Heima er bezt - 01.08.1951, Page 4

Heima er bezt - 01.08.1951, Page 4
164 Heima er beizt Nr. 6 saltaði. Við þetta unnu bæði konur og karlar. Allt fram undir 1930 þurftu verkamenn að koma til vinnu klukkan 6 að morgni, og var vinnutíminn til kl. 6 að kvöldi, og auðvitað lengur, þegar með þurfti. Hækkaði tímakaup- ið þá ofurlítið upp fyrir dag- taxta, og það þótti gott, þó að lítið væri. Þá var enginn fast- ur matmálstími hjá eyrarverka- mönnum. Þeim var oftast færð- ur miðdegismatur að heiman. Gat það stundum verið erfið- leikum bundið hjá konum eða unglingum að finna þá, sem ver- ið var að færa, því að það var sjaldnast vissa um það, hvar maðurinn var að vinna, þegar um hlaupavinnu var að ræða, og það gat komið fyrir, að maður- inn fengi ekki mat sinn fyrr en að kveldi, að hann kom heim. Það höfðu flestir með sér mat- arbita og kaffi í vinnuna. Var það gleypt í sig um 9-leytið og kallaður frúkostur, og eins var þetta með eftirmiðdagskaffi, þegar menn höfðu það. Það drógst auðvitað enginn matar- tími frá, meðan þessi háttur var á hafður. Þegar verkamannafélagið Dagsbrún fór að færast í auk- ana, var farið að snúa sér að því fyrir alvöru að knýja fram ýms- ar kjara- og réttarbætur verka- mönnum til handa. Atvinnurek- endurnir tóku venjulega illa í kröfurnar og var þá þráttað á báða bóga, og stundum látið ó- friðlega. En alltaf unnu verka- menn eitthvað á í hverri hrinu, og hefur því þokað áfram í sömu átt fram á þennan dag. Laust fyrir 1920 var hafnar- gerðinni það langt komið, að það var farið að afgreiða tog- arana inni í höfninni, og um líkt leyti komu vörubílarnir til sögunnar. Við þetta breyttist margt til batnaðar, en vinnu- hraðinn jókst líka, þegar að- staðan batnaði. Voru togararnir þá afgreiddir á mikið skemmri tíma en áður. Þegar togari kom af veiðum og var orðinn landfastur, söfn- uðust verkamennirnir að til að reyna að fá vinnu. Höfðu marg- ir vissu um að komast að, því að það fylgdi viss hópur manna hverjum verkstjóra, sem fengu vinnu hjá honum þegar hann hafði eitthvað að láta gera. En svo slæddust fleiri með í vinn- una, meðan harðasta skorpan stóð yfir. Verkstjórarnir höfðu venjulega nokkra menn sér við hönd og undirbjuggu þeir verk- ið. Tók verkstjórinn þá einnig að skipa mönnum til verka við uppskipunina. Þurfti 50—60 menn, svo að nægilegt væri, og það voru venjulega nægjanlega margir til staðar, og oftar fleiri en með þurfti. — Þegar allt var tilbúið, hófst uppskipunin eins og þegar vél er sett í gang. Mað- ur nokkur, sem var nýfluttur hingað úr kauptúni fyrir norð- an og ekki var vanur svona vinnubrögðum, lýsti hama- ganginum við uppskipunina eitthvað á þessa leið: „Það er eins og allt verði vitlaust þegar byrjað er að losa togara. Það er látið eins og skipið sé að sökkva og lífið liggi við, ef ekki tekst að létta það nógu fljótt.“ Þessi samlíking var ekki fjarri sanni, að minnsta kosti stundum, því var ég kunnugur. Margir þeirra, sem unnu við þetta, voru snarpir og átakagóð- ir, og á þeim byggðust afköst vinnunnar. Þeir, sem voru mannskapsminni, bæði ungling- ar og gamlir menn, gerðu auð- vitað sitt gagn líka, en það var ekki hægt að beita þeim eins við erfiðustu átökin, enda fengu þeir venjulega afskráningu, þegar verkstjórinn fór að fækka liðinu, en þá var oft mikil vinna eftir, sem hinir hlutu. Mátti stundum heyra óánægj uraddir manna á milli út af þessum mis- mun. En það þýddi ekki að láta það fara lengra, það urðu allir að sætta sig við það, sem þeim féll í skaut á þessum vettvangi. Verkamannaskýlið var reist um líkt leyti og höfnin var tek- in í notkun. Var mjög mikil bót að því fyrir verkamenn. Þar höfðu þeir húsaskjól og hlýju, þegar þeir voru vinnulausir að bíða eftir handtaki, og svo einn- ig í kaffitímunum. Það var stundum þröngt á þingi í þessu sæluhúsi, þegar lít- ið var um vinnu. En það gat ver- ið gaman að dvelja þar með köflum og hlusta á samræður manna. En það bar margt á góma þarna, eins og gerist og gengur þar sem margir eru sam- an komnir. „Sumt var gaman, sumt var þarft, um sumt vér ekki tölum“, segir í gamalli vísu, og það átti þarna við. í kaffitímunum bættust marg- ir við í skýlið, meðan þeir drukku kaffið sitt. En það voru oftast einhverjir að vinna, þó að margir væru vinnulausir. Þeir sem fyrir voru rýmdu venjulega til fyrir þeim, svo að þeir gætu fengið sér sæti og komist að borðunum. Margir höfðu kaffi með sér, og nú höfðu flestir það í hitabrúsum. Þeir fóru að flytjast hér í verzl- anir skömmu fyrir 1920 og þóttu mestu kostagripir, þó að þeir væru svikulir. Sumir keyptu kaffi og eitthvað með því hjá skýlisverðinum. Var það líka bót frá því, sem áður var, að geta fengið sér hressingu þarna. Var stundum þröngt við afgreiðslu- borðið í kaffitímunum hjá Guð- mundi skýlisverði. En hann hafði gott aðstoðarlið, svo að þetta fór eins vel úr hendi og hægt var. — Það dvöldu margir í Skýlinu hálfa og heila daga, án þess að fá nokkuð að gera. Ef skip kom að hafnarbakkanum, höfðu flestir sig á kreik og söfnuðust þangað til að reyna að fá vinnu. Ef ekki var nema um einn tog- ara að ræða, urðu margir frá að hverfa aftur, og biðu þá eftir öðru tækifæri, sem einnig gat brugðizt. Eyrarverkamaðurinn mátti helzt aldrei frá hofninni víkja að deginum til, annars átti hann það á hættu að missa af vinnú, sem hann gat ef til vill komist í. Þó að ekkert væri að gera fram eftir öllum degi, þá gat komið skip þegar komið var undir kvöld, og var þá oftast byrjað að vinna í því þegar í stað og búið að ljúka við það, þegar komið var niður eftir næsta morgun. Þetta fengu menn oft að reyna. Sama var ófrelsið á helgum dög- um, og það þótti sumum lakast af öllu. Þá misstu menn oft vinnu, af því þeir vildu gera sér dagamun. Togaraskipstjórarnir

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.