Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.2001, Side 7

Bjarmi - 01.11.2001, Side 7
Norski kristniboóinn Marie Monsen kom mjög vió sögu í vakningum sem uróu í Kína snemma á öidinni sem leió. Hún varói löngum tíma til bæna. anna, sem sóttu námskeióió, og þær stöllurnar voru sannfæróar um að þar hefói bænin haft sitt að segja. Bænin greiddi ekki aðeins fyrir vakning- unni heldur hjálpaði líka trúaða fólkinu til að vera reióubúið þegar hún kom. Þá var biðtími bænarinnar liðinn. Bæði boðbera og samverkamenn þarf Guð að undirbúa, losa þá viö stolt og glæða traustið á Jesú sjálfum. Hann þarf að gera hópinn, samfélagið, bræður og syst- ur nær og Ijær, einhuga í bæninni. Marie Monsen þótti ekki tilkomumikill ræðumaður. Kínverskir prédikarar sögóu iðulega við hana: Við skiljum þetta ekki. Þú ert enginn ræðuskörungur. Við getum allir talað betur en þú. Og samt gerist allt þetta! Billy Graham og hans menn undirbúa samkomuherferðir sínar meó bæn og meó því að fá fólk til aó biója. Hann er sjálfur biðjandi maður, lifir og hrærist í bæn til Guðs. Á sjötta áratugnum var ráðgert að hann og samverkamenn hans færu í krossferð til Lundúnaborgar. Trúbræður og systur í Englandi ákváðu að styðja hann. Þau létu hendur standa fram úr ermum og hófu að undirbúa samkomurnar. Þau hvöttu m.a. fólk til aó biðja, biðja án afláts. Mánuói áður en samkomurnar áttu að byrja voru þrjú þúsund bænahópar farnir að koma sam- an í Englandi. Graham átti marga vini í útvarps- og sjónvarpsstöðvum í heima- landi sínu og hann baó þá að hvetja fólk til bæna. I Kóreu voru mörg hundruð bænahópar sem minntust Grahams og áforma hans í Englandi. Fyrsta mars 1954 hófust samkomurnar í Lundúnum og má segja að andi Guðs hafi verið nálægur allt frá fyrstu stund. Fjöldi fólks gaf sig Guói á vald. - Biðji menn um vakningu þurfa þeir að vera trúir í því starfi sem fyrir er og mega ekki líta þaó smáum augum. Þó að kristniboðarnir á heióingjaakrinum sjái að í söfnuóunum séu sumir trúaðir ein- ungis að nafninu til, þá vita þeir að þar er líka fólk sem á lifandi samfélag við Drott- in. Þess vegna leggja þeir ekki árar í bát heldur halda áfram aó boða orðið. Sömu lögmál gilda í starfi hér heima. Trúfesti er þörf. Gildi kristilegs starfs fer ekki eftir fjölda eóa ytri ásýnd. Þaö er ekki góðs viti þegar menn flakka á milli samfélaga og safnaóa eftir því hvað þeir halda að þar sé á boðstólum. Kristnir menn eiga að finna sér andlegt heimili þar sem þeir eru fastir heimilis- menn og bæði njóta og leggja eitthvað af mörkum. Fæðan, sem þar er fram borin, verður að sjálfsögðu aó vera bráuð en ekki steinar. Trúaðir menn biðja því fyrir andlegu heimili sínu. Þeir eru heima og þeir bjóða þeim sem láta frelsast að verða líka heimilismenn. - Eigi vakning aó veróa varanleg þarf hún aó vera róttæk en ekki aðeins eft- irsókn eftir Ijúfum kenndum. Hún þarf að snerta samviskuna og viljann. Þá þarf boðskapurinn um synd og náð, um lögmál og fagnaðarerindi, aó hljóma svo aó hver sem hlustar geri sér grein fyrir al- varlegri stöðu sinni fyrir Guói en heyri jafnframt hvatninguna um að snúa sértil Drottins og taka í trú á móti fýrirgefn- ingu syndanna sem veitist vegna fórnar Jesú á krossinum. - Þeir sem þrá vakningu ættu að biója um visku og þjónslund. Þeir þurfa að vera fúsir til aó gefa af tíma sínum. Oft er erfitt að vitna um trúna í orðum. Þá get- ur verið auðveldara að reyna að fá fólk til aó koma þangað sem boóskapurinn hljómar. Trúin kemur af boðuninni. Oft er mikil nauðsyn á sálgæslu á vakn- ingatímum og þá er þörf mikillar visku. Við framköllum ekki raunverulega vakningu. Guð vekur menn fýrir anda sinn og hann notar orð Biblíunnar. Ver- um þess fullviss aó það er vilji Guðs að fólk vakni til iðrunar og trúar svo að það taki að fylgjajesú. Hann vill aó lærisvein- ar sínir vinni aó því að svo verði með því að sá orðinu og biója án afláts. Verum trú, hvert á sínum stað, og látum það vera einlæga bæn okkar að hann úthelli anda sínum á meðal okkar. Heimildir: Biblían. Vekkelsen ble en Andens aksjon, eftir Marie Monsen. Lunde Forlag, Osló, 1972. BillyCraham, eftirjohn Pollock. Lutherstiftel- sen, Osló, 1966. Netið. Benedikt Arnkelsson er guðfrceðingur og starfar hjá Kristniboðssambandinu. 7

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.