Heima er bezt - 01.04.1951, Síða 5

Heima er bezt - 01.04.1951, Síða 5
Nr. 2 Heima er bezt 37 Sögn og saga: Þáttur af Tungu-Halli E. S. Wium skrásetti Að vestan lieitir mikið ritsafn, senr Norðri hóf útgáfu á 1949. Eru i þessu safni birtar sögur og sagnir, sem Vestur-íslendingar hafa skráð, en Arni Bjarna- son, Akureyri safnað. Þáttur sá, sem hér birtist, er tekinn úr 3. bindi safnsins, sem kernur út í vor. Hér er aðeins um að ræða kafla úr þættinum af Tungu- Halli, en þátturinn allur er hinn merkasti, sem og aðrir þættir í bókinni. HALLUR í Tungu í Dalamynni, eða „Tungu-Hallur“, eins og hann var venjulega nefndur af almenningi, mun hafa verið einn af hinum allra-einkennilegustu íslendingum á sinni tíð. Hann var almennt talinn merkilegasti maðurinn, er lifði í norðurhluta ísafjarðarsýslu um og eftir lok 18. aldar. Hann var sá eini af al~ þýðuhópnum, er þótti verulega fær um hafa emhættisstörf á hendi, enda var þá eigi lærðum monnum á að skipa, utan prest- um. Hann var hreppstjóri í sveit sinni um fjölmörg ár og hafði auk þess umsjón á eignum Kirkjubóls-kirkju í Langadal o. fl. Eitthvað mun þó hafa verið bogið við reikningshaldið hjá honum, því að þegar biskup ís- lands, sem þá var, leit yfir bæk- ur hans í vísitasíuferð sinni um Vestfjörðu, var í þeim býsna margt, er hann eigi skildi. En Hallur stóð hvergi ráðalaus. Hann neytti þá mælsku sinnar, er þótti með afbrigðum. Þuldi hann upp fyrir biskupi langar romsur, þessu og hinu til skýr- ingar, er stóð í bókinni. Og var það allt svo kímilega saman sett, að biskup gat ekki varizt hlátri. Það var eitt sinn á heimleið, að biskup var spurður að því, hvernig honum hefði geðjazt að Tungu-Halli. „Nú, það er annað hvort,“ mælti biskup, „að Tungu-Hallur er sá vitlausasti maður, sem til er á Vesturlandi, eða hann er sá allra vitrasti, er ég hefi nokkru sinni hitt fyrir þar um slóðir. Ég veit hreint ekki, hvort heldur er.“ Á fyrri hluta 19. aldar voru ýmsar sagnir til um Tungu-Hall, en nú munu þær vera allar gleymdar, enda kunna fáir frá að segja. Margar af þessum sög- um voru sérlega einkennilegar, og lýstu þær sumar lyndisein- kennum mannsins mæta vel, jafnframt því að þær sýndu and- legan og líkamlegan þroska hans. Sumar af sögum þessum heyrði ég í ungdæmi mínu, en nú er svo mikið gleymsku ryð fallið á þær flestar, að ekki væri gerlegt að skrásetja þær. Ekki er mér kunnugt, að neinn hafi ritað söguþátt af Tungu- Halli, ekki einu sinni Gísli sagn- fræðingur Konráðsson, sem þó tíndi alla þá menn upp í syrpur sínar, er að nokkru var getið, og vafalaust eru þar margir, er síð- ur skyldi og ekki er nándar nærri svo merkilegir menn sem Tungu- Hallur. Ekki er mér kunnugt um af- komendur Tungu-Halls, hvort þeir voru nokkrir eða engir, er á aldur komust. Hitt er víst, að hann átti son, er dó á hryggileg- asta hátt, þá hann var 9 eða 10 ára gamall, og varð það með þeim hætti, sem hér segir: Hallur átti naut eitt mikið og mannýgt, 8 vetra gamalt, og svo illt viðfangs, að það hopaði naumast undan efldustu karl- mönnum. Boli sá gekk ávallt ó- hindraður, og þótti flestum, er þekktu, hinn mesti vandræða- gripur, enda heimsótti hann ó- spart nábúana og gerði þeim þungar búsifjar á ýmsan hátt. Það er sagt um konu Tungu- Halls, að hún væri svarri mikill í lund og í mesta máta ónærgæt- in, enda var sambúð þeirra hjóna fremur stirð. Mörgum sinnum tók Hallur henni stranglega vara á því, að láta sig henda það glapræði að senda drenginn á móti bol- anum, hvernig sem á stæði, og láta heldur fjanda þann fara sínu fram, ef engir dugandi menn væri heima við til að vísa honum frá garði. Þá kom það fyrir dag einn um heyannir, að Hallur þurfti nauð- synlega að heiman einhverra er- inda út í sveit. Hjú voru þá öll á engi og ekki aðrir heima við en konan sjálf og sonur hennar og svo eitthvað af gamalmenn- um, er til einskis voru fær. Boli kom þá heim að venju og fór að róta í heyjum Halls, og þótti hús- freyju hann ærið stórvirkur, en fékk þó eigi að gert. í reiði sinni skipaði hún loks syni sínum að reka nautið á brott. Drengurinn hlýddi nauð- ugur, því að hann óttaðist geð- vonzku móður sinnar. Hann fór og kom eigi aftur. Ekki löngu síðar kom Hallur heim, og var þá maður með hon- um utan af bæjum. Mætir hann þá bola sínum skammt frá garði, og lét hann venju fremur grimmdarlega. Sá hann þá, að á hornum bolans héngu innyfli sonar síns, en ræf- ill af líkamanum lá þar skammt frá. Hallur varð rauður sem blóð, og í augum hans brá fyrir sem eldleiftri. Hann leit snöggvast til samferðamannsins og skipaði honum að standa kyrrum. Sjálf- ur gekk hann hiklaust móti bol- anum og þreif um hornin. Skipti það fáum andartökum, unz boli lá fallinn og brotinn úr hálsliðn- um. Um leið og Hallur sleppti takinu, sagði hann: „Nú drepur þú ekki fleiri, dj öfull! “ Að svo mæltu tók hann hinar sundurtættu líkamsleifar sonar síns. Við þá sorgarsjón hrundi eitthvað af augum Halls, er líkt- ist íshöglum, en ekki venjulegum tárum. Með líkamsræfilinn í fanginu gekk hann rakleitt inn til konu sinnar og fast upp að knjám hennar 6g mælti í föstum og dimmum rómi: „Sjáðu verkin þín, kona!“ Húsfreyja steinþagði og féll litlu síðar í ómegin. Hann gekk þungstígur á braut og lét hana eiga sig. Honum var ósárt, þótt hún fyndi til einu sinni, og

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.