Heima er bezt - 01.04.1951, Page 32
64
Heima er bezt
Nr. 2
Sigurður Magnússon:
í DAG
Sigurður
Magnússon
er
„AÐ VERA eða vera ekki“? Það var
spurningin. Mörg rök hnigu að því, að ís-
land gæti aldrei orðið ferðamannaland, fjar-
lægð þess frá öðrum byggðum bólum, fá-
tækt þjóðarinnar og vankunnátta, illviðra-
hamur vetra og óstöðug sumarveðrátta.
Onnur og þyngri mæltu þó gegn þessari
skoðun, töfrar þeirra daga, sem fegurstir
geta orðið á Islandi, sérkennileikur fjöl-
breyttrar náttúru, trú á lækningamátt ís-
lenzka jarðhitans, viðurkenning þess, að
Island er komið í þjóðbraut,
löngun til þess að komast
yfir einhvern hluta þess fjár,
sem eytt er til ferðalaga um
heiminn. Vegna þessa ákváð-
um við að gera það sem í
okkar valdi stæði til að Is-
land gæti orðið ferðamanna-
land. Þess vegna stofnuðum
við Ferðaskrifstofu ríkisins,
auglýstum land mótsetning-
anna, elds og íss, og spurðum:
„Why not Iceland this year“? Því ekki
það? Og erlendir ferðalangar svöruðu: „Já,
því ekki það“? „Why not Iceland"?
Sá vfirlýsti vilji Islenzkra stjórnarvalda
til að gera Island að ferðamannalandi,
sem tjáður var fyrir 14 árum í lögunum
um Ferðaskrifstofu ríkisins, hefði markað
afar mikilvæg tímamót, ef tekjuöflun
vegna erlendra ferðamanna væri jafn
ljómandi einföld og t. d. undirskrift
viðurkenningar fyrir Marshallfé, — aug-
lýsing I blaði: WHY NOT ICELAND?
— Milljón dalir. Takk. En meður því, að
útlendingar eru ekki frábrugðnari réttum
og sléttum Islendingi en svo, að þeir
þurfa t. d. að fá hér eitthvert húsaskjól
meðan þeir kynna sér sannleiksgildi aug-
lýsinga frá Islandi, þá ætti þessi ferða-
bálkur öllu fremur heima í draumaþætti
þjóðsagnakvers en lagasafni ríkisins, því á
þessum árum hefur ríkt sú kyrrstaða í
byggingarmálum gistihúsa, að nú er
þannig komið, að við getum naumast
sjálfir farið brýnustu erinda innanlands, a,
m. k. ekki til höfuðstaðarins, nema að
eiga trygging næturstaðar í híbýlum ein-
hvers góðvinar, að maður nú ekki nefni
að erlendu fólki sé einkum ætlaður hér
nokkur boðlegur samastaður. Það hefir
t. d. verið upplýst fyrir eigi alllöngu, að
undanfarin rúm tuttugu ár hafi fjölgað
um átta hótelherbergi í Reykjavík, en í-
búafjöldinn aukizt á sama tíma um tæpa
þrjá tugi þúsunda. Við eigum að vísu
talsvert af gistihúsateikningum, sem eru
a. m. k. nógu dýrar til þess að vera al-
veg óaðfinnanlegar, en þegar þeir, sem
horfðu þar á annað en skýjaborgir, spurða
um fé, þá svöruðu hagspekingar og aðrir
fjármálavitringar þjóðarinnar í einum
kór: „Framkvæmdin er ekki tíma-
bær“. — Örkumlamenn koma
raunar úr rústum Japans
og Þýzkalands með
múrsteina nýrra.
hótelveggja, í
þeirri
trú,
a,,ci tri*t >
'ht 0f'n- *<•<?/*..
aö a
þann hátt
leggi þeir örugg
«.i
ÍIO,
’,V/ h.
ai grundvöll að efna- "'gf,
legri velmegun barna sinna,
en hvað varðar okkur um það?
Ilvað varðar „geníið" um það, sem
fákænn smáborgarinn kallar staðreyndir?
„Það er ekki tímabært“.
