni í sínu ríki. Hann vill styrkja okkur í krafti máttar síns. „Því aó baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, vió heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimn- um“ (Ef. 6,12). Vió erum hvött til að biðja á hverri tíð í anda, aó missa ekki sjónar á mætti Guös í þessum heimi. Við heyrum ekki rödd andans nema við sleppum því sem við fyllum hendur okkar með, okkar eig- in verkum. Til þess að bæn okkar verói samkvæmt vilja Jesú veróum við að koma með tómar hendur og spyrja: „Hvað vilt þú, Drottinn? Hvaó hefur þú í hyggju með líf mitt, með félagsstarfið, með samfélagió?" Okkur er alveg óhætt að treysta honum fyrir aðferðunum því aó hann hefur yfirsýn. Hann er Guó hins sýnilega og ósýnilega heims og Jesú er gefið allt vald á himni og jörðu. Leyfum honum að fýlla tómar hendur og vinna sitt verk. Guð gefur af ríkdómi dýrðar sinnar Með hliðsjón af atburðinum á ummynd- unarfjallinu er eðlilegt að velta fýrir sér hvers vegnajesús umbreytir ekki heimin- um á svipstundu þannig að vilji hans nái fram að ganga og öllum verói Ijóst hver á valdið. Almætti Guðs birtist í kærleik- anum, í holdtekju elsku hans. Guó vill persónulegt samband við sköpun sína og virðir okkur sem persónur með frjáls- an vilja og tengslin geta því aldrei orðið ávélrænu plani. Guð umbreytir ekki okk- ar innra eðli nema við leyfum honum þaó. Bænin er viljayfirlýsing um að gefa Jesú aðgang að lífi okkar. í bæninni gef- umst vió Jesú og þannig getur ávöxtur anda hans komið fram í lífi okkar. En ávöxtur sem á upphaf sitt í eðli Guðs er kærleiki, gleói, friður, langlyndi, gæska, góóvild, trúmennska, hógværó og bind- indi (Gal. 5,22-23). Takmark Krists með sköpun sína er fullkomnun, að sköpun hans endurspegli dýrð Guðs. Þroskaferil kristins manns, helgunin, er að líkjast Jesú æ meir, að eðli hans vaxi fram í okk- ar lífi. Eigum við ekki að vænta þess að upp- lifa tákn og undur? Guð er kærleiksríkur faóir sem vill gefa börnum sínum allt með sér. „Hann stendur við dyrnar og knýr á“ og vill að við þiggjum af hendi hans allt það sem hann vill veita okkur. Því að hann elskar okkur og þekkir þarfir okkar og þrá betur enn við þekkjum okk- ur sjálf. Hann megnar að gjöra langt fram yfir allt það sem við biójum eða skynjum (Ef. 3,20). Nærtækt dæmi er faðir drengsins með óhreina andann. Hann leggur af stað til þess að fá lækningu fýrir drenginn og fær að upplifa það að sjá hann heilbrigðan. En það gerist eitthvað meira sem faðir- inn hafði ekki séó fýrir. Þegar hann ræðir vió Jesú um drenginn vaknar bænin í hans eigin hjarta um að Jesús hjálpi einnig honum. Og bænasvarið er að í kraftverki Jesú sér hann stórvirki Guðs. Tákn og undur eru aldrei takmark í sjálfum sér heldur þaó að Guð verði veg- samaður. Kraftaverkin eru eðlileg í Guðs- ríkinu en eru ekki markmið hins kristna lífs. Jesús lifði hér ájörð til þess að gjöra Guð dýrólegan og við erum send í heim- inn með sama markmið. „Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni, það mun ég gjöra, svo að faóirinn vegsamist í synin- um. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni, mun ég gjöra það“ (Jóh.14,13- 14.). „En honum, sem í oss verkar meó krafti sínum og megnar að gjöra langt fram yfir allt það, sem vér biðjum eða skynjum, honum sé dýrð í kirkjunni og í Kristi Jesú um öll æviskeið, öld eftir öld. Amen“ (Ef. 20-21). Máttur Jesú Pétur postuli rifjar upp atburðinn á um- myndunarfjallinu í öðru bréfi sínu til safnaðanna. Hann segir að Jesús hafi birt honum að hann mundi bráðum deyja og trúlega hefur hann fengið að vita að hann myndi verða krossfestur eins og meistari hans. I kringum sig sér Pétur fjölda kristinna manna ofsóttan og jafnvel drepinn sakir trúar sinnar. Við þessar kringumstæður er máttur og há- tign Jesú ekki augljós, að allt vald sé honum gefið á himni og á jörðu. En í þessum aðstæðum rifjar Pétur upp sögu- legar staðreyndir sem styrkja hann í trúnni og voninni á mátt Jesú: „Og það er rétt af yður að gefa gaum að því {þ.e. orði Guðs} eins og Ijósi, sem skín á myrkum staó, þangað til dagur Ijómar og morgunstjarna rennur upp í hjörtum yðar (2. Pét. 2,19).“ Heimildir: Barrs, Jerram og Macaulay, Ranald. (1978). BeingHuman. Illinois: IVP. Hallesby, Ole. (1978). Úr heimi bænarinnar. Reykjavík: Bókaútgáfan Salt. Malm, Magnus. (2000). Fotspor i glasstrappen. Oslo: Luther forlag. Wigen, Tore. (1987). Tro og lidelse. Oslo: Credo forlag. 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.