Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2001, Page 37

Bjarmi - 01.06.2001, Page 37
nokkuð stór. Þá voru tíu kristniboðar í Eþíópíu á okkar vegum og að auki tvær íslenskar fjölskyldur á vegum Norska kristniboðssambandsins, samtals fjórtán manns, en síðan hefur þeim fækkað í tvo til þrjá á öðrum tímum. Hefur ungt fólk áhuga á kristniboði og kristni- boðsstörfum? — Já, það eru margir sem hafa áhuga á kristniboðinu en það má velta því fyrir sér hve djúpt sá áhugi ristir. Það ríkir góður skilningur á gildi kristniboósins og ýmsir eru tilbúnir til að leggja eitthvað að mörkum eða fara til starfa um skemmri tíma. Það er allt gott um þetta aó segja en það sem við þurfum fýrst og fremst á aó halda er fólk sem vill fara til starfa í kristniboðslöndunum um lengri tíma. Þeir hafa ekki verið margir hér á meðal okkar sem hafa gefió til kynna að þeirséu tilbúnirtil þess. Ef við hins vegar horfum á heiminn sem heild þá er ekki hægt annað en að segja að það sé mikill áhugi á kristniboði, líka meðal ungs fólks. Sennilega hefur aldrei verið eins mikill áhugi á kristniboði innan kristninnar og nú og ef við skoðum kristniboðsráðstefnur sem eru haldnar víða um heim þá eru þær fjölsóttar og ungt fólk gjarnan áberandi, oft í meiri- hluta. Nýlega var t.d. í Danmörku ráð- stefna þar sem voru saman komnir um 800 unglingar. Ahugi ungs fólks er því víða mjög mikill en vió vildum gjarnan sjá meira af honum hér á landi. Því má þó ekki gleyma að við höfum nýlega sent ungt fólk til starfa í Kenýu. Af hverju telur pú að áhuginn he'r á landi risti ekki dýpra þannig að hann skili sér í meiri fjölda þeirra sem vilja fara út til starfa? — Það er sjálfsagt margt sem stuðlar aó því. Það er auðvitað svo að lifandi kristindómur og kristniboó fer alltaf saman þannig að það sem þarf fyrst og fremst er fólk sem er lifandi í trú sinni og brennandi í andanum. Svo er náttúrlega ýmislegt sem stendur í veginum. Ungu fólki stendur margt til boóa, það hefur ótal tækifæri og því getur verið erfitt aó ákveóa hvar það vill hasla sér völl í lífinu. Mörgum kann að finnast það stórt skref að fara út í kristniboósstarf í framandi landi og skuldbinda sig til margra ára. Eru þessi löngu starfstímabil, allt að fjögur ár, þá eftil vill oflöng? — Vió erum fyrst og fremst með þetta langan tíma á fyrsta starfstímabili kristniboðanna. Astæðan er sú að það tekur langan tíma að setja sig inn í starfsaðstæður. Nýir kristniboóar þurfa að læra tungumál innfæddra, kynnast menningu og siðum, setja sig inn í starf og starfshætti kirknanna sem við störfum með o.s.frv. Þetta gerir þaó að verkum að vió teljum þörf á fjögurra ára starfs- tímabili a.m.k. í byrjun. Síðan er algengt ef fólk fer annað tímabil til starfa að það sé þrjú ár. Það þekkist líka aó fólk geri sex ára samning en komi þá heim í frí í þrjá mánuði á tveggja ára fresti. Hver eru helstu verkefnin sem lögð er áhersla á núna íkristniboðsstarfnu? — Hér á heimavelli erum við fýrst og fremst aó vinna aó því að efla áhugann á kristniboðsstarfinu og fá fleiri til að styðja það með fyrirbæn og fjárframlögum. Einnig reynum við að vinna að því að fá fleiri kristniboða til að fara til starfa. Úti á kristniboðsakrinum erum við með þessi hefðbundnu verkefni. Við leitumst vió eftir því sem vió höfum mannafla til að byggja upp starf á nýjum stöðum bæði í Eþíópíu og Kenýu. Einnig þarf aó styrkja starfió með leiðtogaþjálfun og fræðslu. Þá vinn- um við aó ýmsum þróunarverkefnum sem eru mikilvæg og kalla einnig á mannafla. Er innlenda kirkjan í þessum löndum að verða það öflug að hún geti brátt staðið á eigin fótum eða verður alltaf þörf fyrir einhverja kristni- boða? — I Eþíópíu er þegar orðin sterk, lúth- ersk kirkja. I henni voru um 3,3 milljónir um síðustu áramót. Hún hefur á að skipa mörgum mjög góðum, innlendum leiðtogum sem sjá um starfið. Það er engin þörf á að hafa kristniboða á þeim stöðum þar sem við hófum starfið, t.d. í Konsó. Þar eiga menn að geta bjargað sér sjálfir og hafa reyndar gert það vel þar sem þeir hafa verið án kristniboða í mörg ár. Aftur á móti eru ný svæði þar sem starfió er ungt og jafnvel þjóðflokk- ar sem ekki er enn hafió starf á meðal. Þar þarf kristniboða og innlenda kirkjan biður okkur um að senda fólk til starfa á þessum nýju stöðum. Áherslan í Eþíópíu hefur því færst meira yfir á nýju svæðin. Við hófumst t.d. handa og byggðum kristniboósstöð í Voitó fyrir nokkrum árum en höfum því miður ekki haft kristniboóa til að senda þangað síðustu árin. Þar hafa danskir kristniboóar verið undan farin ár. Við tókum líka þátt í að byggja í Omó Rate sem er suóvestur af Konsó. Þar hafa einnig verið Danir en við hefðum gjarnan viljað hafa íslenska kristniboóa þar. Þetta eru staðir þar sem mikil þörf er að hafa kristniboða. Helgi Hróbjartsson er líka að störfum á nýju svæði. Hann vinnur meðal þjóðflokks sem kallast Sómalí en þaó er fjölmenn- asti þjóðflokkurinn í Afríku sem enn hef- ur ekki náóst til með boðun fagnaðarer- indisins nema í litlum mæli. í Kenýu er þessu svipaó farið. Útbreiðsla starfsins 37

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.