Heima er bezt - 01.08.1951, Qupperneq 3
Nr. 6
Heim'a er bezt
163
Hafnarverkamaður skrifar um:
Reykj avíkurhöfn fyrr og nú
Reykjavtkurhöfn: Austurhlutinn 1925.
ÞAÐ VÆRI HÆGT að skrifa
langa og fróðlega grein um
vinnu og vinnuleysi við Reykja-
víkurhöfn á undanförnum ára-
tugum. Það hefur hvorttveggja
skipzt á eins og skin og skúrir.
— Það var togaraútgerðin, sem
markaði tímamót á atvinnu-
sviðinu hér við höfnina, og eru
nú liðin 40—50 ár síðan sá at-
vinnuvegur hófst, þó að það
væri í smáum stíl fyrst framan
af. En „mjór er mikils vísir“,
segir máltækið, og hefur það
sannast á togaraútgerðinni. Nú
byggist lífsafkoma Reykvíkinga
og fleiri byggðarlaga að miklu
leyti á þessum atvinnurekstri,
og hefur gert það lengi. Atvinna
reykVískra eyrarverkamanna
byggðist líka að miklu leyti á
togaraútgerðinni meðan aflinn
var saltaður og verkaður til út-
fluttnings. Fékk þá fjöldi fólks
vinnu við þetta á ýmsan hátt, en
það var ekki stöðug vinna hjá
öllum, því fór fjarri.
Þessi atvinnuvegur dró líka
fólkið hingað, allsstaðar að af
landinu, að heita mátti, svo að
atvinnan jókst ekkert þó að út-
gerðin ykist. Stuðluðu atvinnu-
rekendurnir nokkuð að þessu, í
og með af nauðsyn, því að allt
þurfti að drífa áfram með hraða
til að láta það bera sig sem
bezt. —
Áður en höfnin kom til sög-
unnar lögðust öll skip, sem
hingað komu á ytri höfnina,
sem svo var kölluð. En innri
höfnin var fyrir uppskipunar-
báta, og aðra róðrarbáta. —
Stundum lágu líka fiskiskútur
þar. Allir flutningar milli skips
og lands fóru fram á upskipun-
arbátum. Voru fjórir menn á
báti og reru honum milli skips
og lands. Var bátunum lagt við
trébryggjur, sem lágu fram í
fjöruna, og tilheyrðu hinum og
öðrum kaupmönnum í bænum.
Þar voru bátarnir losaðir, og
vörurnar ýmist bornar upp á
bakinu eða dregnar á hand-
vögnum. Þetta var nú gamla
lagið, og þannig hafði þetta
gengið til frá alda öðli.
Það var erfitt að róa þessum
uppskipunarbátum í mótvindi,
en það voru ekki valdir til þess
nema knáir karlar, sem ekki
gáfust upp þó að nokkuð kulaði
á móti, enda vanir slarkinu.
Nokkru eftir að mótorbátarn-
ir komu til sögunnar, var tekið
upp á því að láta mótorbát
draga uppskipunarbátana á
milli. Létti það erfiðið hjá
róðrarkörlunum, þó að oft gæti
verið erfitt hjá þeim fyrir því.
En þá var öll uppskipunarvinna
erfið. Togaraafgreiðslan mun
hafa átt mestan þáttinn í því,
að farið var að nota þessa drátt-
arbáta, því að þar voru þeir
fyrst og fremst nauðsynlegir til
aðstoðar. Það voru miklir flutn-
ingar að og frá hverjum togara,
sem verið var að afgreiða. Fisk-
urinn og lifrin upp úr þeim, og
kol og salt út í þá aftur.
Skipstjórarnir fengu orð fyrir
það á þessum árum að vera
kappsamir og þoldu þeir engan
seinagang við afgreiðslu skip-
anna, og svipaður var víst áhugi
útgerðarmannanna, það varð
því alltaf að vinna í togurunum
eins og lífið ætti að leysa. —
Fiskurinn var fluttur frá skips-
hlið til fiskverkunarstöðvanna
þar, sem því varð við komið. Á
Kirkjusandi voru tvær fiskverk-
unarstöðvar, og sú þriðja held-
ur nær bænum, nefnd Defensor.
Að öllum þessum stöðvum var
fiskurinn fluttur á bátum jafn-
óðum og skipað var upp. Það
voru bryggjur á þessum stöðv-
um öllum, sem uppskipunarbát-
arnir lögðust að, og einnig upp-
skipunarprammarnir eftir að
þeir komu. Bátsmennirnir
fleygðu fiskinum upp á bryggj-
una og þar tók stöðvarfólkið við
og bar fiskinn á handbörum
upp að stöflunum, en þar var
hópur fólks, sem staflaði upp og