Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2001, Page 9

Bjarmi - 01.06.2001, Page 9
ráðum og hellti mér út í tónlistina íTón- listarskóla Akureyrar og kláraði 7. stig í píanóleik vorið sem ég útskrifaóist úr Menntaskólanum á Akureyri. Einnig var ég þá kominn með nokkur stig á saxó- fón.“ Oskar spilaði í stórsveit Akureyrar og stjórnaði kór Menntaskólans næstu árin. Samhliða tónlistarnáminu kenndi hann vió Tónlistarskóla Eyjafjarðar og tók virkan þátt í Hjálpræðishernum. Um þennan tíma segir Óskar: „Þetta voru strembin en skemmtileg ár og ég sakna þeirra að mörgu leyti. I tónlistinni fann ég eitthvað sem ég hafði gaman af að gera og átti auðvelt með.“ Óskar vildi nú víkka sjóndeildarhring- inn. Árið 1991 fluttist hann ásamt Bente konu sinni suóur til Reykjavíkur. Hann hóf nám í Tónlistarskóla FIH og kynntist þar Sigurði Flosasyni saxófón- leikara. „Sigurður hvatti mig til dáóa í tónlistarnáminu og tók mig undir sinn verndarvæng. Hann ráðlagði mér að fara í Tónlistarskólann í Reykjavík sem ég og gerði. Þar lauk ég námi á saxófón og kláraði blásarakennaradeildina 1995 með flautu og klarinett sem aukahljóð- færi. Saxófóntímarnir hjá Sigurði leidd- ust oft yfir í „djassdjamm" á píanóinu. Þá opnuðust oft dyrnar á stofunni og augnaráóið í gættinni gaf til kynna að svona ætti nú varla við í Tónlistarskóla Reykjavíkur!" Fyrstu árin eftir að þau hjónin fluttust suóurvoru þau bæði í námi en Óskarvar svo heppinn að fá starf í Borgarleikhús- inu við að spila „dinner“ í hléi og í gegn- um það náði hann ýmsum samböndum. Eftir að Óskar lauk námi í Tónlistar- skólanum í Reykjavík varð hlé á náminu en árið 1997 fór hann með fjölskyldunni til Bandaríkjanna. Þar tók við tveggja ára meistaranám í tónlist við University of Miami. Margir þekktir tónlistarmenn heimsóttu skólann meðan Óskar var þar við nám. Þetta er með vinsælustu djass- skólum Bandaríkjanna og þekkt fólk hef- ur útskrifast þaðan. I náminu fléttuðust saman útsetningarfræði, tónsmíðar og hljóðversvinna. Námsáfangarnir voru fjölbreyttir: kvikmyndatónlist, auglýs- ingatónlist, djasstónsmíðar, klassískar tónsmíðar, útsetningar fyrir stórsveit, sinfóníuhljómsveit og kammersveit, raddútsetningar, tæknivinna í hljóðveri, tölvutónsmíðar og fleira. Þaó var því nóg að gera og aldrei mátti slaka á. En fjölskyldan bjó vió góðar aðstæóur og naut veóurblíðunnar á Miami. Árið 1999 lauk Óskar náminu og fjölskyldan flutti heim aftur. Hefur hann lagt frekara nám á hilluna í bili a.m.k. Eftir að hafa heyrt um uppvöxt og námsferil Óskars víkur samtalinu að nú- verandi viðfangsefnum Óskars. „Árið 1992 fékk Hafliði Kristinsson, forstöðu- maður Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík, mig í hlutastarf við píanóundirleik á samkomum og til að æfa upp kór. Smám saman jókst þetta í umsvifum og nú er ég nánast í fullu starfi hjá söfnuð- inum sem tónlistarstjóri. Frá 1995 hef ég líka mikið unnið að geislaplötum við útsetningar, undirleik og upptökustjórn. Sú vinna jókst mikið eftir aó ég kom ... en fyrsta stóra verkefnið eftir að ég kom heim var að útsetja og stjórna tónlistinni í söngleiknum „Kysstu mig, Katau. Þar reyndi mjög á það sem ég hafði lcertytra. Síðan sá ég um gospeltónleikana á Kristnitökuhátíðinni og stofnaði Gospelkór Reykjavíkur í því sambandi. 9

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.