Heima er bezt - 01.04.1951, Blaðsíða 29
Nr. 2
Heima er bezt
61
hann til þess að við gætum kom-
izt til Hobartstown, því okkar
eigin var hriplekur.“
„En þetta er ekki siglingaleið-
in til Hobartstown," hélt hafn-
sögumaðurinn áfram.
„Nei, en við sáum ykkar skip,
og hugðumst öruggari í ná-
munda við ykkur, þegar storm-
urinn skylli á.“
Þetta var, út af fyrir sig, ekki
ótrúleg skýring.
Og nú var taug kastað niður í
bátinn og hann bundinn við
skipið. Því næst komu bátverj-
ar upp í skipið hver á eftir öðr-
um .... Og — nú skipti engum
togum! Það sló þegar í bardaga,
sem að vísu stóð ekki lengi, því
aðkomumenn voru allir vopn-
aðir byssum.
Hér var sem sé á ferð hinn al-
ræmdi ræningjaflokkur Svarta
Dicks. Þeir félagar höfðu ráðizt
á strandgæzlumennina, myrt þá
og klætt sig í föt þeirra. Og nú
var næsta skrefið að ná valdi
yfir Marry Ann.
Við smá bendingu frá Svarta
Dick, miðuðu ræningjarnir byss-
um sínum, og foringinn til-
kynnti skipshöfninni á Mary
^Ann, að hver sem sýndi mót-
stöðu, yrði tafarlaust drepinn.
Það voru líka aðeins fjórir,
sem snerust til varnar: skip-
stjórinn, káetuþjónninn og tveir
af hásetunum.
Sá fyrst nefndi hlaut þegar
sár, drengurinn var tekinn
höndum eftir snarpa viðureign
hans við ofurefli, og hásetarnir
tveir myrtir, og varpað útbyrðis.
— Þar með var Mary Ann
komin á vald ræningjanna.
Eftir stutta ráðstefnu, sem
Svarti Dick átti með mönnum
sínum, var hafnsögumaðurinn
og fjórir af hásetunum settir
niður í bátinn, sem síðan var
stjakað burtu frá skipinu. En
skipstjórinn og þeir, sem eftir
voru af skipshöfn hans, — alls
sex menn —, fengu þau fyrir-
mæli, að sigla Mary Ann til
Kaliforníu. Jafnframt var til-
kynnt, að hverskonar mótþrói
og ótrúmennska við ræningjana,
yrði launuð með lífláti ,en aftur
á móti skyldi skipshöfnin upp-
skera ríkuleg laun, ef hún skil-
aði þeim farsællega til ákvörð-
unarstaðar.
Sömu nótt lét Mary Ann í haf,
og við dagmál var ekki lengur
landsýn.
Sár skipstjórans, sem næstum
hafði valdið honum dauða, hafð-
ist illa við og Truesalt gamli
var máttfarinn og miður sín.
Svarti Dick vildi þó umfram allt
halda í honum líftórunni, vegna
þess hve þýðingarmikill hann
var við að sigla skipinu. Hann
hefði þó áreiðanlega löngu
verið búinn að fleygja honum
fyrir borð, ef hann hefði trúað
öðrum til þess að stjórna skip-
inu.
Stýrimaðurinn, snaggaralegur
náungi, en þó hæglátur og fum-
laus, virtist láta sér vel líka
húsbóndaskiptin. Hann vissi að
ekki þýddi að múðra neitt úr því
sem komið var, og því bezt að
taka þessu eins og hverju öðru
er að höndum ber á hafinu, með
æðruleysi og ró. Með sjálfum
sér hugsaði hann skálkunum þó
þegjandi þörfina, ef hann fengi
færi á að gera þeim grikk.
Svarta Dick og stýrimannin-
um samdi í öllu mjög vel, og
ræningjaforinginn fékk traust
á stýrimanni. Aftur á móti bar
hann dauðlegt hatur í brjósti
til káetuþjónsins, sem snúist
hafði til varnar þá er þeir hlupu
upp á skipið.
Drengurinn var pískaður á-
fram nótt og dag, látinn standa
við stýrið, og gera öll hugsanleg
verk um borð — oft þau hættu-
aömustu. Meðan aðrir nutu
fullrar hvíldar, mátti Karl — en
svo hét hann — þakka fyrir ef
hann fékk að sofa helminginn
af hvíldartímanum. Eitt sinn
var hann rifinn upp úr kojunni
og honum skipað að fara á vakt,
en þegar út kom lét Svarti Dick
binda kaðal undir handleggi
hans, og síðan var hann halað-
ur upp í siglutopp og látinn
hanga þar unz hann svimaði og
varð örmagna af kulda og
hræðslu. Um morguninn, þegar
hann fékk að koma niður á þil-
farið aftur, var hann orðinn
stífur af kulda, og myndi ekki
hafa getað gengið, ef stýrimað-
urinn hefði ekki hjálpað honum.
Fyrir þetta hlaut stýrimaður
bullandi skammir hjá Svarta
Dick, og hefði það verið ein-
hver annar en stýrimaður, sem
átti í hlut, myndi hann vafa-
laust hafa týnt lífinu fyrir.
Stýrimaður var skyldur
drengnum og tók sárt til hans.
Þó hvíslaði hann að drengnum
um leið og hann studdi hann að
kojunni: „Ef þú segir nokkrum
lifandi manni frá frændsemi
okkar, skipti ég mér aldrei af
þér framar, hvað sem þeir kunna
að gera við þig.“
Skipstjórinn var ekki aðeins
illa haldinn út af sárinu, held-
ur setti að honum hugarvíl og
örvæntingu út af því, að hafa
tapað skipinu i hendur ræningj-
anna.
En þrátt fyrir þjáningar hans
og örvinglan var hann neyddur
til þess að aðstoða stýrimann-
inn við siglinguna. En Svarti
Dick var nógu séður til þess, að
láta skipstjóra og stýrimann
aldrei vera tvo eina saman.
Á hverri nóttu sátu ræningj-
arnir að sumbli og svalli. Oft
óskaði Truesalt gamli skipstjóri
þess, að þeir kveiktu í skipinu í
drykkjulátunum. Þá mundi
þessu lokið!
Annað veifið örlaði þó á von-
arneista í brjósti hans um að
hann kynni að öðlast frelsi á ný,
og í því sambandi var það
hefndin, sem honum kom fyrst
í hug.
En ræningjarnir voru varkár-
ir og létu skipstjórann aldrei fá
tækifæri til þess að vera einan
með mönnum sínum. Truesalt
sýndist næstum, sem stýrimað-
urinn myndi vera orðinn á
þeirra bandi, svo mikið og náið
samband hafði hann orðið við
ræningjana.
Eitt sinn er hann hafði tæki-
færi til þess að tala við stýri-
manninn, stakk hann upp á því
að þeir ættu að reyna að flýja
skipið, eða að granda því að öðr-
um kosti. Þá hristi stýrimaður-
inn aðeins höfuðið og sagði:
„Bíddu hægur. Það þýðir ekk-
ert að æðrast. hlutirnir verða að
hafa sinn gang.“
Allir nema timburmaðurinn,
sem þekkti stýrimanninn frá
bernsku, héldu, að hann væri
svikari. Hann leit út fyrir að
vera einn af þeim mönnum, sem
standa alltaf með þeim, sem
völdin hafa.