Heima er bezt - 01.04.1951, Side 13
Nr. 2
Heima er bezt
45
derice, ég þekki þó rithönd son-
ar míns. Og hvað heldur þú, að
lögreglan kæri sig um að skipta
sér af okkur?
— Ekkert mamma, því að ég
útvegaði ekki blöðin, sem Eng-
lendingurinn þinn vildi fá. Ef ég
hefði gert það, hefðum við verið
gengin í gildruna. Ég er eini
karlmaðurinn hér, og ef félagar
mínir hefðu ekki verið fljótari
að átta sig en þið, þegar ég
spurði þá í dag, þá ....
Hann lét fallast niður á stól
og horfði ásökunaraugum á
móður sína. Hún hristi bara
höfuðið. — Nei, þetta er fjar-
stæða. Federico mundi aldrei
hafa sent Englendinginn til
mín, hefði hann ekki verið viss
um að geta treyst honum.
— Nei bíddu nú við, mamma,
hélt drengurinn áfram. Þannig
fara þeir einmitt að því. Manstu
eftir Feliciano? Bróðir hans var
í Frakklandi, og dag nokkurn
kom raunverulegur Frakki með
bréf frá honum. Svo fóru þau
með hann að heimsækja ýmsa
gamla vini Feliciano. Flestir
þeirra voru í einum flokknum
— þú skilur, hvað ég á við. Þeir
höfðu líka prentsmiðju til að
prenta flugrit. Og eftir viku tók
lögreglan þá flesta, líka Felici-
ano. Einn þeirra dó í fangels-
inu.
— Þetta kemur fyrir, andvarp-
aði móðirin. Þess vegna vil ég
ekki, að þú hafir nein afskipti
af slíku.
— Þú skilur mig ekki enn,
mamma. Bréfið var ófalsað, al-
veg eins og bréf Federico. Þegar
hann reyndi að sleppa yfir
landamærin við Port Bou, tóku
þeir hann höndum og neyddu
hann til að skrifa meðmælabréf
fyrir njósnara þeirra. í dag, þeg-
ar ég bað fólkið í fyrritækinu
að láta mig hafa eitthvað handa
Englendingnum, ætlaði það al-
veg að gera út af við mig fyrir
bölvaðan asnaskapinn, því að
það væri alveg víst eins og guðs-
orði í kirkjunni, að Englending-
urinn sé njósnari og hafi náð
bréfinu af Federico með valdi
eða brögðum.
Charito fór að kjökra. — Já,
en hann ætlaði að gefa mér
súkkulaði. En Lupe lýsti því yfir
hátt og snjallt, að sér hefði ekk-
ert verið um þessi ýsuaugu gef-
ið. — Ég sá, að hann var eitt-
hvað héralegur, en enginn hlust-
aði á mig.
Móðirin rétti úr horuðum
líkamanum. — Það getur enginn
neytt Federico til að gera neitt,
sem gæti komið mér í vandræði.
Það mundi pabbi ykkar líka
segja, ef hann væri á lífi. Hún
skelltti eldhúshurðinni á eftir
sér, og hryggilegt andartak
héldu börnin, að hún hefði
brostið í grát. Luis stundi ráða-
laus með öllu. Lupe vatt sér að
honum:
Vertu ekki kvíðinn, Luisito.
Ég læt ekki Endlendinginn taka
þig fastan. Ég sit hérna í horn-
inu með strokjárnið, og ef hann
tekur upp flautuna til að gera
lögreglunni aðvart, þá keyri ég
járnið í hausinn á honum. —
Það er níðþungt.
Charito tókst öll á loft. — Og
ég tek skærin og sting hann
eins og grís. Svo látum við hann
í stóru körfuna og berum hann
upp á þak, og þá veit engirin,
hvað um hann hefur orðið.
— Æ, börn, þetta er ekkert
spaug, kallaði móðirin framan
úr eldhúsinu. Verið ekki að gera
okkur kvíðafull með þessum
fjarstæðu ímyndunum.
— Nú trúir hún því sjálf,
hvíslaði Lupe. Hún bandaði
hendinni aðvarandi. Hann kem-
ur upp tröppurnar, mamma,
hann kemur ....
*
Þegar ungi enski skólakenn-
arinn gekk inn í stofuna, stóð
öll fjölskyldan þar í röð til þess
að taka á móti honum. Kom það
svo flatt upp á hann, að hann
týndi gersamlega niður þessum
spænsku setningum, sem hann
hafði tekið saman í huganum á
leiðinni og ætlaði að segja, þeg-
ar hann kæmi.
— Nei, nei, kærar þakkir, —
hafið mig afsakaðan — má ekki
vera að því að tefja. Ég hitti
nokkra vini mína, sem fara frá
Madrid í kvöld, þeir bíða mín á
hótelinu .... seinna með yðar
leyfi.
Það er frágangssök að sjá,
hvað fólkið hugsar, ég vona þó,
að ég hafi ekki þverbrotið kurt-
eisisvenjur þess, hugsaði hann.
— Hafið þér náð í nokkurt á-
róðursblað, spurði hann Luis.
Lupe þreif til strokjárnsins.
Drengurinn gat ekki stunið upp
einu orði, en hristi aðeins höf-
uðið. — Það gerir ekkert til,
sagði Englendingurinn. Lupe
fannst það vita á illt, en Luis
rétti úr sér og bros færðist yfir
andlit móðurinnar.
— Hér er súkkulaði handa
ungfrúnum, sagði maðurinn og
tók upp rósóttan kassa og opn-
aði hann. Geðjast þér að þessu,
Senorita Guadalupe? Hann vék
sér fyrst að Lupe af ásettu ráði,
því að hann tók sér nærri, hve
flóttaleg hún var á svipinn.
Charito missti skærin, og þau
skullu á gólfið með miklum há-
vaða. Hún hélt fram fléttunum,
svo að Englendingurinn sæi
borðana, og galaði: Mér þykir
þetta voða gott, en mamma
kaupir það aldrei handa mér.
Lupe ætlaði að segja eitthvað
viðeigandi, en vafðist tunga um
tönn, munnuriinn luktist upp
og Englendingurinn stakk upp í
hana vænum sukkulaðimola.
Svo sneri hann sér að Charito
og fór að erta hana með því að
tína sukkulaðimolana fram
hvern af öðrum. Börn eru alls
staðar eins, hugsaði hann. En
Lupe barðist á meðan við ótta-
legar hugrenningar. Einhver
hafði sagt henni, að fasistarnir
ættu það til að gefa börnum lýð-
veldissinna eitrað sælgæti.
Sukkulaðið var að byrja að
renna á tungu hennar. Var ein-
hver undarlegur keimur af því?
Örvæntingin veitti henni kjark
til að láta hálfbráðnaðan kökk-
inn út úr sér, og svo smeygði
hún honum í skyndi inn í iður
strokj árnsins, altekin af þakk-
lætiskennd til Charito fyrir
skrípalætin og ömmu sinnar,
sem hafði arfleitt þau að þessu
fornlega verkfæri.
Englendingurinn lét Charito
eftir kassann, en hún þreif
hann áfjáð með litlu höndun-
um sínum. — Ég hefði átt að
gefa þeim þetta í gær, sagði
hann og sneri sér að móðurinni,
en ég þurfti að láta skipta pen-
ingunum mínum. Það er frá
Federico. Hann stakk hendinni
niður í brjóstvasann. Flautan,
hugsaði Lupe, og hélt um strok-