Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2001, Síða 21

Bjarmi - 01.11.2001, Síða 21
Margir Indverjar fæóast inn í lágar stéttir og þurfa því oft aó betla mat og peninga á götunum. Okkur fannst Himalayafjöllin blasa vió okkur eins og himnaríki. Margt fólk kom til okkar sagóist vilja taka á móti Kristi og baó okkur um að biója meó sér. Nýja húsið komió langt áleióis og strax oróið meira en helm- ingi stærra en þaó sem fyrir var þó svo aó eldhúsió sjáist ekki enn. meó. Eftir margra klukkustunda lestarferð og akstur upp fjallshlíðarnar enduðum vió í fjallahéraði sem heitir Darjeeling þar sem nokkur þúsund manns búa. Húsin eru byggð í fjallshlíðina þannig að það er bara ein gata sem liggur í gegnum bæinn og svo voru bara eintómar tröppur. I Indlandi er mikil stéttaskipting og eru langflestir af lægstu stéttunum og því mjög fátækir. Mörg börn og fullorðnir betla mat og peninga úti á götum því þau hafa fæðst inn í lága stétt og þar af leið- andi vill enginn láta þau fá vinnu sama hversu lítil sú vinna væri. Samt getur þetta fólk ekki sofið á götunni sjálfri í Darjeeling eins og víða í Indlandi heldur hefur það lít- inn kassa eða hjall úr nokkrum spýtum því annars myndi þaó deyja úr kulda á næt- urnar. Þegar við komum til Darjeeling var eins og visst þunglyndi gripi hópinn. Andinn í loftinu var næstum því áþreifanlegur og okkur fannst allt svo vonlaust. Við vorum ekki með neina staði í boði til að vitna og á staó eins og Darjeeling, þar sem einhver yfirvöld var að finna, gátum við ekki verið meö neinn boóskap á götunum, því það er ólöglegt að vera kristniboði í Indlandi. Við reyndum að fara um í litlum hópum og tala vió fólk því allir voru forvitnir og vildu tala við okkur, en það gekk ekki vel því enginn talaði góða ensku og við vorum bara með einn túlk. Skólabörnin voru þau sem töluðu mest ensku þó það væri nú ekki mikió, en enginn skóli vildi taka við okkur því allir kennarar alls staðar voru hindúatrúar og stóð ógn af þessu fólki sem vildi halda öóru fram. Stórkostleg stund Þrem dögum eftir að við komum til Dar- jeeling fengum við okkur langan bænar- göngutúr. Við gengum upp að minnis- varóa og spurðum Guð í einrúmi ráða um þessa vonlausu stöðu okkar. Þegar við komum saman og ætluðum að bera sam- an bækur okkar kom stórt ský æðandi upp hlíðina og umlukti okkur, og innan fárra sekúndna byrjuðu þrumur og eldingar allt í kring og þar að auki kom haglél sem fékk okkur til að hlaupa í skjól þar sem höglin voru á stærð við vínber! Við fundum lítió skyggni sem við gátum naumlega staðið undir og fundum svo áþreifanlega fyrir Guði aó vió byrjuóum aó syngja eins hátt og viö mögulega gátum til að reyna að yf- irgnæfa lætin í þrumunum og haglinu. Svo á einu augnabliki var eins og skrúfað væri fýrir og skýið hélt áfram að æóa upp í móti. Skyndilega kíkti sólin í gegn og allt varó heiðskírt og beint á móti okkur blöstu Himalayafjöllin vió í allri sinni dýró langt fyrir ofan okkur þannig aó við feng- 21

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.