Heima er bezt - 01.04.1951, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.04.1951, Blaðsíða 24
56 Heima er bezt Nr. 2 AUGNABLIK! um það, ef maður á annað borð kemst þangað, sem peningarnir eru.“ „Ég að flýta mér,“ anzaði sá hálf ónotalega, sem í bátnum var. „Segðu þúsund, ellegar ég er farinn.“ „Jæja, gott og vel!“ mælti Sacramento. „Segjum þá þús- und . . .“ Með varkárni reri Indíáninn nær. Nokkrum föðmum frá landi hélt hann samt kyrru fyr- ir. „Láttu mig sjá, hvað þú hef- ur!“ Sacramento hnussaði reiði- lega. Síðan dró hann af sér vettling hægri handar og fór niður í brjóstvasa innan á jakka sínum. En það var ekki búnt af dollaraseðlum, sem hann tók upp. Það var marghleypa, mik- ilfengleg „Colt 44“-marghleypa, sem ég minntist, að hann hafði sýnt mér um borð og sagzt hafa keypt í Vancouver. „Þú, bannsettur okrarinn!“ hvæsti hann. „Þú hlýðir mér, er ég segi þér að leggja þessari skel þinni hingað að ströndinni, ell- egar það mun liggja dauður Indíáni þar sem þú ert núna!“ Andlit mannsins tjáði þá megnustu fyrirlitningu, sem ég hef nokkru sinni séð á mann- legri veru. Með rólegum tilburð- um damlaði hann að landi. „Hentu farangrinum þínum um borð,“ mælti Sacramento við mig. „Farðu síðan sjálfur. Við leggjum af stað til Klondyke — á stundinni!“ Ég hlýddi þessari ströngu skipun, og Sacramento hvessti augun á Indíánann. „Leggðu af stað!“ mælti Sacramento með skipandi rómi, en Indíáninn dró upp lítið segl. og síðan héldum við af stað út í þétta snjódrífuna, sem huldi sýn út yfir vatnið. Það gekk hægt að komast áfram, því að jakahröngl var mikið. Eftir að við vorum komn- ir fram hjá Yukon, gekk ferðin þó skár. Með hverjum degi — mér liggur við að segja hverri klukkustund — varð kaldara, og ísinn varð óbærilegri farartálmi. Sumsstaðar urðum við að sitja um kyrrt tímunum saman. Þegar við héldum kyrru fyrir, EINN MORGUNINN á föstunni !abb- aði ég niður að sjó og settist á stein. Eg horfði á litlar bárur rjála við kletta og einstaka fugl vagga á smásævinu. Þetta var góður morgunn og fagur, kyrrð þarna neðra, en skammt frá mér var slippurinn, bifreiðaverkstæði ekki iangt frá og svartan reyk lagði upp úr bræðsluverksmiðju út í eyju. Þá kom til mín ung kona. Hún var með klút bundinn um höfuðið, í rauðri, dálftið slitinni kápu og með myndarlega skó á fót- unum. Hún hélt á slægðri ísu í annari hendinni. Það kom hik á hana þegar hún sá mig, hún staðnæmdist, horfði á mig, brosti og kom svo til mín. „Fyrirgefðu," sagði hún. „Má ég tala við þig augnablik?“ „Gjörðu svo vel,“ sagði ég. „Mín er á- nægjan." ,JMig hefur langað til að tala við þig um dálítið málefni, sem enginn nnnnist á, en ég hef mikið hugsað um núna á föstunni, á föstunni í fyrra og á föstunni í hitteð fyrra. En ég veit ekki hvort þú ert mér sam- dóma.