Heima er bezt - 01.08.1951, Page 7
Nr. 6
Heima er bezt
167
ÁSTIR DÍSA OG MANNA
Guðmundur Gíslason Hagalín skráði,
eftir sögn Guðbjarts Jónssonar
DALURINN upp af Lokin-
hömrum í Arnarfirði heitir Lok-
inhamradalur. Standa Lokin-
hamrar í dalmynninu, utan við
ána. En undir fjallsöxlinni, inn-
an árinnar, er bærinn Hrafna-
björg. í daglegu tafi er dalurinn
innan ár nefndur Bjargadalur.
Frammi á Bjargadalnum er
lítið landrými, og er landið víðast
mjög grýtt og gróður fáskrúðug-
ur. Um það bil tuttugu mínútna
gang frá bænum er nokkurt
sléttlendi, og er það allvel gróið,
en þó grýtt og harðlent. Þar eru
tveir stórir steinar, sem heita
dísásteinar. í þeim búa dísir
tvær. Heitir önnur Ásdís, en hin
Hjördís. Ásdís hlúir að gróðrin-
um i dalnum, en Hjördís ver
hann fyrir vondum vættum.
Ekkert vita menn um uppruna
dísa þessara og fátt eitt um eðli
þeirra og háttu. Þó er það kunn-
ugt, að þær geta látið mennska
menn sjá sig, og fyrir kemur, að
menn sjá þær án þeirra tilverkn-
aðar. Stundum hafa þær og fest
ást á mennskum sveinum. Til
marks um það er saga sú, sem
hér fer á eftir.
Endur fyrir löngu bjó á
Hrafnabjörgum ekkja, sem Þór-
hildur hét. Hún átti tvo sonu, og
voru þeir báðir fullvaxta, þegar
En Gísli sýslumaður er hinn
þverasti og segist ekki láta hann
hafa neina peninga, enda sé
þetta geysileg upphæð, sem
hann krefjist að fá.
Eftir þetta þóf segir Gísli
Brandsson:
„Jæja, nafni, fyrst þú ert
svona óforskammaður og sauð-
þrár, þá dettur mér ráð í hug
lagsmaður, við skulum slaka
báðir til og láta það vera
krónu.“
Gísli Brandsson fór sigri-
hrósandi frá nafna sínum að
þessu sinni með tvær krónur í
buddunni.
þessi saga gerðist. Þeir hétu
Dagbjartur og Svarthöfði. Þeir
voru mjög ólíkir í sjón og raun.
Dagbjartur var allra manna ljós-
astur yfirlitum. Hárið var gul-
bleikt og gljáði eins og þar væri
samfella af sóleyjum. Hann var
bláeygur og bjarteygur og mjög
hvítur á hörund, en skipti svo
litum sem þær meyjar, er feg-
urst hafa litarraft. Hann var hár
vexti og grannvaxinn. Hann
þótti allra manna fríðastur.
Hann var og vel sterkur og svo
fimur, að fáir voru slíkir. Hann
var mjög stilltur, en þó glaðvær
og skemmtinn, og var hann hvers
manns hugljúfi. Svarthöfði var
svartur á áhr, brúnamikill, loð-
brýnn og þeldökkur. Hann var
svarteygur og hvasseygur. Hann
var maður meira en meðalhár og
afar þrekinn. Hann var afrennd-
ur að afli, en mun stirðari en
bróðir hans. Þó var Svarthöfði
snar og viðbragðsfljótur. Hann
var fáskiptinn og fámáll, hvers-
dagsgæfur, en reiddist illa, þeg-
ar honum rann í skap. Hann sást
aldrei hlæja. Hann var ekki illa
þokkaður, en þó höfðu menn svo
sem beyg af honum. Báðir voru
þeir bræður lagnir verkmenn og
forkar duglegir. Dagbjartur var
dverghagur á tré, en Svarthöfði
völundur á járn.
Það var eitt sinn að vorlagi, að
tíð var iðilgóð, og þaut allt upp,
sem gróið gat. í þennan tíma var
gróður miklu meiri á Bjargadal
en hann er nú. Sunnan dalsins
er fjall eitt mjög hrikalegt og
með öllu ókleift. Það heitir
Skorufjall, en skorningarnir í
hömrunum eru nefndir Skorur.
Skorufjall endar í hinum tigna
og sérkennilega tindi, sem gnæf-
ir ægifagur yfir Hrafnabjarga-
bæinn og raunar dalinn allan.
Tindurinn heitir Skeggi. Úr
Skorunum hafa fallið skriður
miklar niður í dalinn og eytt
gróðrinum, og dag nokkurn þetta
blíða og hagsæla vor heyrðust
dunur og dynkir framan úr daln-
um. Bergmáluðu ósköpin í fjöll-
unum, báðum megin dalsins, og
var sem hamrar væru að hrynja
og byltast ofan á láglendið. Gola
stóð niður dalinn, og brátt lagði
eim af grjóti heim fyrir Þumal-
inn, sem er ofan og framan við
bæinn.
Þeir bræður höfðu róið þenn-
an dag. Þeir voru komnir af
sjónum, en Svarthöfði var inni í
Grísavík, þar sem þeir höfðu
uppsátur. Hins vegar var Dag-
bjartur heima við. Þá er ósköp-
unum linnti, hélt hann af stað
fram á dal. Þegar hann var kom-
inn fram fyrir Þumalinn, sá
hann, að svo var sem þokuslæð-
ingur hnyklaði sig heim hlíðina.
En þetta var grjótreykur eftir
skriðuna. Framan við Landdísa-
steinana staðnæmdist Dagbjart-
ur. Hann sá, að breið og þykk
aur- og grjótskriða hafði hlaup-
ið úr Skorunum ofan í Djúpa-
hvolf og allt niður í á. En Djúpa-
hvolfið var vaxið fegurri og fjöl-
skrúðugri gróðri en nokkurt
annað svæði í öllum dalnum.
Stóð Dagbjartur sem agndofa og
virti fyrir sér með hryllingi þá
eyðileggingu, sem við honum
blasti.
Þegar hann hafði staðið þarna
um stund, var nefnt nafn hans.
Sá hann þá standa skammt frá
sér konu nokkra undur fagra.
Hún var há vexti, en grönn og
sveig eins og víðiteinungur. Hún
var hárprúð mjög og hárið gullið
og fagurt, og hörundið var mjúk-
legt og hvítt eins og mjólk. Hún
var bláeyg og augun djúp og
hrein, og nú hrundu af þeim tár,
sem glóðu í sólskininu. Svo var
sem af henni legði sætan og
höfgan gróðrarilm. Hún horfði á
Dagbjart, og um hann fór heit
og sæluþrungin tilfinning.
Konan mælti:
„... . Ég heiti Ásdís, og er ég
önnur dísa þeirra, sem heima
eiga í Landdísasteinunum. Þú
hefur ekki séð mig áður, en síð-
an þú varst lítill drengur, hef ég
oft og tíðum fylgt þér á ferðum
þínum um dalinn. Nú sér þú
mig, án þess, að ég hafi nokkuð
til þess gert, því að við erum
bæði gagntekin af sorg og and-