Heima er bezt - 01.04.1951, Side 4
36
Heima er bezt
Nr. 2
r-
Ví SN AMÁL
sköttum og skyldum. Þeir rukka
mig dags daglega um allrahanda.
í gær borgaði ég 60 krónur, og
var þá rétt búinn að borga 100
krónur. Eitthvað verður það í
dag. Og með hverju á ég að
borga? Aldrei fékk ég neitt kaup
í vinnumennskunni utan nokk-
uð fóður og fáeinar flíkur. Eign-
ir mínar á Sauðárkróki seldi ég
fyrir 1600 krónur, þegar ég flutti.
Það var gjöf. Maðurinn, sem
keypti, sagði, að það væri gjöf.
Það var líka fjárhús og kindur
með í kaupunum. Þegar hingað
kom reisti ég mér þetta hús og
eitthvað held ég það hafi kost-
að. Svo ráku þeir mig úr bæjar-
vinnunni eftir 14 ár, fyrir dugn-
að. Þeir sögðu, að ég væri alltof
áhugasamur og vildu ekki hafa
mig. Ekki er víst, að þeim verði
það til góðs. Tvö hundruð krón-
ur á mánuði segja ekki mikið til
að lifa fyrir og borga, eins og
allt kostar. Þetta verður að duga
mér, og það dugir mér meðan
ég er einn.“
í búrinu, þar sem Sigurður
svaf, hanga nokkrar helgi-
myndir og útlendar eftirprent-
anir.
Þegar ég spyr, hvernig á þeim
standi, verður hann meyr við og
segir:
„Það færði mér þetta drengur,
sem ég leit til með einu sinni.
Hann keypti þær í útlöndunum
og færði mér þær, blessaður
drengurinn“.
Meðan Sigurður talar, stend-
ur hann út við gluggann í eld-
húsinu sínu og heldur höndum
á bak aftur. Inn á milli setninga
hreyfir hann því kurteislega, að
hann megi ekki vera að þessu,
hann þurfi að fara út. Ég spyr
hann, hvert hann ætli að fara,
og hann segist ætla að fara að
kaupa sér í matinn, kaupa fisk
og mjólk eins og hitt fólkið. Og
enn einu sinni ítrekar hann það,
að hann geti séð um sig sjálfur.
Aldrei hafi neinn kvenmaður
séð um sokkaplöggin hans,
nema hún Jórunn.
„Ég ólst upp við að vinna og
spinna og prjónaði á mig sjálf-
ur á kvöldin og nóttunni. Þegar
göt komu á hælana, þá rakti ég
frá þeim og prjónaði nýjan hæl
í sokkinn, og þannig var allt mitt
líf, — en þvott hef ég aldrei
VÍSURNAR, sem hér fara á eftir, fjalla
um veðurfarið, einkum hina óblíðu mán-
uði, þorrann og góuna. Islendingar hafa
jafnan hugsað og talað um veðrið, enda
er það ekki að undra, jafn margbreytilegt
og óstöðugt og það er hér lengstum. Þessi
staka er eftir Gunnar Hafdal á Hlöðum í
Hörgárdal:
Hylja fannir hlfð og grund,
himinn spár ei góðu.
Góa og Þorri grá í lund
gaddi niður hlóðu.
Hér fara á eftir þrjár vísur eftir Einar
Sigurðsson í Einholti:
Góa hristir gráan kjól,
Góa frystir aumra ból,
Góa ristir galdra á hól,
Góa er byrst og örg sem fól.
Véðrið er eins og ævi manns,
þá auðnan skiptir högum:
skýjafar og skúrastanz
og skin á helgidögum.
Oll er leiðin upp í mót,
eigi greið að vanda,
iljar meiðir úfið grjót,
eftir fleiður standa.
Þessi staka er eftir Björn S. Blöndal:
Hörpustreng eg stilla vinn,
stirður lengi úr máta,
þú ert genginn, Þorri minn,
þig mun enginn gráta.
Þessar tvær hríðarvísur eru eftár Skag-
strending:
Þorri hjó með þungri kló,
þrotnar ró og friður.
Hamast Góa heiftug nóg,
hleður snjóum niður.
þvegið. Það er gömul kona, sem
sér um það fyrir mig“.
Um heilsufar sitt segir Sigurð-
ur:
„Ég kenni mér einskis meins,
nema hvað sjónin er tekin að
deprast, heyrnin að sljóvgast og
Hríðin næðir norðanstæð,
nístir skæð, hvað lifir.
Stormur æðir, hlíð og haeð
hjarnið bræðir yfir.
Ingvar Frímannsson, Skógum Hnappa-
dalssýslu, kveður:
Skýjatigla breið er brú,
bólstrar myglufúnir.
Hraðan siglir Norðri nú,
napur yglir brúnir.
Þessi staka er eftir Steinunni Guðmunds-
dóttur á Heinabergi:
Vetrar kvíði eg kaldri nótt,
kafaldshríðin þrumar.
Æ, þú líður allt of fljótt
yndisblíða sumar.
Þessi vísa er höfundarlaus:
Þorri bjó oss þrautahaf,
þakti móa vetri.
Ennþá snjóar allt í kaf,
ekki er Góa betri.
Loks eru hér tvær stökur, sem vita að
hinum betri hliðum veðráttunnar. Sú fyrri
er eftir séra Sigurð Norland:
Snjórinn hlánar, færast fjær
fannir beggja hlíða.
Sjórinn blánar, grundin grær,
gaukar hneggja víða.
Siðari vísan er eftir Einar Þórðarson:
Glitra í hlíðum grös og lyng,
grund ei hríðar ama.
Ekki er tíð með umbreyting,
enn er blíðan sama.
minnið að þverra. Þetta er allt
þrautalaust og mig kennir hvergi
til, — nema á sálinni. Mér finnst
ég mega leika mér með hinum
börnunum, finnst ég megi ráða
mér sjálfur, finnst fólk vitlaust."
S. B.