“ Ég brosti hvetjandi. Mér hefur allt af líkað vel við svona fólk. Það er allt í senn, djarft og hikandi, sannfært en óframfærið, hugsandi en þögult. „Ég skal segja þér, að ég held að það, sem heimili okkar hér í Reykjavík skorti mest sé kyrrð, friður, kvrrð og ró. Eg veit ekki hvort þetta er orðið svona um Iand allt, það er víst svona í öllum stærri kaup- stöðum og kauptúnunum, en einangrunin í sveitunum verndar að líkindum heimilin fyrir ókyrrð. Já, ég held að aðalgallinn í uppeldismálum okkar sé ókyrrðin á heim- ilunum. Hún veldur því að sonurinn eða dóttirin haldast ekki við starf, flýja, leita út á götuna og hina ýmsu skemmtistaði. Ef heimilin í Reykjavík tækju upp kvöld- störf, einhver smástörf, handavinnu, lestur, eitthvað á borð við það.sem var til sveita fyrrum, og svo kannske spil einu sinni í viku, þá yrði öðruvísi ástatt í borginni. En það er ekki létt verk að koma á hugar- farsbreytingu. Foreldrar þurfa að taka upp svona venju meðan börnin eru ung og breyta ekki út af henni hvað sem það kostar.“ — En er hægt að hafa frið á heimilum sínum? „Það er rétt hjá þér. Ollum hurðum í Reykjavík er skelt þúsund sinnum á hverju kvöldi. Fólk rásar um bæinn, friðlaust og stefnulaust. Það er barið að dyrum og gestir koma. Þetta væri gott og blessað ef gestur kæmi svo sem einu sinni í viku, en því er ekki að heilsa. Ég hugsa, að sveitalífið hefði orðið öðruvísi á vetrum fyrrum, ef rnargir gestir hefðu komið á hverju kvöldi. Ætli það hefði ekki drepið hina marglof- uðu íslenzku gestrisni? Já, ég hef einmitt verið að hugsa um þetta á föstunni. Pá eru Passíusálmarnir lesnir. Þeir eru uppeldisatriði fyrir unga fóikið, fyrir okkur öll. En maður hefur ekki einu sinni frið til að hlusta á þá. Ég skal segja þér, að ég ólst upp í Iitlu sjávar- plássi. Þegar ég var barn var þar lesinn húslestur á hverju kvöldi alla föstuna og Passíusálmar sungnir, heimilum var lokað meðan þetta fór fram og það datt bókstaf- lega engum í hug að randa á milli húsa á meðan. Allir voru heima hjá sér. Þetta voru kyrrðarstundir og hvað sem hver seg- ir, þá er ég viss um það, að þetta var betra uppeldi en flest það sem nú er kennt. Ertu mér sammála? — Og svo er annað, sem mig langaði að minnast á við þig. Hvers vegna eru Passíusálmarnir lesnir? Af hverju eru þeir ekki sungnir? Af hverju eru ekki tveir karlmenn og tvær konur fengin til að syngja Passíusálmana inn á plötur og þær svo Ieiknar í útvarpið á föst- unni? Þessar plötur er hægt að nota ár eftir ár og söngurinn á að vera líkastur því sem hann var þegar ólærðir menn sungu sálmana á heimilum sínum. Ég held að þetta væri miklu betra en lesturinn nú. Að visu tekur lengri tíma að syngja sálm- ana en að lesa þá, en bæði mætti þetta taka lengri tíma í dagskránni, og eins má velja úr hverjum sálmi. Ég hef líka verið að hugsa um þetta . Já, ég álít, að íslenzka þjóðin sé gáfuð og dugleg, en hún sé eins og unglingur sem vantar kjölfestu. Þessa kjölfestu gætum við gefið okkur með því að gera heimilin að fastari borg. Ekki til þess að einangra okk- ur heldur til þess að auka andlegt þrek okk- ar svo að við gætum orðið traustir hlekkir í samfélaginu. — Fyrirgefðu að ég er að segja þetta, en mig hefur svo lengi langað til að tala um þetta. Og þú ert eitthvað svo berskjaldað- ur þarna sem þú situr i flæðarmálinu.“ Hún stóð upp, ýtti klútnum dálítið hærra á ennið og um leið lék sólargeisli um það. Það voru geislar í augum hennar. Ég rétti henni höndina. Mér fannst þetta dýr- mætt augnablik fyrir mig. V.S.V.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.