Þegar um það er spurt á þeim fáu
gisti- og veitingastöðum, sem til eru,
hvort enginn heill bolli sé til að drekka
úr, ekkert vatnsglas fáanlegt, hvers vegna
brotna salernisskálin sé stlfluð af dag-
blaðapappír, þá er svarað, að gestgjafar
hafi undanfarin tvö ár fengið þvert nei
hjá gjaldeyrisyfirvöldunum I hvert skipti,
sem sótt var um einhverjar nauðsynjar til
atvinnurekstursins, að undanteknu ein-
hverju smáræði, sem tveir eða þrír herj-
uðu út, og því hafi stjórn Sambands gisti-
og veitingahúsaeigenda borizt, núna fyrir
síðustu hátíðar, beiðnir frá 27 veitinga-
mönnum um átta þúsund kaffibolla, tutt-
ugu þúsund vatnsglös, fimmtíu salernis-
skálar, þrjátíu þúsund rúllur af kiósett-
^íti,
n/*nr.
pappír, item hundrað og þrjátíu náttpotta,
auk annarra nauðsynja, ásamt upplýsing-
um um, að skortur þessa væri svo sár, að
ef ekki yrði út bætt, myndi þegar verða
að loka mörgum veitingastöðum, enda
heilbrigðisyfirvöld landsins mjög tekin að
ókyrrast vegna óþrifnaðarins, auk rök-
studdra og ítrekaðra áminninga annarra
trúnaðarmanna ríkisins, en allt kemur
þetta fyrir ekki. „Deildin telur ekki fært
að veita umbeðin leyfi að svo stöddu" —
WHY NOT ICELAND THIS YEAR
’THE LAND OF ROMANTIC CON-
TRASTS? Náttúrlega verður afleiðingin
sú, „að svo stöddu“, að þessir fáu veitinga-
,'staðir drabbast svo niður, að sumir eru
ekki hundi bjóðandi, hvað þá mönnum,
eins og áningastaðurinn, þar sem ég kom
: fy'rrasumar á einni fjölförnustu ferða-
mannaleiðinni, en þar voru dúkar á borð-
um, sem einhverntíma virtust hafa verið
hvítir, og ég tók að hugleiða, hvar ég
hefði áður séð hvíta flík svo hörmulega
leikna, og minntist þess svo, að það var
handklæði I synagogu einni, sem hundruð
heittrúarmanna höfðu þerrað á sveittar
hendur. Sé ég raunar nú, að þar muni e.
t. v. hafa fundizt ein óræka sönnunin enn
fyrir staðhæfingum nokkurra biblíufræðinga
um hinn austræna uppruna Islandsþjóðar,
— Benjaminið. Um þetta má þó, að sjálf-
sögðu, ekki tala á veitingastað, því gest-
urinn étur alltaf náðarbrauð úr gjöf-
ulli hendi síns íslenzka matföður,
enda þótt hann greiði rúmar sex
krónur fyrir molakaffið, plús tú-
kall fyrir að ganga ekki ber-
höfðaður inn I helgidóminn,
eins og einn hótelstjórinn hérna
I höfuðstaðnum var svo hug-
vitssamur að ákvarða nýlega. —
rt*»
\
Sannleikurinn er sá, að manni verð-
ur á að spyrja: „Er þetta hægt, Bene-
dikt“? Er mögulegt að Iáta gistihús Is-
lands drabbast niður á sama tíma og
grannþjóðir okkar I Evrópu keppast við að
búa I haginn fyrir erlenda ferðamenn, og
fá til þess gefið og lánað fjármagn frá
Bandaríkjunum, auk amerískra sérfræð-
inga, sem leggja á ráð um hversu gera
megi þenna atvinnurekstur svo arðbæran,
að hann verði ein af Iyftistöngum þeirrar
endurreisnar sem boðuð er?
Við getum ugglaust komizt einhvern veg-
inn af, án þess að Island verði eftirsótt af
erlendum ferðamönnum, og ef við viljum
það, þá ættum við að samræma aðgerðir
okkar eða aðgerðaleysi því að vera ekki,
en ef við ætlum að fara að dæmi annarra
þjóða, og græða fé á erlendum ferðamönn-
um, þá verðum við að sameinast um það
að vera. 15/3.