Heima er bezt - 01.08.1951, Síða 8
168
Heim'a er bezt
Nr. 6
styggð á því hervirki, sem hér
hefur verið framið.“
Ðagbjartur horfði spyrjandi á
hana, og hún hélt áfram máli
sínu:
„Þetta er verk Skeggja, trölla-
konungs. Nú hefur hann komið
sér við, því að Hjördís, systir
mín, sem hefur haldið honum í
skefjum, er sjúk af ást á Svart-
höfða, bróður þínum. Er nú við
búið, að fleiri hlaupi skriður hér
á dalnum næstu daga og því
fari fram, unz hann er að fullu
eyddur af gróðri!“
Þegar dísin hafði þetta mælt,
hvarf hún sjónum Dagbjarts, og
var honum þá sem ský hefði
dregið fyrir sólu, en raunar skein
hún í heiði. Leit hann ósjálfrátt
upp til Skorufjallsins og til
Skeggjans. Fannst Dagbjarti sem
af honum stæði kaldur og
óhugnanlegur gustur. Gekk svo
Dagbjartur þangað, sem dísin
hafði staðið. Þar gat að líta fög-
ur blóm, blá, rauð og hvít. Lagði
af þeim sterkan og heitan ilm.
Hann dró hann að sér í löngum
teygum, ásamt þeirri angan, sem
gróðurþrungin jörðin andaði að
vitum hans, og hann fann, að
þessi ilmur var hinn sami og
leikið hafði um dísina. Hann
reikaði heim á leið og stóð síðan
um hríð og horfði hugfanginn á
steinana tvo, en loks gekk hann
til bæjar. Hann mælti ekki orð
við nokkra manneskju, þá er
heim kom, og virtist mjög við-
utan.
Næsta dag féll önnur skriða á
Bjargadal, og var hún ekki
minni en hin. Tveim nóttum síð-
ar hljóp sú þriðja, og var hún
sýnu mest. Tók þá Þórhildur
húsfreyja að hafa orð á því, að
ef þessu færi fram, mundi dal-
urinn brátt eyðast og verða til
engra nytja.
Dagbjartur hafði verið þögull
og furðulega viðundurslegur, frá
því að hann gekk fram á dalinn,
þá er fyrsta skriðan var fallin.
Nú var sem hann vaknaði af
dvala við orð móður sinnar.
Hann leit á hana og brosti og
sagði síðan:
„Vel má vera, móðir vor, að
synir þínir fái afstýrt þeirri
landeyðingu, sem hér virðist bú-
in, og skal þess nú freistað.“
Hann gekk því næst á fund
Svarthöfða, bróður síns, og bað
hann ganga með sér út á
Trumbuhól og spjalla við sig.
Svarthöfði varð hissa, en hann
fór þó með bróður sínum út á
hólinn, án þess að spyrja neins.
Um hríð sátu þeir báðir þegjandi,
en loks hóf Dagbjartur máls og
sagði Svarthöfða frá því, sem
farið hafði milli hans og dísar-
innar.
Svarthöfði horfði um stund í
gaupnir sér. Svo leit hann sein-
lega við bróður sínum og mælti
nú fleiri orð í einu en nokkru
sinni áður:
„Ekki er því að leyna, Dag-
bjartur bróðir, að fundum okkar
Hjördísar hefur borið saman. Ég
hitti hana hér frammi í dalnum
í vor, þegar snjóa leysti. Stóð hún
þá og horfði upp til Sekkjans.
Hún hafði í hendi sverð eitt mik-
ið og biturlegt, og var sem eldur
logaði á eggjum þess. Hún er
kona mikil vexti, þrekleg en fag-
urvaxin, tinnusvart hárið og
haddurinn svo sem af honum
hrjóti sindur. Andlitsfögur er
hún og svo svipmikil og sköruleg,
að enga konu hef ég séð slíka,
enda eru augu hennar svo heit
og hvöss, að ekki mundi fyrir
neinn barnunga í þau að horfa,
svo sem ekki mun hent rindil-
mennum að þola armlög henn-
ar.“
Dagbjartur mælti:
„Hví hófst þú leik þann, úr því
að þú hættir honum svo skjótt?“
Svarthöfði brosti:
„Nú mælir þú sem barn, Dag-
bjartur bróðir. Ekki mundi það
á margra færi að leggja lag sitt
við huldur, hvað þá að rækja
ástir við dísir þær, sem skulu
hlúa að jarðargróðri og vernda
hann í skotfæri við virkisveggi
Skeggja tröllakonungs og kump-
ána hans. En vel má ég segja þér
það, að einskis fýsir mig nú
fremur en hefja þann leik aftur,
er við Hjördís lékum í vor, hversu
sem honum lyktar.“ Nú spratt
Svarthöfði á fætur, og var sem
af honum gneistaði, þá er hann
leit á bróður sinn og mælti: „Víst
skal ég nú til þess leiks ganga,
og mun þá skjótt linna skriðu-
föllum í dalnum.“
Allt í einu fór þytur um loftið,
eins og brugðið væri hvössum og
sveigum brandi, og í sömu svip-
an birtist Hjördís í allri sinni
ægifegurð. Lagði af henni sterk-
an og ölvandi ilm, og fannst
Dagbjarti sem hann væri svíma
sleginn. Vissi hann ekki af sér
um hríð, en þá er hann kom til
sjálfs sín, sat Ásdís hjá honum
og fléttaði gleym-mér-eium í
hár honum. Hann rétti þá fram
hendurnar og vafði hana örm-
um.
Þegar leið á daginn, tók hús-
freyjan á Hrafnabjörgum að
spyrja eftir sonum sínum. En
enginn taldi sig geta veitt henni
neina vitneskju um það, hvað af
þeim hefði orðið, nema hvað ein
af griðkonunum sagðist hafa séð
þá seinast sitja saman úti á
Trumbuhóli. Ekki komu þeir um
kvöldið, og næsta morgun var
þeirra vant. Var þá farið að leita
þeirra, en öll leit varð árangurs-
laus.
Sumarið var gott og gróður-
sælt, en hvergi var annar eins
gróður og á Bjargadal. Enginn
aur rann úr fjallinu, og enginn
steinn hrundi úr hömrunum.
Grasið þaut upp, allt frá efstu
rindum og niður að á, grænt og
safamikið, og alls staðar var það
stráð hinum fegurstu og ilmrík-
ustu blómum. Þótti það með
miklum ólíkindum, að skriðurn-
ar frá um vorið greru upp að
fullu, eins og aurinn og grjótið
hefði verið hinn kjarnmesti á-
burður. Fénaðurinn safnaði ó-
venjulegum holdum, og málnyt
kúa og ásauða varð meiri og
kostbetri en nokkru sinni áður í
búskapartíð Þórhildar húsfreyju.
En þó að hún væri mikil og mál-
nytuglöð búkona, sölnaði hún
þetta sumar eins og jurt á haust-
degi. Hárið varð grátt, og hún
varð mögur og lotleg. En störf
sín stundaði hún af meira kappi
en jafnvel á fyrstu árunum eftir
að hún var orðin ekkja, og undr-
uðust allir þrek hennar.
Svo var það einn hélumorgun
um haustið, að húsfreyja vakn-
aði við það, að henni heyrðist