Heima er bezt - 01.04.1951, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.04.1951, Qupperneq 8
40 Heima er bezt Nr. 2 skaltu vita aS lyktum, Tungu- Hallur, að vér huldubúar erum ekki frekar eign djöfulsins en þið mennirnir. Vér eigum hinn sama endurlausnara og drottin eins og þið.“ Að svo mæltu sneri hinn mikli maður sér við og gekk sína leið — og nálega um leið var hópur- inn horfinn, eins og hann hefði sokkið niður í iður jarðar eða liðið út í geiminn með hraða eldingarinnar. Og engin verksummerki sáust þar, sem hann hafði farið, hvorki eftir menn né hesta. Svo skyndilega var skilið á milli. Nú stóð Hallur þar einn eftir, reiður og sneypulegur út af þess- um snöggu vonbrigðum. Hann hafði búizt við að geta tekið til máls, þegar hinn hætti, og lagt fyrir hann þúsund spurningar til að svara, svo að hann yrði neyddur til að færa fram full- gild og nægileg rök fyrir líkam- legri tilveru þessa huldulýðs. Þetta hafði hann ætlað sér, þeg- ar hinn dularfulli maður hafði lokið máli sínu til fulls. En hinn gaf honum ekki högg- stað á sér. Hallur komst ekki að með eina einustu athugasemd, hvað þá meira. Þessi mikli mað- ur var honum horfinn út í veð- ur og vind með síðasta orðinu, sem leið af vörum hans. Svona mikla yfirburði hafði hann yfir hinn vitra Tungu- Hall. Nokkra stund var Hallur eins og hálfringlaður á eftir, en náði sér þó brátt og gat þá farið að hugsa um þennan kynlega fyrir- burð með fullkominni hugarró — fyrirburð, sem honum var þó ókleift að skilja í þetta sinn. Nú þótti honum þó enginn vafi geta leikið á því lengur, að þetta hefðu verið líkamlegar verur, á sama hátt sem vér mennirnir. Hann hafði veitt þessu svo nána athygli á meðan á samfylgdinni stóð. Það voru menn og konur á ýmsum aldri og af ýmissi stærð, með ólíkum svip og breytilegum háralit, svo sem rauðleitum, brúnum, ljósum og dökkum. Andlitin einnig með ýmsu lagi og mismunandi feg- urð. Búningurinn talsvert breytilegur, en á körlum samt líkur því, er hann átti að venjast á prúðbúnu fólki, er var á leið til kirkju sinnar. Búningur kvenna var þó miklu skrautlegri og tilkomumeiri en hann hafði áður séð, og þótti honum sem líkjast myndi fremur því, er tíðkaðist í fornöld þjóðarinnar á skartkonum og ættgöfgum hefðarmeyjum, er bárust mikið á. Þær voru í litklæðum og báru mikið gull og silfur. Flest virt- ist honum fólkið frítt, fagurlim- að og tilkomumikið. Það þótti honum sárast að geta ekki komizt að sannleikan- um, því að það hafði hann ætl- að sér í fyrstu. Aldrei hafði hann árætt að spyrja neins, meðan hann var því samferða. Það var eitthvað í svip og framkomu þess allri, er vakti geig hjá honum, eitthvað, er hann jafnvel hræddist, enda þótt hann væri talinn með hug- djörfustu mönnum. Það var líka eitthvað, sem ónýtti allar til- raunir hans í þá átt að fullnægja forvitninni. Það var eitthvað dularfullt, sem ávallt hratt hon- um til baka, og honum fannst bæði ógnandi og ægilegt. En þó gat hann alls ekki gert sér grein fyrir, í hverju það væri sérstak- lega fólgið. Hann var þó sannfærður um, að þessar þöglu mannverur hefðu í sér hulinn kraft, er okk- ar kyni væri langt um megn að yfirbuga eða þreyta við á nokk- urn hátt. — Það var sú niður- staða, er hann komst að seinast. Að öllum líkindum var þetta huldufólk. Þarna sýndu þær sig honum sjálfar, þessar kynja- verur, er hann hafði sjálfur bar- izt á móti, að gætu til verið. Lýs- ingarnar, sumar að minnsta kosti, komu vel heim við það, sem hann hafði nú sjálfur séö með eigin augum. Var þá sízt að synja, að fleira gæti satt verið. Það leit svo út, að þær sögur væri þó ekki allar uppspuni og hjátrú heimskra manna. Full- komlega sannfærður var hann þó ekki ennþá. Hann varð að fá betri sannanir en þetta til að yfirgefa til fulls sínar gömlu, hleypidómsfullu skoðanir. Upp frá þessum hugleiðing- um hrökk hann skyndilega. Að- vörunarorðin flugu eins og leiftur gegnum huga hans. „En varaðu þig, maður, hér fer önn- ur líkfylgd á eftir.“ Ekki leizt honum árennilegt að bíða og freista þess, hvernig færi. Það var fífldirfska, er gat haft illar afleiðingar. Það var of mikill al- vörusvipur á hinum mikla manni til þess, að hann færi að kasta fram þessari aðvörun að á- stæðulausu eða út í bláinn, að- eins til að ógna honum. Hann flýtti sér niður að ánni, fór yfir hana og svo heim aftur, og varð hann einskis var framar á leið sinni. Ekki sagði hann nokkrum manni frá þessu, er fyrir hann kom, í þetta sinn. Hann héit þessum kynlega fyrirburði alger- lega leyndum. En eftir þennan „smala-túr“ fór hann ekki að verða eins ákveðinn í því að þræta fyrir það, að huldufólk gæti verið til eða þá einhverjar undraverur, er ekki væri mönn- um sýnilegar, nema þær sjálf- ar vildu. Barn á virkum degi eftir norska barnasálarfræb- inginn Áse Gruda Skard í býbingu Valborgar Sig- urðardóttur — Bók þessi fjallar um börn frá fæðingu og fram á unglingsár. Hér er gerð grein fyrir meðferð ungbarna, lyst- arleysi þeirra og matvendni, hreinlætisvenjum, svefnþörf barna, gildi leikja, hræðslu- girni, reiði, þrjózku, sálarlífi skólabarnsins, tilfinningalífi þess, félagsþroska og náms- þroska. — Bók þessi á brýnt erindi til allra foreldra, kenn- ara og annarra uppalenda. — Fjö.ldi mynda er í bókinni. — Fæst hjá öllum bóksölum og kostar kr. 38,00 í góðu bandi. I

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.