Heima er bezt - 01.08.1951, Síða 2

Heima er bezt - 01.08.1951, Síða 2
162 Nr. 6 Heima er bezt o— Sagt er... GESTUR NOKKUR, sem kom á he'.mili séra Bjarna Jónssonar, var settur þar við kaffiborð. Þá kom þar Sigurbjörn Þorkelsson, kaupmaður, og var hon- um einnig boðið kaffi. Þess íikal getið, að Sigurbjörn liefur lengi átt sæti í niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur. — Að kaffidrykkju lokinni kemur séra Bjarni með v.'ndlakassa og býður gestinum vindil, gengur síðan framhjá Sigurbirni og segir um leið. „Eg býð honum Sigurbirni ekki vindil, af því að hann ieggur svo hátt útsvar á mig.“ Þá segir gesturinn: ,,Er þá ekki reynandi að mýkja liann eitthvað, ineð því að gefa honum vindil?“ „Nei, það dugar ekki,“ segir séra Bjarni, ,,þá segir hann bara, að ég hafi nóg efni til að borga hátt útsvar, úr því að ég eyði peningunum svona í tó- bakið.“ (Saga þe. si er tekin úr skemmtilegri bók, sem Gunnar Magnúss liefur tekið saman og Leiftur gefur út. Pleitir hún ,.Satt og ýkt“). Myndirnar ; Heima er bezt Kemur út mánaðarlega, 32 síður. Ritstjóri: Vilhj. S. Vilhjálmsson. Utgefandi: Bókaútgáfan Norðri. Sími 3987. Pósthólf 101. Áskriftarverð, 12 blöð, kr. 67.20. i Útsöluverð kr. 7,00 eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Bréf til ritstjórans Ritstjóra Heima er bezt ber- ast mörg bréf. Kærkomnust eru bréfin úr sveitum og þorpum, þegar íylgir þeim gott efni í blaðið en erfiðast er að afla þess. Þetta blað ber merki þess að hægt og bítandi er stefnt að því marki að hafa sem allra mest af efninu innlent. Vill ritstjórinn sérstaklega þakka Böðvari á Laugarvatni og Sigurjóni frá Hlíð fyrir framlag þeirra Fleir- um ber þó að þakka, og þá ekki hvað síst Guðmundi G. Hagalín fyrir þætti hans, sem líka mjög vel. — í næsta blaði birtist með- al annars viðtal, sem Hjörtur Hjálmarsson á Flateyri hefur átt við £5 ára sjósóknara og bónda, en cf lítið berst af viðtölum utan af iandinu. Þá verður og í heft- inu þáttur eftir Kolbein Guð- mundsson um sérkennilega Ijós- móður á Suðurlandi. Af sérstök- um ástæðum var ekki hægt að birta Sannar frásagnir eða greiii um landafundi. Meðal bréfanna, sem ritstjór- anum haf borist er eitt frá Jór- imni Ólafsdóttur að Sörlastöð- í Fnjóskadal, en hún á nú stök- ur í „Vísnamálum.“ í bréfi sínu segir Jórunn meðal annars. „Ég þakka kærlega fyrir Heima er bezt. Það hefur veitt mér marg- ar ánægjustundir. Mjög vel hef- ur mér líkað efni það sem ritið hsfur flutt. Ég hef haft mikið yndi af hestamyndunum og frá- sögnunum af hestum og á mörg- rm forsíðumyndunum hef ég hið mesta dáJæti. Ég óska ekki eftir nsinurn breytingum á þeim eða nokkrum búnaði ritsins. Ég óska þ\ í allra heilla á komandi dög- 1. Æskan vinnur að gróður- störfum. Unglingar í Reykja vík hafa undanfarin sumur ræktað mikið og undirbúið ræktun. — Foreldrar sækj- ast mjög eftir því að útvega börnum sínum svona sumar- vinnu. — Það er ekki glæsi- legt að sjá ungur stúlkur inni í daunillum og hálf- rökknum búðum og veit- ingastofum við vinnu þegar sóiin skín úti. — 2. Og síldarstúlkurnar fá nóg að starfa. Þær vinna flestar ákvæðisvinnu og það vekur mentað þeirra að verða sem hæstar. Vinnuhendur eru fallegar. Og ungar stúlkur um.“ — Ritstjórinn þakkar þessi ummæli og endurtekur það, að hann vill standa í sem nánustu sambandi við alla vini ritsins. Getraunin Þrátt fyrir, þó að getraunin síðasta hafi reynst mjög stremb- in, virðist hún hafa líkað vel. AUs bárust 43 ráðningar, en þar af var ekki nema að eins ein alveg rétt. Margir réðu gátuna réít, en enginn nema þessi á forsíðu önnum kafnar í vinnufötum eru ekki síður fallegar en systur þeirra í siikinu og bif- reiðunum eða á kaffihúsinu. 3. Síldarvertíöin er hafin og við skulum vona að hún reynist drjúg. Hröð handtök eru oft við síldveiðar. Skip- in hraða sér á miðin og af þeim og menn eru óþolin- móðir að bíða eftir losun svo að hægt sé að leggja aftur úr höfn sem allra fyrst. 4. Unga stúlkan í garðinum er broshýs og hamingjusöm. Hún finnur það líka að starf hennar er göfugt, að vinna gróðri landsins okkar allra. eini gat sagt hvaðan myndin var. — Margir réðu gátuna þann- ig: Hjörmundur, Hjálmsstaðir, Hveradalir. En rétta ráðningin er: „Hjörmundur, Hjálmsstaðir, Laugardalur.“ — Maðurinn er til, bærinn er til og dalurinn er til. — Myndin er tekin í Þórsmörk. Þar er þessi sérkennilega stein- bogi. — Eini maðurinn, sem sendi rétta ráðningu var Magn- ús Gíslason, verkamaður, Þórs- götu 9, Reykjavík. Og getur hann vitjað verðlaunanna, bóka fyrir 1C0 krónur, til Norðra.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.