Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.2001, Qupperneq 11

Bjarmi - 01.11.2001, Qupperneq 11
Frá ALFA- námskeiði í Keflavík. í hóp starfsfólks safnaðarins, Nicky Gumbel. í árslok 1990 var honum falið að hafa umsjón með Alfa-námskeiðun- um. Þaó er skemmst frá því að segja að hann umbylti námskeiðinu, skrifaói bæk- ur um efni þess og skipti um markhóp. Hann gerói það aðgengilegt fyrir efa- hyggjufólk og þá sem hafa litla þekkingu á kristinni trú og fara sjaldan eða aldrei í kirkju. Mikið var lagt upp úr því að skapa þægilegt andrúmsloft svo að öllum gæti liðið vel og því hófst kvöldið meó góóri máltíó. Þegar kennslunni var lokió ræddu þátttakendur um efni hennar í umræóuhópum og þar var hægt aó koma fram með ýmsar spurningar tengdum efninu sem farið var í. Aóspuróur segist Nicky Gumbel hafa reynt, er hann mótaði nám- skeiðið, að hafa það með léttu yfir- bragói og óformlegt, þannig að fólk gæti komið og farið eins og það vildi. Námskeiðinu var frábærlega tekið og þegar árið 1 992 var farið að halda slík námskeió utan Holy Trinity kirkj- unnar. Árið 1993 voru haldin 200 Alfa-námskeió og þá þótti ástæða til aö halda ráðstefnu fyrir þá sem kenndu á námskeiðinu eða höfðu í hyggju að gera þaó. Slíkar ráðstefnur hafa síðan verið haldnar árlega í London. Fulltrúar frá Is- landi hafa sótt þær frá 1995 og síðan hefur námskeiðið verið kennt hér á landi, fýrst í Biblíuskólanum við Holtaveg, en síðar víóa annars staðar innan og utan þjóókirkjunnar. I júlí síðast liðnum höfðu Alfa-námskeið verið haldin í um 18.200 söfnuðum og samfélögum í 126 löndum meó um þremur milljónum þátttakenda. Þau hafa verið haldin á um 12 stöóum á Islandi. Sífellt berast fregnir af nýjum löndum og svæóum þar sem námskeiðið er kennt. Meira en 1,2 milljónir manna hafa farið á Alfa-námskeið á Bret- landseyjum. Áætlaður fjöldi Ár Skráó Alfa-námskeió þátttakenda frá upphafi 1992 5 1993 200 4.600 1994 750 26.700 1995 2.500 103.100 1996 5000 259.850 1997 6.500 543.290 1998 10.500 979.270 1999 14.200 1.556.570 2000 16.100 2.200.000 2001 18.200 Yfir 3 millj. Kannanir hafa leitt í Ijós að um 20% þeirra sem fara á Alfa-námskeið eignast trú ájesú Krist. Enskt tímarit sló því fram fýrir nokkru í fyrirsögn aó Nicky Gumbel hefði snúið 200.000 manns til kristinnar trúar og að hann væri valdameiri en erki- biskupinn af Kantaraborg. Þekkt dag- blað í Englandi spurði í fýrirsögn fyrir skömmu hvort Alfa markaói nýtt upphaf kristninnar þar í landi. Alfa er sannkallað ævintýri og nú starfa um 100 manns í Holy Trinity kirkjunni í London við að styðja framgang námskeiðanna um allan heim. Frumkvöðlar þess, Sandy Miller, Nicky Gumbel og fleiri, eru stöóugt á far- aldsfæti um heiminn til að halda fjöl- mennar Alfa-ráðstefnur eins og þá sem haldin er árlega í London. Söfnuðurinn gefur um 145 milljónir króna árlega til þessa starfs á alþjóðavettvangi. Sem dæmi um athygli sem Alfa- námskeiðið hefur vakið gerði David Frost, sjónvarpsmaóurinn heims- kunni, tíu einnar klukkustundar langa þætti um þau sem sýndir eru um þessar mundir á ITV, stærstu einkareknu sjónvarpsstöð Englands. Þar er fylgst með nokkrum einstak- lingum sem eru gott þversnið af þátttakendum námskeiðanna og at- hugað hvort þeir verði fýrir áhrifum á námskeiðinu. I upphafi fýrsta þátt- ar, sem ráðstefnugestir fengu að sjá, lýsti sumt af þessu fólki sér sem efa- hyggjufólki sem vildi kynna sér um hvað kristindómurinn snerist. Nokkrir höfðu liltlar væntingar til námskeiðisins. Um fimm milljónir manna sáu þrjá fýrstu þættina. Þrjú Alfa-námskeið eru í gangi samtím- is í Holy Trinity kirkjunni á mismunandi tímum dagsins. Þátttakendur eru allt að eitt þúsund á hverju námskeiði. Fjölmargir sem sótt hafa fýrri námskeið 11

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.