Heima er bezt - 01.04.1951, Side 22

Heima er bezt - 01.04.1951, Side 22
54 Heima er bezt Nr. 2 Hesturinn, vinur okkar og félagi GJORBREYTINGAR í sam- göngumálum þjóðarinnar hafa valdið því, að nú er hesturinn ekki orðinn eins nauðsynlegur og fyrrum var, en í þúsund ár var hann bjargvættur þjóðar- innar, stritaði við hlið hennar og létti henni lífsbaráttuna í landi við óblíða náttúru. En samt sem áður er saga íslenzka hestsins enn ekki öll,og það mun verða langur tími þar til hann hættir þjónsstarfi sínu við okk- ur mennina. — Hér fer á eftir athyglisverður smákafli úr hinni merku bók Theodórs Arnbjarnarsonar, „Hestar“. „Fáar sagnir hafa íslending- ar skráð um hesta sína, þó ýmsir þeirra hafi verið þess fyllilega verðir að varðveitast frá gleymsku. Nokkrar slíkar sagn- ir lifa sem munnmæli, og þá ó- nákvæmar, en flestir slíkir mol- ar eru í hestavísum, og þá venju- lega aðeins brot, svo ekki fást heilar myndir af atburðunum. Þá er algengur sá misskilningur, ef sagt er frá manni og hesti er lentu í svaðilför, t. d. í vondu vatnsfalli eða á erfiðum fjall- vegi, þá er mannin- um hrósað en hest- inum gleymt, og mega þó allir sjá, hve ósanngjarnt þetta er. Loks virðist oft hafa blandazt sam- an hjá mönnum fá- nýtt grobb venju- legra hestamangara og sannar sagnir um afburða hesta, svo stundum verður erf- itt að greina satt frá ósönnu. Af þessu leiðir, að margir trúa engum slíkum sögnum, einkum þó ef þeir eru sjálfir snauðir af eigin reynslu í þessum ýkjur. Eg trúi sögunni um Brún Árna Oddssonar í öllum aðalat- riðum, og byggi það bæði á sannleiksgildi frásagnarinnar sjálfrar og því, að atburðurinn gat skeð. Það er margreynt, að enginn veit hvaða munur er á meðalhesti og afburðahesti fyr en á reynir. Til að finna þess- um orðum mínum stað, skal ég tilfæra hér sögn, sem ég tel á- byggilega. Um miðja 19. öld bjó í Mel- rakkadal í Húnavatnsþingi bóndi.nokkur er Bjarni hét. Var hann gildur maður og harðlynd- ur, heldur vanstilltur við vín en drakk oft, ef hann var að heim- an. Hann átti brúnkinnóttan hest, er hann nefndi Skörung. Hafði kona Bjarna alið Skörung upp í búri, á skyri og öðrum mjólkurmat, sýtingslaust. Hugði hún bónda sínum að borgnara, er hann var drukkinn á ferð, ef hesturinn bilaði ekki. Síðasta vorið sem Bjarni lifði, fór hann lestaferð suður á Álfta- nes og hafði Skörung einn til reiðar. Er hann bjó upp á lest- ina, kenndi hann taks og vildi þá endilega komast heim, áð- ur en hann legðist rúmfastur. Bað hann þá samferðamenn sína fyrir lestina en reið af stað á Skörung einum, og var þá lið- ið af miðaftni. Klukkan 5 næsta morgun kom hann upp í Brunna, sem eru sunnan undir Kaldadal. Lá þá þar í tjaldi Jón Thorarensen í Víðidals- tungu og hestasveinn hans, drengur á 14. ári, en 8 hestar bitu þar skammt frá og átti Jón þá alla. Bjarni spretti af Skör- ung og sleppti honum og vakti Jón. Bjóst hann þegar til ferð- ar, því hann kvaðst ætla heim að kvöldi, en það er langur á- fangi. Latti hann Bjarna að fylgjast með sér af stað, því að hann rriyndi ríða hart, er hann hefði svo marga hesta. Bjarni kvað hann ekki myndi hafa taf- ir af sér, þó að þeir yrðu sam- ferða af stað, og gæti hann þá dregizt afturúr, er Skörungur þreyttist. Lögðu þeir svo af stað og riðu mjög hart. Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir koma norður fyrir fjöll, ofan í svo- nefnt Kolugljúfur í Víðidal, og var þá komið kvöld. Reið þá Bjarni að Jóni í Víðidalstungu og kvaddi hann með handa- bandi, „því nú eirði hann ekki að bíða lengur eftir sam- fylgd hans.“ Hleypti hann svo fram fyrir lausu hestana og gátu þeir Jón ekki náð Bjarna aftur. Af Bjarna er það að segja, að hann reið heim að Mel- rakkadal um nótt- ina og dó skömmu síðar. Ekki hefi ég heyrt að ferðin yrði Skörungi ofraun. Sögu þessa sagði mér hestasveinn Jóns í Víðidals- tungu, þá gamall maður. Var hann systursonur Jóns og efnum. Fáir trúa nú dhugi Islendinga á hinni göfugu hestaiþrótt virðist fara sivaxandi hin síðari fóstursonur, Og því sögunni urn Brún ar- Unga kynslóðin er að vakna lil vitundar um hollustu hennar. Á myndinni ólíklegt að hann Árna Oddssonar lög- ,u!r aS °fan sillst tápmiklu, ungu Akureyringar, sem riðu hestum sinum vildi halla á fÓStra manns, Og öðrum lit Þingvalla « síðastliðnu sumri, er landsmót Landssambands hestamannafé- sinn enda merkur slíkum, Og telja þær laSa var haldið l>ar. Ungu riddararnir hönnuðu sjaldfarnar leiðir og nutu maður. fjarstæður einar Og fegurðar og tignar örœfanna. Þeir eetla sér að verða góðir og snjaílir hestamenn. Að endingu Vildi

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.