Heima er bezt - 01.04.1951, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.04.1951, Qupperneq 2
34 Heima er bezt Nr. 2 r^«~-■--------—? Heima er bezt Kemur út mánaðarlega, 32 síður. Ritstjóri: Vilhj. S. Vilhjálmsson. Utgefandi: Bókaútgáfan Norðri. Sími 3987. Pósthólf 101. Áskriftarverð, 12 blöð, kr. 67.20. Útsöluverð kr. 7.00 vert blað. Prentsmiðjan Edda h.f. ----------------------- Til lesendanna Sagt er. SAGT ER, að eftir að Stefán skáld frá Hvítadal var orðinn bóndi vestur í Dölum, hafi hann einu sinni sem oftar komið til Reykjavíkur og hitt kunn- ingja sinn í Bankastrætinu. Þeir heilsuðust og spurðu hvor annan um líðan og störf, en síðan barst í tal maður, sem var góðvinur beggja, Stefán mælti: „Og nú er hann loksins giftur.“ „Jú, það held ég. Þar kom að því.“ „Og er það satt, að hún færi honum tvö börn í búið?“ sagði Stefán enn- fremur. „Já, það er víst alveg rétt.“ Nú setti Stefán hljóðan. Svo sagði hann í þeim hógværa lífsreynslutón, sem hann oft og tíðum notaði: „Já, hann er eins og sumir þessir miklu reykingamenn, sem vilja ekki nema tilreyktar pípur.“ SAGT ER, að maður nokkur í Reykjavík, sem á upp'comna en þó unga sonu, hafi boðið heim til sín kunnum listamanni, og síðan hafi einn sonurinn verið látinn leika fyrir hann á slaghörpu. Foreldrarnir hlustuðu á hörpusláttinn af mikilli hrifni, og þá er sonurinn hafði leikið lagið á enda, sneri faðirinn sér að listamanninum og spurði af eftirvæntingu: „Jæja, hvcrnig lízt þér á?“ Listamaðurinn varð dálítið vandræðalegur, en sagði: „Mér lízt prýðilega á þetta.“ „Já, er það ekki?“ „Jú, það er Iifandis ósköp gott, að ungir menn temji sér að spila. Hvort það er ekki munur á svona, eða þegar unglingar eru öll kvöld út í bæ og leggja fyrir sig að stela!“ Myndirnar á forsíðu 1. mynd: íslenzkar konur hafa löngum verið snjallar að fást við hesta, enda hafa gæðingarnir veitt þeim margar dýrðar- stundir og fyllt hugi þeirra af kærum minningum. Mynd- in sýnir, að enn kunna íslenzkar húsmæður að sitja hesta sína með miklum glæsibrag. 2. mynd: Ungar stúlkur við hannyrðir á menntasetri Borgfirðinga, Héraðsskólanum í Reykholti. 3. mynd: „Bármikill sjór blekkir margan, en við logn em ek hálfu hræddari.“ 4. mynd: Gömlu baðstofurnar i sveitunum eru að hverfa og með þeim hverfur aldagamall þáttur úr íslenzku þjóðlífi. LANGUR TÍMI er ekki liðinn síðan fyrsta tölublað Heima er bezt kom út. Þó hafa blaðinu borizt bréf, bæði úr höfuðstaðn- um og utan af landi, þar sem menn láta í ljós ánægju sína með það, útlit þess og efni. Eru slíkar raddir lesendanna mjög vel þegnar, ekki sízt þegar fram koma leiðbeiningar um efnisval og annað sem að gagni mætti koma fyrir framtíð þess. Ein- staka bréfritari lætur í ljós, að auka þurfi efni, sem sérstaklega sé ætlað ungu fólki. Það má vel vera, að efnisvalið sé fyrst og fremst miðað við þá kynslóð, sem vaxin er úr grasi — og það var ekki tilgangur útgefanda eða ritstjóra, að eltast við það, sem sumir að minnsta kosti telja að sérstaklega muni kitla eyru ungs fólks. En margir vaða í villu og svima í því efni og á- stæða er til að ætla, að það sé skröksaga, að ungt fólk vilji helzt ekki lesa annað en reyf- ara og skröksögur, „slagara“ og þess háttar. Heima er bezt vill standa föst- um fótum á þjóðlegum grunni og leggja á það megináherzlu að tengja saman reynslu feðra okkar og mæðra og viðhorf hinna ungu, aðbúð þeirra nú og möguleika. í frásögnum af lífs- baráttu hinna fullorðnu álítur Heima er bezt, að hljóti að fel- ast hvatning fyrir þá ungu til góðra afreka fyrir sjálfa sig og þjóðina í heild. Eins og tekið var fram í fyrsta tölublaðinu, er þess fast- lega vænzt, að ritfærir menn, hvar sem eru á landinu, gerist samstarfsmenn ritstjórans, þannig, að þeir sendi honum greinar um menn og málefni, sveitir og lífskjör. Er óskað sam- vinnu við sem flesta í þessu efni og um margskonar efni, ekki að eins í höfuðstaðnum heldur jafn vel fyrst og fremst í hinum dreifðu byggðum. Heima er bezt mun leggja á það alla áherzlu, að vinna vin- semd og tiltrú fólksins í land- inu, verða vinur heimilanna og starfa á þann hátt, að það geti vakið traust og jafnframt orðið hvatning fyrir alla til að vinna vel og drengilega fyrir landið og þjóðina. Til þess væntir blaðið að geta notið styrks og trausts sem flestra lesenda sinna.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.