Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 4
Vakningin
er verk Guðs
Benedikt Arnkelsson
Kristnir menn fagna hverjum nýjum
lærisveini, sem játar nafn frelsarans
Jesú Krists, og bjóóa hann velkominn í
samfélagió eóa söfnuðinn. En oft langar
þá til að nýliðarnir yrðu miklu fleiri en
raunin er. Sá sem hér heldur á penna
minnist þess að um miója síðustu öld
töluóu trúaóir vinir hans oft um vakn-
ingu. Þeir þráðu endurnýjunartíma. Og
þá voru til - og eru kannski enn -
bókmerki sem á var letrað eitthvaó á
þessa leió: „Drottinn, gef oss vakningu
og lát hana byrja i' mínu hjarta." Þessi
bæn ætti sífellt að vera lifandi í hjörtum
trúaós fólks.
Reyndar hefur einhver sagt að orðió
vakning sé að missa merkingu sína af því
að það sé notaó í svo margvíslegu og
misjöfnu samhengi. Kristileg trúarvakn-
ing varðar fyrst og fremst nýja afstöóu
syndugra manna til Drottins og hjálp-
ræóis hans.
I Efesusbréfinu segir svo: „Guó er
auðugur aó miskunn. Af mikilli elsku
sinni, sem hann gaf oss, hefur hann end-
urlífgað oss með Kristi, þegar vér vorum
dauöir vegna misjörða vorra. Af náð eruó
þér hólpnir orðnir“ (Efes. 2,4-5). Efesus-
menn höfðu lifað í misgjörðum og synd-
um. Þeir geróu sér takmarkaða grein fyr-
ir því, þangaó til vottar Krist komu og
leiddu þeim fýrir sjónir hversu alvarlegt
það væri að brjóta heilög boðoró Guðs.
Þá var sem þeir vöknuðu af svefni, af
andlegum dauða. Þeir sáu að þeir voru
sekir fyrir Guði. En jafnframt var þeim
flutt fagnaóarerindið um Jesú Krist og
fórn hans á krossinum, mönnum til
hjálpræðis. Og þeir sem lögóu við hlustir
og tóku trú hlutu frið við Guð og góöa
samvisku. Þeir höfðu verió lífgaðir,
öðluðust lífið í Guði og fýrirheit um eilífa
sáluhjálp.
Þetta hafði einnig gerst í Jerúsalem á
hvítasunnudag. Þegar Pétur postuli flutti
prédikun sína fannst áheyrendum sem
stungió væri í hjörtu þeirra og þeir
spurðu hvaó þeir ættu aó gera. Pétur
hvatti þá til aó gjöra iðrun og láta skírast
til fýrirgefningar syndanna enda myndu
þeir öðlast heilagan anda. Andinn veitist
öllum þeim sem taka á móti Jesú Kristí
svo að þeirgeti lifaó honum. Þrjú þúsund
manns bættust í hóp lærisveinanna á
þessum degi (Post. 2).
Ur Gamla testamentinu má benda á
Davíó konung. Hann brýtur af sér gagn-
vart Batsebu og Uría og gerist sekur um
hórdóm og mannvíg. En hann vaknar og
iðrast. Misgjörðir hans veróa honum
óbærileg byrði. „Synd mín stendur mér
stöóugt fyrir hugskotssjónum. Gegn þér
einum hefi ég syndgað." Og hann veit að
Guó er sá sem fyrirgefur og hreinsar.
„Afmá allar misgjöróir mínar. Varpa mér
ekkí burt frá augliti þínu, veit mér aftur
fögnuð þíns hjálpræðis." Hann finnur
frið því aó hann segir: „Sundurmarió og
sundurkramið hjarta munt þú, ó, Guð,
eigi fyrirlíta.“ Og hann þráir að kunn-
gjöra lof Guðs (2. Sam. 11-12; Sálm.
51).
Vakning leiðir ekki alltaf til afturhvarfs
og trúar. En þaó er markmið hennar. Og
sumir kalla þaó eitt vakningu þegar
menn sjá syndir sínar og leita hælis hjá
Jesú Kristi sértil sáluhjálpar, láta frelsast.
Einkum er oróið notað þegar margir í
senn fara að leita frelsarans og gefast
honum.
Það er ekki á mannlegu valdi að koma
af stað sannri, kristilegri vakningu, hvorki
meó mælskulist, söng, sýningum eóa
neinu skipulagi. Samhengið milli Guðs
Samhengiö milli Guös orös sem sáö er,
sáömcmnsins, bænar, áhrifa heilags anda og
ástands hjartnanna sem sáökorniö fellur í -
þetta er djúpur leyndardómur sem okkur
mönnum er hulinn (sbr. Matt. 13).
4