Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.2001, Page 19

Bjarmi - 01.11.2001, Page 19
Börn á heimili Litlu Ijósanna. A heimilinu eru 1 500 börn. mál fékk ég orð úr Biblíunni sem talaði beint til mín og hljóðaði svo: „Kaup þú akur rninn..." Með þessi orð að vega- nesti festum við kaup á landinu sem átti að kosta 3.6 milljónir. Við gátum safnað einni milljón í sept- ember 1995 fyrir útborguninni og þurft- um svo að vera búin að borga afganginn fýrir 20. júní árió eftir. Það leið og beið og um mánaðamótin maí-júní áttum við aóeins 500 þúsund þannig að okkur vantaði enn 2.1 milljón. Það var ekkert sem ég gat gert annað en aó liggja á bæn daginn út og inn og Guð gaf mér algjöra fullvissu um að þetta mundi ganga. I hvert skipti sem ég fór að biðja fann ég frið Guðs leggjast yfir mig eins og teppi þannig aó ég gat varla hreyft mig og tímdi því ennþá síður. I rauninni hafói ég ekki áhyggjur því ég vissi að Guð hefði þetta allt í hendi sinni. Hið eina sem ég þyrfti að gera væri aö halda mig aó bæn- inni. Svo var kominn 3. júní og það bólaói ekki á neinu. Egvissi að nú mátti ekki dragast lengur að senda peningana ef þeir ættu að ná í tíma. Það var sunnu- dagskvöld og ég segi svona við Guó: Jæja, nú verðum við að senda á morg- un.“ Þar sem ég var viss um að Guð myndi standa við sitt sagði ég við nokkra vini mína að við ætluðum að senda á morgun. Já, eru peningarnir komnir?“ voru viðbrögðin. „Nei, en þeir koma,“ svaraði ég í trú, en sá jafnframt að málið var mjög alvarlegt því við urðum að fá þetta land og ef við næðum ekki að Ijúka við að greiða þessar 2.6 milljónir gætum við misst milljónina sem við höfðum greitt inn á landið. Eg var alveg ákveðin í því að ef það væru ekki komnir pening- ar þá ætlaói ég samt að fara í bankann og bíða þar þangað til þeir kæmu inn á reikninginn. En svo klukkan tvö kom kona inn á skrifstofuna og rétti mér blað og þar stóð aó hún væri tilbúin að lána starfinu það sem upp á vantar fyrir land- inu, vaxtalaust þangaó til tekjur kæmu inn af jólakortunum. Fyrst hugsaói ég: „Nei, Guð ætlar örugglega ekki aó lána okkur þetta, heldur gefa,“ svo ég sagði: „Bíddu aóeins, ég er ekki alveg viss, ég hringi í þig ef það kemur ekkert annað." Það kom ekkert annað. Þetta var Guðs lausn og vió fórum saman í bankann og hún skrifaði ávísun upp á 2.1 milljón. Konan hafði fengið þessa peninga sama dag inn á reikninginn sinn, arf eftir for- eldra sína. Guó veit allt fyrirfram og við getum treyst honum. Við megum nátt- úrulega ekki freista Guðs, en ef við fáum fullvissu um aó Guð ætli að láta hlutina ganga upp þá gerir hann það. Oft hefur þetta verió mikil glíma og reynt á, en Guð hefur verið góður og trúfastur. Hann er faðir föðurlausra og hann veit um þarfir barna sinna. Það er mikil blessun að fá að taka þátt í svona starfi. Margir hafa reynt það bæði með því að koma og hjálpa til því alltaf er nóg að gera fyrir alla sem koma og ekki síður meó því að taka að sér að styrkja barn. Margir hafa myndað tengsl við börnin sín og sumir hafa jafn- vel heimsótt þau. Það er börnunum mjög mikils virði að vita að einhver vill styrkja þau sem hefur aldrei séó þau og þau skynja kærleikann á bak við. Þessi börn biðja daglega fyrir stuðningsforeldrum sínum og Islandi. Fólk getur ekki fengið sterkari liðsmann en barn sem biður fyrir því og blessar fyr- ir velgjörðir við sig þannig að þeir sem styrkja börn eru ekki bara að gefa heldur fá Ifka heilmikið í staðinn. 19

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.